Ég ætla því að byrja á að tala um hljómsveit sem ég hef einu sinni heyrt minnst á hér á huga og því miður man ég ekki eftir nafnið á notendanum. Hinsvegar veit ég að eflaust hafa margir heyrt um þessa hljómsveit. Hún heitir Atreyu. Ég verslaði eina diskinn þeirra (að ég held!) á Amazon og hann heitir “Suicide notes and butterfly kisses”. Þetta er alveg hörkudiskur. Hann verður betri við hverja hlustun. Nóg af öskrum og svo hægja þeir á sér inn á milli. Skemmtilegar gítarpælingar eru mjög einkennandi. Söngurinn er kannski ekki þeirra sterkasti kanntur en á köflum er hann samt mjög góður. Á disknum eru mörg góð lög en ég get til dæmis mælt með lögunum “lip gloss and black” og “dilated”.
En eins og ég segi þá vil ég heyra frá ykkur. Þið megið blaðra og fræða okkur hin eins mikið og þið viljið um hverja hljómsveit. Eða þið getið þess vegna skrifað bara nafnið á hljómsveitinni fyrir mér. Þið getið þess vegna skrifað um Metallica en þið eruð nú samt sennilega ekki að fræða margan með því!
Takk fyrir…..
Will there ever be a boy born who can swim faster than a shark?