Alveg síðan snillingarnir í Emperor lögðu upp laupana fyrir um það bil tveimur árum, hefur verið umdeilt í metal heiminum hvaða norska black metal hljómsveit sé vinsælust. Mönnum dettur í hug kannski Dimmu Borgir, en staðreyndinn er sú að sú hljómsveit á sér jafn marga óvini og aðdáendur, og Cradle Of Filth eru breskir, og hafa þróast út í einhvers konar gothic-metal í gegnum árin. Immortal hins vegar hafa afrekað að vera eins sannir og þeim ber, en samt hafa nýjustu diskar þeirra, ‘Damned In Black’ (2000), og ‘Sons Of Northen Darkness’ (2002), selst í yfir 150.000 eintökum, sem er mjög gott fyrir tónlist af þessari þyngdargráðu. Rætur hljómsveitarinnar eru hins vegar í hinni ofbedlisfullu underground senu í Noregi, en Immortal hafa tekist að koma sér á mainstream kortið og haft stór áhrif á metal senuna með brautryðjanda verkum á borð við ‘Pure Holocaust’, ‘Battles in the North’ og ‘At the Heart Of Winter’.

Afrekum Immortal eru tveimur mönnum að þakka, Abbath Doom Occulta (söngur/bassi 90-97, söngur/gítar 97-03) og Demonaz Doom Occulta (gítar 90-97), og voru þeir báðir undir áhrifum frá hljómsveitum eins og Celtic Frost, Possessed og Bathory, og höfðu báðir verið virkir í Norsku metal senuni í einhver ár, Abbath Doom Occulta var meðlimur hljómsveitarinnar Old Funeral í tvö ár, og Demonaz var hluti af bandinu Amputation. Báðar hljómsveitir hættu fyrir árið 1990 – og stofnuðu þar af leiðandi Abbath og Demonaz Immortal haustið ’90. Mundu þeir báðir hafa sín eigin áhrif á tónlistina – en allir textar frá og með ’93 með Immortal eru tengdir fantasíu-heiminum ‘Blashyrkh’, fullur af djöflum, frostbitnum fjöllum og ís, sem Abbath og Demonaz sköpuðu sjálfir. Fyrsta line-up hljómsveitarinnar var skipuð tveimur öðrum aðilum, það er að segja gítarleikaranum Jorn Inge Tunsberg, og trommaranum Gedda, (a.k.a Armagedda). Immortal hófu feril sinn sem death metal band, en eins og félgar þeirra í Darkthrone skiptu þeir yfir í black metal eftir að Euronymous í Mayhem byrjaði að hafa áhrif á underground-senuna í Noregi. Fyrstu lög Immortal voru samin í kringum ’90-’91, og þeirra verðugustu eru til dæmis ‘Enslaved to Rot’ (sem hljómsveitinn Enslaved tekur nafn sitt af) og ‘Suffocate the Masses’, og eru bæði lög stimpluð sem death metal lög, en bæði lögin voru á fyrstu demo-upptöku Immortal, ‘Suffocate’. Næsta demo, ‘Northern Upins Death’, var tekið upp sumarið ’91 og var það síðasta með Jorn, en hann var rekinn (af ástæðum sem eru mér óljósar) og hafa Immortal alltaf haldist þriggja-manna hljómsveit síðan. Eftir að ‘Northern Upins Death’ demo-ið tók á rás inn í svokallað ‘demo trading-networks’, sýndu þó nokkur af plötufyrirtækjum Immortal talsverðan áhuga, og gerði hljómsveitinn svo loks samning við franska fyrirtækið Listenable Records. Immortal gaf út tveggja-laga, sjálf-titlaða 7”, sem innihélt hráar-útgáfur af lögunum ‘The Cold Winds Of Funeral Frost’ og ‘Unholy Forces of Evil’, og voru tekin upp veturinn ’91. Sama vetur hafði hljómsveitinn pantað myndatöku í skóghlíðum Bergen, fyrir sjö-tommuna, en gríðarstór stormur breytti landslaginu í mjög kaldan vetur, svo kaldan að það tók marga klukkutíma að undirbúa myndatökuna. Abbath sagði að eimitt sú myndataka hafði sannfært hann til að vera hluti af Immortal allt sitt líf, eftir myndatökuna hafði hann uppgvötað að þetta væri það sem hann vildi gera. Hljómsveitinn var ósátt eftir útgáfu ‘Immortal’ (sem er nú í dag fágætur safngripur), og beit hún svo á angið hjá franska fyrirtækinu Osmose Productions, sem bauð hljómsveitinni tveggja-platna samning. Immortal gripu þarna tækifærið og skrifuðu formlega undir samning hjá Osmose, og hófu svo upptökur á fyrstu plötu sinni, ‘Diabolical Fullmoon Mysticism’ í Grieghallen Studios vorið ’92.

Upprunalegi titill ‘Diabolical Fullmoon Mysticism’ var ‘Battle in the North’ – en bandið kaus frekar ‘DFM’ vegna þess að það hentaði andrúmsloftinu í kringum plötuna mun betur. ‘Diabolical Fullmoon Mysticism’ er þannig séð mest-amateur diskur Immortal, vegna þess að hann á ekki sjéns í seinni útgáfur Immortal – hvorki í hraða né í lagasmíði, en samt sem áður ríkir mikið, dimmt og nokkuð drungalegt andrúmsloft yfir plötunni, sem er búinn meira af acoustic-gítar köflum og mun framsæknari lögum. Svo minnst sé á textana, þá er ‘Diabolical Fullmoon Mysticism’ eina platan með textum ótengdum ‘Blashyrkh’ fantasíu-heiminum. Platan fékk þrátt fyrir þetta allt saman nokkuð góð viðbrögð í metal senuni eftir útgáfu hennar, og spilaði hljómsveitinn mikið af tónleikum hér og þar í gegnum Noreg allt árið. Nokkru síðar, hætti Armagedda í Immortal, á grundvelli þess að hann átti fátt sameiginlegt með öðrum meðlimum hljómsveitarinnar, og einnig vegna þess að tónlistarlegur-ágreiningur hafði komið upp á milli þeirra þriggja. Eftirmaður Armagedda var trommarinn Kolgrim – en var rekinn í loks ársins vegna leti, enda spilaði hann einungis á einum tónleikum með hljómsveitinni í Bergen, Desember 1992. Nokkrum mánuðum áður, hafði black metal þróuninn vakið talsverða athygli í fjölmiðlum um allan heim, vegna kirkjubrenna og svipuðum atburðum. Af því tilefni gripu sjónvarpsstöðvar í Noregi hvert tækifæri til að varpa ljósi á hljómsveitirnar innan ‘svarta hringins’, einhverskonar samtök sem Immortal voru eitt sinn hluti af, en vilja nú grafa öll tengsl við samtökin, sem eru löngu dauð. En í kjölfarið á fjölmiðlafárinu bauð norsk sjónvarpsstöð hljómsveitinni að koma í viðtal í sjónvarpsþætti – og taka upp myndband við eitthvað lag af plötunni. Immortal kusu að gera myndband við lagið ‘Call of the Wintermoon’, og var það svo sýnt eftir viðtalið við hljómsveitina. Abbath, Demonaz og Kolgrim (þess má geta að ég hef ekki hugmynd um réttu nöfninn á mönnunum, enda hafa þeir aldrei gefið þau upp) reyndu að útskýra tónlistarlegu afstöðu sína gangvart hinu og þessu fyrir ósanngjarna fréttamanni, sem spurði einungis hvort að meðlimir Immortal væru satanistar eða ekki. ‘Svo er ekki’, sögðu þeir ekki. Kolgrim sagði að Immortal spilaði ekki ‘black metal’ og væri ekki tónlistarlega skyld hljómsveitum á borð við Emperor eða Mayhem – og að Immortal spiluðu svokallað ‘holocaust metal’. Í dag stimpla meðlimir hljómsveitarinnar tónlistina sem hlutlausa tónlistarstefnu. Myndbandið við ‘Call of the Wintermoon’ er hins vegar í dag óútgefið, og var aðeins sýnt í sjónvarpinu þennan tiltekna dag.


‘Diabolical Fullmoon Mysticism’ sópaði að sér verðskuldaðri athygli, og gerði Immortal nokkuð stóra í Evrópu, og neðanjarðar-senunni. En áður en að hljómsveitinn hélt af stað að taka upp næstu plötu, var Immortal enn einn áhirfalitla black metal hljómsveitinn undir áhrifum frá Bathory og Mayhem, og var aðeins hluti af black metal trendinu sem var að þróast í gegnum tíman. En er Abbath og Demonaz héldu aftur í Grieghallen Studios í September ’93 til að hefja upptökur á ‘Pure Holocaust’, annarri plötu þeirra – voru þeir greinilega staðráðnir í því að breyta því – af frammistöðu þeirra á plötunni að dæma. Hraðinn svo mikill, krafturinn ávallt til staðar, og double-bass trommann og mid-tempo gítarleikur falla svo vel saman að annað eins hafði varla sést í black metal senuni áður. Frá fyrstu sekúndum ‘Unsilent Storms in the North Abyss’, til seinustu augnablikum titlags plötunnar, er hlustandanum ekki viðbjargandi frá hverju atriði plötunnar, enda gerðu margir hlutir ‘Pure Holocaust’ svo gjör ólíka ‘Diabolical Fullmoon Mysticism’, svo sem hljómgæðinn, áður ofangreindur hraði, skortur á þeim hráleika sem er að finna á fyrri verkum Immortal, og svo er vinnslan í höndum atvinnumennsku, ólíkt ‘DFM’. Abbath barði á húðir á plötunni, en trommarinn Grim kom svo til sögunnar meðan á hljóðblöndun ‘Pure Holocaust’ stóð, og gekk svo til liðs við hljómsveitinna skömmu síðar. Þrátt fyrir að Grim spilaði ekki á disknum var hann samt á framhlið plötu-coverins, sem innihélt ekki gotneskt málverk framan á, né logandi djöflakrossa, heldur einungis einfalda mynd af þeim þremur, og hefur myndatökur hljómsveitarinnar haldist svipuð hér framan af. Þáttaka Grim var hins vegar ekki mikil, reyndar var hann eingunis staðsettur á bak við trommusettið á tveimur tónleikaferðalögum, ‘Fuck Christ Tour 1994’ og ‘Sons Of Northen Darkness Tour 1994’, hinn síðarnefndi með Marduk sem opnunaraðila. ‘Pure Holocaust’ varð einnig til þess að Osmose Productions endurnýjaði samninginn við Immortal, og gerði nýjan fjögra plötu samning við hljómsveitina árið ’94. Eftir ‘Sons of Northen Darkness’ tónleikaferðalagið var Grim svo loks rekinn úr hljómsveitinni, og gerði hann gott úr sér eftir það. Grim, sem framdi sjálfsmorð 1999, hefur spilað á þremur bestu diskum Borknagar, það er að segja ‘Borknagar’ (1996), ‘Olden Domain’ (1997) og ‘Archaic Course’ (1999). Auk þess hefur hann spilað á meistarverkinu ‘Under the Sign Of Hell’ (1997) með Gorgoroth, og einnig hefur hann tekið þátt í mörgum tónleikaferðalögum með báðum hljómsveitum. Ef ég man rétt, þá var það önnur af þeim hljómsveitum sem samdi minningarlag um hann, er hét ‘Erik, Forvever Rape The Angels’. ‘Pure Holocaust’ er af mörgum talin sú áhirfamesta, sú besta, hraðasta og sögulegasta black metal plata metalsögunar, og eru áhrif hennar augljós enn þann dag í dag. Sumir segja að upptökutækninn hefur nýst þeim til að hraða upp efnið á plötunni, en Abbath neitar því og segir að það sem hlustendur heyra er það sem hljómsveitinn spilar. Er hæfileikar þeirra jukust til að spila hraðar, betur og atvinnulegra, var hljómsveitinn búinn að skapa sér stóran sess í metal senuni á hverju heimshorni, og skapaði ‘Pure Holocaust’ greinilega það sem ‘In The Nightside Eclipse’ (1994) með Emperor hafði svo gríðarleg áhrif á. Aðdáendurnir voru vissir um að þeir gætu ekki með neinum hætti toppað ‘Pure Holocaust’, en í raun vissi enginn hvað í alvöru vakti fyrir þeim. Eftirvæntinginn var geysimikil þegar hljómsveitinn hóf vinnslu á næstu plötu, ‘Battles in the North’.

Hin átta ára gamla ‘Battles in the North’ var án efa barn síns tíma þegar hún kom út snemma ‘95, en hún færði Immortal aðdáendum sem voru vissir um að hér væri um svekkjandi plötu að ræða, mun hægari og aðgengilegri lög sem án efa voru mun betur framkvæmd en áður. Lög á borð við ‘Grim & Frostbitten Kingdoms’ og ‘Blashyrkh (Mighty Ravendark)’ urðu hiklaust klassísk tónleika-uppáhöld, og einhverskonar einkennis-ballaða Immortal, enda eru lögin á ‘Battles in the North’ þau lög sem skilgreina hljómsveitina best. Immortal komu metal senuni semsakt gjörsamlega í opna skjöldu með þessum kostagrip og var svo haldið af stað í þó nokkuð stórt tónleikaferðalag með Mayhem trommarann Hellhammer með kjuðanna. Hljómsveitinn túraði stíft í gegnum árið, enda er Hellhammer svo hæfileikaríkur trommari að slíkt er með ólíkindum. Með slíkum styrkleika að vopni, tók hljómsveitinn upp eina tónleika á þessu ferðalagi og var það síðar gefið út undir nafninu ‘Masters of the Nebulah Frost’ árið 1995 í gegnum Osmose Productions. Hellhammer gat síðan ekki haldið undan skildum sínum frá hvorki Mayhem né Arcturus og gat því ekki túrað lengur með hljómsveitinni, en snemma árið 1996 bætti Immortal við sig sínum fyrsta fasta trommara síðan á fyrstu plötunni, trommaranum Horgh, og hefur hann haldist fastur í stöðu sinni síðan. Innkoma Horgh inn í Immortal árið 1996 var fyrsta afrek hans í senunni, en ekki er vitað um neinar fyrrverandi hljómsveitir. Árinu var aðallega eytt í enn fleiri tónleikaferðalög, æfingar og uppbygginu fyrir næstu plötu þeirra – ‘Blizzard Beasts’, þeirra fyrsta umdeilda disk. Diskurinn, sem kom út árið 1997 – innihélt svolítið allt öðruvísi en búast mátti við, en ekki er hægt að festast í sömu sessuni aftur og aftur, er það? Lögin mun harðari, hraðari og styttri, og er hægt að lýsa þeim sem einhverskonar blönu af tæknilegu death metal og tónlist Darkthrone circa ’96-’01. Vegna bókstaflegra hræðilegrar framleiðslu, segja sumir þetta einungis vera allgjört Morbid Angel rippoff með hræðilegu sándi, en aðrir segja þetta vera góð nálgun á vel framkvæmt, tæknilegt death metal. Ég sjálfur tilheyrði eitt sinn fyrri hópnum, en eftir nokkrar hlustanir fannst mér þetta vera hið fínasta stykki, sem maður þyrfti bara aðeins að venjast. Í velgengi hljómsveitarinnar hinsvegar virtist sem sagan ætlaði að endurtaka sig, en farsæl tónleikaferðalög og almenn velgengni voru orðin daglegt brauð fyrir Immortal, en örlög hljómsveitarinnar sem voru á næsta leyti mundu koma helvíti mikið á óvart – en að ‘Blizzard Beasts’ var það fyrsta með Horgh á trommur, en hinsvegar það allra síðasta með Demonaz á gítar.

Árið 1997, þegar tónleikaferðalags skyldum hljómsveitarinnar hafði lokið í bili, ofreyndi Demonaz sig á höndina við gítaræfingar, en hann er taugaveikur – og varð þetta til þess að hann gat ekki spilað á gítar á þeim hraða sem krafðist fyrir Immortal. Demonaz hætti í kjölfarið á því í hljómsveitinni, og tók Abbath við af honum á gítar – og má segja að Immortal hafi þarna fundið sinn sanna stíl eins og margir segja. Horgh og Abbath tóku svo loks bassaleikarann Iscariah formlega inn í hljómsveitinna – og hófu þeir vinnu á næstu plötu. ‘At the Heart of Winter’ stendur fyrir allt annað en fyrri verk hljómsveitarinnar – enda mun hægari og prógressívari, sem gerir plötuna frábrugðna flestu sem áður hafði sést í senuni, og hægt að líkja við hljómsveitir á borð við Pain Of Salvation, eða Opeth. Breyting á hljóðverum, það er að segja frá Grieghallen til Studio Abyss, er til að byrja með ein helsta breytinginn á Immortal í þetta skiptið. Spilamennskan hægði töluvert á sér og platan er sennilegast sú sem er lang auðveldast af öllum Immortal plötunum að koma sér inn í á skömmum tíma. Opnunarlagið ‘Withstand the Fall of Time’ inniheldur talsvert melódískari gítarriffur, hægari inngang og það drungalegasta andrúmsloft síðan á ‘Diabolical Fullmoon Mysticism’ tímabilinu. Sum minningarverðustu lög sem hljómsveitinn hefur samið er að finna á ‘At the Heart of Winter’, eins og tildæmis hið ofangreinda opnunarlag, titlag plötunar og lög á borð við ‘Solarfall’, eða ‘Where Dark and Light Don’t Differ’, og þau allra lengstu og hægustu. ‘At the Heart of Winter’, þar sem Abbath spilar á öll hljóðfærin, er síðasti diskur hljómsveitarinnar sem hefur haft geysilegt umsvif í kringum sig í metal senuni, og er því eiginlega seinasti ‘sanni’ diskur Immortal, og verður án efa erfitt að toppa. Einu ári síðar var gerð þó nokkuð misheppnuð tilraun til þess, á hinum misheppnaða ‘Damned In Black’, og svo loks tveimur árum síðar, í fyrra á ‘Sons Of Northen Darkness’. Á báðum diskum hefur tónlistinni verið létt svo um munar, og eru flest lögin á lengd við hið týpíska nu-metal lag, en samt hljóma flest lög á borð við klisjukennda tilraun til að endurskapa tónlistinna á ‘At the Heart of Winter’. Líkt og hinn umdeildi ‘Enthrone Darkness Triumphant’ (1997) með Dimmu Borgir – blandar ‘Damned In Black’ öllu frá thrash metal, death metal og yfirborðskenndri heavy metal tónlist á borð við Judas Priest eða Dio-tímabils Black Sabbath. Meðan ‘Sons of Northen Darkness’ er kannski ekki jafnmikil markaðssetning og forveri hans, er hann samt álíka klisjukenndur. Eftir útgáfu ‘Damned In Black’ rifti Immortal svo loks samningnum við Osmose og gerði svo snemma árs 2001 samning við Nuclear Blast, og gaf út ‘Sons of Northen Darkness’ í Febrúar 2002. Eftir massívan Evrópu túr með Hypocrisy, hélt hljómsveitinn svo loks til Bandaríkjanna til að hita upp fyrir Manowar, og þar með sagt túraði Immortal í fyrsta skipti í sögu bandsins um Bandaríkjinn. Stuttu eftir tónleikaskyldur Immortal í fyrra, sagði Iscariah svo skilið við hljómsveitinna. Nýr bassaleikari er bassaleikarinn Saroth, sem spilar einnig í hljómsveitinni Pain, með Horgh og gítarleikaranum Peter Tagtgren, eiganda Studio Abyss og stofnunarmeðlims Hypocrisy. Annar Bandaríkja túr átti hinsvegar að eiga sér stað snemma á þessu ári, á hinum svokallaða ‘Metal Gods Tour 2003’, sem sjálfur Rob Halford og hljómsveit hans Halford stóð fyrir – og átti þessi risapakki að innihalda hljómsveitirnar Testament, Primal Fear, Amon Amarath, Carnal Forge, Painmuseum, auk Behemoth á nokkrum tónleikum. Eftir fyrstu tónleikanna í Chicago í Mars síðastliðnum var hætt við ferðalagið vegnar lélegarar samvinnu af hálfu umboðsmanna Halford.

Þrátt fyrir þetta allt saman hefur hljómsveitinn haldið sér vel á floti, og spilar árlega fyrir framan tugþúsundum manns á tónleikahátiðum á borð við Wacken Open Air, Inferno Festival eða Waldrock, og nú síðast fyrir aðeins örfáum dögum síðan á Hróaskeldu, sem er án efa eitt mesta afrek hljómsveitarinnar til þessa.