Tilvonandi plata hljómsveitarinnar Converge heitir “Jane Doe” og er komin langt á leið. Diskurinn mun innihalda 11 ný lög sem ná því að vera meira en klukkutími af eðal efni. Söngvari bandsins, Jacob Bannon, segir þetta hafa verið skemmtilegasta plata sem bandið hefur unnið að og sé mun betra en fyrra efni. Von er á disknum seinna í mánuðinum.
Einnig er von á split disk með japanska bandinu Hellchild. Á disknum verður 1. nýtt lag, 3. tónleikaupptökur og 1. cover lag með hvoru bandi. Converge taka lagið “Clean” upprunalega með Depeche Mode. Diskurinn er núþegar í framleiðslu og veðrur því til sölu á næstu vikum.
Þarna endar þetta ekki því að útgáfu á DVD disk sem ber nafnið “The Long Road Home”. Ástæðan fyrir þessu myndbandi er að þeim líkar illa við að annað fólk sé að græða á þeirra efni, með sölu á bootleg videospólum. Þannig að þeir ákvaðu að láta gera þetta fyrir sig. Það eru Tony and Ridley Scott (Blade Runner, End Of Days) sem vinna að einhvejru leiti við þennan disk. Myndbandið veðrur gefið út af Iodine Recordings (iodinerecordings.com) útgáfunni.