Slaughter of the Soul - At the Gates þegar ég kynntist Death Metal fyrst var ég í geisladiskabúð Valda eitthvað að
stússast og var að leita mér að einhverju nýju. Þá sá ég Covenant með Morbid
Angel og fékk að hlusta á hann.

Síðan þá hef ég verið mikill Death Metal fan og nú nýlega fékk ég í hendurnar
Slaughter of the soul með At the Gates og það hefur varla liðið dagur sem ég
hlusta ekki á hann.

Þessi diskur hafði svakaleg áhrif á sænsku metal senuna. Þótt hann sé mjög
stuttur, þá er allt sem maður leitar að á honum. Hröð og kæfandi B gítarriff ásamt
ótrúlegri rödd Tomas Lindberg, skapa ótrúlega flókin og vel unnin lög. Ofan á allt
þetta tekst trommaranum Adrian Erlandsson (já, í Cradle of Filth) að búa til
geðveika takta með dobblarann á fullu allan tímann.

Gítarleikarinn Anders Bjorler getur gert frekar einfaldar, samt melódískar línur
sem eru mjög óhefðbundnar miðað við tónskala og þannig lagað. Svo eru
melódíurnar óvenjulega krómatískar fyrir tveggja gítars hljómsveit (sem minnir
mig aftur á Slayer).

Eldra efni frá At the Gates hefur ekki heillað mig jafn mikið. Þeir hafa mikið verið
að þjösnast á sellóum og fiðlum, sem getur verið flott, en einhvernveginn hefur
aldrei virkað hjá þeim.

Þó að At the Gates hafi alltaf haldið sig við Death metalinn áður er svolítill þrask
fílíngur á þessum disk, og skil ekki hvers vegna hann er ekki hafður jafn hátt uppi
og Reign in Blood með Slayer.


*****