Fullt nafn: Jason Curtis Newsted
Fæddur: 4.mars 1963 Battle Creek, Michigan, USA
Hæð: 175 cm
Þyngd: 65 kg
Hjúskaparstaða: Ógiftur
Hlustar á: Kiss, Sepultura, Machine Head, Stevie Ray Vaughan, Fugees, Snoop Dogg(já einmitt???).
Jason prufaði upphaflega bassan vegna aðdáunnar sinnar á Gene Simmons, hann var ekkert sérstaklega góður og missti áhugann fljótlega. En nokkrum árum seinna eignaðist hann sinn eiginn bassa og þá var ekki aftur snúið, hann áttaði sig á að þarna var hljóðfæri sem honum líkaði við. Hann safnaði sér pening, keypti sér betri bassa og byrjaði að spila með hljómsveit sem bar nafnið GANSTER með Tim Hamlin í broddi fylkingar. Tim Hamlin varð mentorinn hans og kennari fyrst um sinn og kenndi honum ýmsa nýja hluti.
Öllum að óvörum ákvað Jason að hætta í menntaskóla þegar hann átti aðeins 3 mánuði eftir og flutti að heiman. Hann hékk með hljómsveitinni sinni GANSTERS og hélt áfram að þjálfa sig og þroskast sem tónlistarmaður.
Árið 1981 ákváðu Jason og Tim Hamlin að flytja til Californiu en þeir komust ekki lengra en til Phoenix. Þar reyndi Jason að afla sér einhverra tekna með því til dæmis að vinna á SUBWAY. Jason og Tim fjarlægðust og hitti Jason þá trommara að nafni Kelly David-Smith. Þeir djömmuðu í stutta stund með hljómsveitnni PARADOX en fannst lítið til þeirra koma svo þeir fluttu saman til Scotsdale, Arizona. Þar stofnuðu þeir hljómsveitina DOGZ fengu til sín nokkra spilara og tóku upp nokkur demo þar sem Jason spilaði og söng einnig.
Eftir nokkrar mannabreytingar árið 1983 þar sem söngvarinn Erik A.K gekk til liðs við þá breyttu þeir nafninu í FLOTSAM&JETSAM. Jason sá þar um langflestar lagasmíðar og textagerð auk þess að vera umboðsmaður hljómsveitarinnar.
FLOTSAM&JETSAM gáfu út eina plötu með Jason innanborðs “Doomsday For The Deceiver” 1986 en það var eina platan sem Jason spilaði á því seinna það árið fór hann í prufu til kónganna í Metallica. Fyrir prufuna lærði Jason hverja einustu nótu sem Cliff hafði spilað um æfina og bætti einnig sínum eigin inní til að sína að hann væri einnig sterkur karakter og góður spilari. Stuttu eftir prufuna spurði James Hetfield hann þessariar frægu spurningar: “Do you want a job?” og svaraði Jason með því að öskra og hoppa eins og geðsjúklingur um Tommy's Joint barinn sem þeir voru staddir á.
Snögg innkoma hans inn í Metallica sem var jafnframt uppáhalds hljómsveitin hans var allt annað en auðveld. Þremeningarnir sem enn voru að syrgja látinn vin létu Jason ganga í gegnum mörg, mörg ár af hrikalegri misnotkunn þar sem þeir lögðu hann í algjört einelti.
Maður hefur heyrt margar sögur af því þar sem m.a þeir komu um miðjar nætur stormandi inn i hótelherbergið hans lögðu allt í rúst börðu hann og drógu út á brókinni eða helst nakinn og
stálu svo og hentu öllum fötunum hans útum gluggann. Einnig þar sem að þeir stunduðu það að fara allir 4 saman á veitingastaði eða bari eftir tónleika og eftir að hafa pantað, borðað og drukkið allt það dýrasta sem fáanlegt var stóðu þeir 3 upp, hlupu út og skildu hann einan eftir til að borga brúsann og fara einan aftur á hótelið en þeir fóru eitthvað annað að skemmta sér.
En Jason sannaði sig svo sannarlega og með Metallica vann hann sér inn þá virðingu sem hann á svo sannarlega skilið, þakklæti aðdáenda sinna og sannað að hann er frábær tónlistarmaður sem lifir fyrir það að skapa og spila tónlist.
Í janúar árið 2001 tók Jason Newsted stærstu og erfiðistu ákvörðun lífs síns en þá hætti hann i Metallica. Ástæðan sem gefin var upp ,vitnað “physical and psychological damage done over the years” en sjötti og sjöundi hryggjaliðir hans eru illa farnir. Fleiri ástæður komu þó í ljós síðar og má þar helst nefna að James Hetfield neitaði honum um að gefa út önnur sólóverkefni (Echobrain) þó svo að hann fengi ekki að skapa mikið innan veggja Metallica. Þetta gat Jason ekki sætt sig við enda vildi hann fá að semja sína eigin tónlist líka.
Eftir uppsögn sína tóku við margir mánuðir þar sem Jason var mjög þunglyndur og sá oft á tíðum eftir öllusaman en það varði þó ekki of lengi. Hann fór fljótlega á fullt með sitt eigið útgáfufyrirtæki CHOPHOUSE RECORDS þar sem hann gaf einmitt út ECHOBRAIN plötuna. Hann gekk svo til liðs við gamla og frábæra þungarokkssveit frá Kanada VOIVOD árið 2002 og gáfu þeir út plötu nú í ár 2003 og er greinilegt að hljómsveitin hefur fengið nýja orku með komu Jason og er þessi plata alveg hreint fínasta stykki.
Nokkrum vikum seinna 2003 fékk Jason símhringingu frá Sharon Osbourne þar sem hún bauð honum og hljómsveitnni VOIVOD að spila á OZZFEST og einnig hvort að hann hefði ekki áhuga á því að
ganga til liðs við guðföðurinn sjálfan því að bassaleikarinn hans Rob Trujillo var gengin til liðs við þá félaga í Metallica.
Þannig nóg að gera hjá Jason Curtis Newsted þessa daganna við að reka sitt eigið útgáfufyrirtæki og spila tvisvar á kvöldi fyrst með VOIVOD og svo með OZZY OSBOURNE en tónleikaferðin er sem stendur á góðu róli í Kanada.
Fyrir alla þá sem hafa áhuga á því að fylgjast með Jason og hvað hann er að bralla get ég bent ykkur á frábæra síðu: www.jasonizer.com en þar er fylgst grant með honum og sagðar
fréttir og tekin viðtöl.
Nei engin undirskrift hjá mér