Það er eitt sem mér finnst svolítið skrýtið með tónlist og staðla í tónlist. Tónlist er stöðluð eftir því hversu mikið hún er spiluð í útvarps- og sjónvarpsstöðvum en ekki eftir gæðum. Reyndar þá er mikið af því sem spilað er í útvarpi/sjónvarpi mjög metnaðarlaust og gagnsætt, og það er hægt að þekkja þá eftir því hversu mikið það er spilað í útvarpi/sjónvarpi………………en það er samt þannig að mikið af tónlistinni sem er spiluð er ekki léleg, en samt þarf hún að líða óþarfa gagnrýni því að hún er spiluð í útvarpi/sjónvarpi.
Metall fer öðruvísi að. Maður er ekki alvöru metalhaus ef maður fílar ekki eitthvað underground og breytir helst útlítinu til að samræma því sem maður hlustar á.Fólk meira að segja gengur það langt að kalla virtustu hljómsveitir “commercial-hórur” fyrir það eitt að geta ekki flúið frægðina!!!
Tökum Cradle of Filth sem dæmi. Núna eru þeir álitnir commercial því þeir fluttu sig yfir til Sony útgáfufyrirtækisins. Þeir voru mjög lengi underground hljómsveit og gáfu út mikið af sínum bestu lögum þá. En eins og með margar góðar hljómsveitir þá er frægðin óumflýanleg. Dæmi um það er t.d. platan “…And justice for all” platan með Metallica. Þetta var fjórða platan þeirra í röðinni og án spilunar í útvarpi né MTV, lentu þeir í 16 sæti á Billboard listanum. Svipað kom fyrir Cradle of Fitlh. Þeir voru orðnir svo frægir að núna gátu þeir lagt meiri vinnu í plöturnar, og það þýðir að plöturnar verða ekki eins hráar.
Hins vegar er það kjaftæði að því hrárri sem tónlist er, því betri er hún. Ég hef heyrt hráa tónlist sem ég fékk beinlínis viðbjóð af. Cradle of Filth gáfu síðan út plötuna “Bitter Suits to Succubi” sem er talin af mörgum rosalega commercial. Og hvað með það? Er fólk hætt að pæla í lögunum almennt? Bara að fylgjast með hversu mikið það er auglýst og hversu líkt eitthvað riff er líkt einhverju öðru riffi frá annarri hljómsveit? Mér finnst það kjaftæði. Og það sem böggar mig hvað mest er að margt fólk beinlínis hættir að hlusta á sumar hljómsveitir því þau voru ekki tilbúin breytingum sem hljómsveitirnar gerðu. Er ekki allt í lagi með sumt fólk. Gerir það ekki grein fyrir því að hljómsveitirnar sjálfar fíla fleira en þá stefnu sem þeir spila?
Auðvitað langar flestum að gera fjölbreyttast. Það er örugglega frekar leiðinlegt að gera alltaf það sama. Ég nefni sem dæmi Slayer. Þeir hafa alltaf gert sama thrashmetalinn síðan þeir og Metallica byrjuðu með hann. Þeir hafa ekki farið neitt útúr thrash. Þeir vilja örugglega halda því í heiðri að þeir voru einir af frumkvöðlum heillar tónlistarstefnu. Kannski þora þeir ekki að missa aðdáendur. Kannski eru þeir “commercial hórur”………………………….(er ekki með neinar ásakanir)
Held að þetta nægi………………….fæ örugglega hatemail fyrir að segja eikva sonna um Slayer.