Komið þið blessuð/bölvuð og sæl.
Fyrir nokkrum vikum ákvað ég leggjast í þá “krossför” að setja mig í leðurstígvél stráks í skólanum mínum og reyna að komast inn í það fyrirbæri er kallast svartmálmur, eða Black Metal, eins og maður segir á góðri íslensku.
Ég fór á netið og gáði að þeim diskum sem taldir voru allra fremstir í þeim geira, skokkaði út í skífu og nældi mér í nokkur eintök af hinu og þessu góðgæti.
Síðan varð mér það á, að skrifa niður hvað mér fannst um hin og þessi lög, til að fá betra yfirblik yfir, hvernig ég var að fíla þetta, og póstaði því hingað, í von um einhverja leiðsögn. Eftir þetta óhapp, hefur verið ekkert nema leiðindi og rifrildi, hérna á metal og það var greinilegt að ég var að upplifa Black metalin aðeins öðruvísi enn flestir, sem endaði nátúrulega með ósköpum.
Síðan þá hef ég verið að berjast nonstop, fyrir alla þá sem eru það pirrandi að vera ekki sammála neinum þegar kemur að tónlist og oftar enn einu sinni, hefur þetta endað barnalegu skítkasti, með skotum á mitt þroskaskeið og tónlistarsmekk, sem hefur ekki haft neitt með málið að gera.
Mín nýjasta hugljómun, kom til mín eftir smá rifrildi við fáeina black metalista inn á “Marduk” greininni, hér fyrir neðan, fannst mér, ég vera komin með verðugan málstað til að berjast fyrir, sem mun vera megin-innihald þessarar greinar. Nefnilega þetta öfgakennda hatur á kristni trú, í þágu black metalista
Þar kom það upp á tal, hvað black metalistar hefðu á móti kristni trú?
Ég var frekar forvitin, til að komast að því hvort ég gæti leyft mér að fíla black metal en samt verið ósámmála mest öllum boðskapnum og fékk ég þessi svör:
“jakob: þú ert að spá hvað kristur hefur gert þeim, það að varpa svona spurningu fram sýnir bara hvað þú átt ekki heima í blackmetal, eðli blackmetalsins er að vera andkristinn, ef að sú áhersla tínist og kristnir tónlistarmenn koma fram með e-ð sem þeir kalla blackmetal, skerið þá á háls.
hins vegar væri ráð að geyma með ástæðuna fyrir því að vera andkristinn í aðra grein…..”.
“það er eitt að fíla tónlistina og annað að lifa eftir henni, en ef þú sérð svartmálm aðeins sem dægradvöl þá ert á rangri hillu, því að svartmálmur er ekki skemmtiefni, það er lífstíll.”
Eftir að hafa þrýst soldið meira á fólk fékk ég aðeins nákvæmari svör. Þið getið lesið þau á “Marduk”, hér fyrir neðan.
Þetta er í raun framhald af rifrildi á þeirri grein. Ástæðan fyrir því að ég pósta þessu sem grein í stað álits, er vegna þess að ég tel þetta vera mikilvæg pæling fyrir alla þá sem lifa þessum svokallaða “Blackmetal lífstíl”.
Ef við byrjum nú með að svara þeim Hamrotten og 999, þegar þeir nefna t.d.
hræsni,
aumingjaskap
og ódáðir kristina manna, sem grunn fyrir hatur black metals á kristni trú.
Ég skil vel hvað þeir áttu við, með kristinni hræsni. Nóg er nú til af henni.
Ef maður tekur öll þau afrek kristna manna saman í dauðsföllum, þá myndi ég giska á að maður væri komin með gróflega 5% af öllum ónáttúrulegu dauðsföllum í heiminum á árunum -2000 til 1960.
Og með “afrekum” meina ég atvik, sem leitt hafa í dauðsföll, sem má á einhvern hátt klína yfir á kristna trú, t.d.
krossferðirnar,
Seinni heimstyrjöld,
nornabrennslur
og margt margt fleira
En þetta er allt af manns höndum komið.
Þetta er bara böns af fólki, sem hefur notað trú til að réttlæta sínar gjörðir. Þetta hefur ekkert með Jesú, eða hans boðskap að gera. Mest allt af þessu kemur af mistúlkun úr gamla testamentinu.
Fyrir mér er Jesú aðeins misskilinn heimsspekingur, sem gaf fictional fígúru kredit fyrir sínar kenningar, semsagt Guði.
Og þetta með kraftaverkin, tel ég nú vera soldið ýkt, til þess að breiða boðskapnum betur. Mér þykir þetta mjög leitt, en ég vitna í Rapp texta eftir Lauren Hill, sem gæti útskýrt þetta aðeins betur:
“And even after all my logic
and my theories,
I add a “motherfucker”,
so you ignite niggers hear me”
-Lauren Hill-
Nú til að útskíra þetta aðeins betur, vill ég meina að “And even after all my logic and my theories” sé hægt að líkja við boðskap Jesú. Sem var Basicly bara vertu góður við náungan og “I add a motherfucker so you ignite niggers hear me”, séu kraftaverkin hans. Þessi kraftaverk sem Jesú er sagður hafa gert skiptir engu máli í dag. Ekki er fólkið sem hann læknaði enn á lífi er það? Ég tel að kraftaverkjunum voru bætt við, til að fólk tæki þennan boðskap alvarlega.
Það er eins með Lauren Hill, hún hafði rosalegar skoðanir á hinum og þessum hlutum sem komu fram í textunum hennar, en fólk var ekki að taka mark á þeim, þangað til hún gerði eitthvað sem náði athygli fólks. Ég vona að þetta hljómi ekki of flókið.
Nú, þegar á botninn er hvolft, þá er aðeins eins spurning sem situr eftir í mér.
..Afhverju að hata mann, sem boðar ekkert nema frið samlyndi? (Jesú)
999: þú segir að það sé fáfræði að trúa á Guð.
Þar er ég að vísu fullkomlega sammála þér, en þetta gengur í báðar áttir.
100% hatur og fyrirlitning á Guði og hans/hennar boðskap er alveg jafn mikil fáfræði.
Því, að vera á móti hverju einasta orði sem stendur í skrudduni er óraunhæft.
Innihald Biblíunar er á eins gráu svæði og grátt getur orðið, miðað við þennan “political correct” lífstíl, sem virðist vera í tísku akkúrat núna.
Hvergi annars staðar hefur jafnmikilli speki og þröngsýni verið troðið í eina bók.
Að túlka þessa bók sem 100% góða eða 100% vonda, er alveg rosaleg einföldun og hreint út sagt barnalegt.
Það má vel líkja kristni við kommúnisma á þann hátt, að basic hugmyndin er góð en illa framfært. Ef allir myndu fara eftir henni 100% myndi þetta ganga eins og í sögu, en eins og flestir vita er það bara ekki í okkar mannlega eðli að hegða okkur þannig.
Svo er kommúnismi líka mjög oft stereótýpaður sem annaðhvort góður eða slæmur, af þröngsýnum fávitum (no offence). Akkúrat núna hef ég um það bil jafn mikla virðingu fyrir Black metal og öfgatrúarfólki, sem er ekki mikið, by the way.
Svo fannst mér alveg með eindæmum að lesa hvernig “999” réttlætir kirkjubrennslur, með því að segja að þetta hafi kristnir menn gert, við ásatrúa, fyrir mörghundruð árum!
Já, endilega rétlætum allt slæmt sem hefur gerst í mannkynsöguni!
Leyfum Gyðingum að gasa þjóðverja,
Leyfum Negrum að sigla til Evrópu, sjúga hana þurra af hráefnum og selja íbúana sem þræla,
Leyfum Japönum að Nuke´a New York og Boston, í hefndarskyni fyrir Hiroshima og Nagasaki…
“so on and so forth”
Margt slæmt gerðist í fortíðinni. Það eina sem við getum gert er að hindra að það gerist aftur.
Fyrir mér má fólk trúa á það sem það vill, eins lengi og það sé ekki að þröngva sínum skoðunum inn á aðra. Það er eitthvað sem bæði satanistar með sínar kirkjubrennslur og skemmdarverk, og kristnir með sinn áróður og pirrandi heimssóknir, þurfa að læra.
Annars held ég að það geti ekki verið að við erum að tala um sömu black metal hljómsveitirnar, þegar fólk fer að tala um góða texta, þrátt fyrir að þær hafa sama nafn, því ég hef aldrei heyrt neinn af þessum gaurum rökstyðja skoðanir sínar.
Flest allir black metal textar sem ég hef heyrt eru eitthvað í þessa áttina:
“Die baby Jesus…. because I say so”
Það mætti halda að hið blinda hatur black metalista á kristni hafi blokkað út alla rökhugsun. Það vill bara svo heppilega til, að þeir þurfa heldur ekki að rökstyðja, því aldrei hef ég orðið var við að aðdáendur black metals hafa stillt spurningarmerki við skoðanir þeirra/sínar.
Svo var það eitt sem mér fannst of mikið gull til að sleppa, “999” útskýrir trúfrelsi black metalista:
“Count Grisnackh, maðurinn á bak við Burzum, þróaði og sýndi fram á. sannur black metalisti trúir því sem hann vill trúa á og gerir sér fullkomlega rökrétta grein fyrir því”
-999-
Afsakaðu, en er þetta ekki ástæðan fyrir því að Burzum mun vera nauðgað í sturtu af sínum fellow nasista föngum, næstu 20 árin?
(Fyrir þá sem ekki þekkja Burzum, þá er hann eins manns Black metal hljómsveit currently í fangelsi fyrir kirkjubrennslur og morð, á meðlimi hljómsveitarinnar Mayhem, ef ég hef skilið þetta rétt).
Mér skilst að eftir því sem ég hef lesið hérna, að ef þú ert sannur black metal aðdáandi, þá er búið að leggja allar þínar skoðanir á borðið fyrir þig. Ef þú á annað borð hefur ekki þessar skoðanir, þá ertu ekki annað enn “Wannabe-blackmetal-gelgju-hóra”, sem dirfist að fíla tónlistina, en ekki boðskapinn!!!
Þannig að getur maður kallað sig black metalista ef maður trúir því sem maður vill trúa?
Hvernig getur það staðist ef það er eðli black metals að hafa ekkert nema blint hatur fyrir öllum skipulögðum trúum eins og einhver benti svo skemmtilega á, í áðurnefndum skoðanaskiptum, ætti þá satanismi ekki að falla undir þann hóp?
Black metal er ekki lífstíll, nema að maður ákveði það sjálfur.
Það er til fullt af fólki sem fílar blackmetal, án þess að ganga um í þröngum leðurbuxum og brenna kirkjur.
(með þessu meina ég, að hafa öfgakenndar skoðanir á boðskapnum. Vinsamlegast ekki fara út í smámunalegar umræður út af orðalagi, ef þið skiljið meininguna)
….Persónulega hata ég að vera kallaður Mansonisti, þót ég fíli manninn í botn.
Það þýðir ekki að ég sé sammála öllu sem hann segir né reyni að líkjast honum á einhvern hátt.
Og já ég veit að það er stór munur á satanisma og djöfladýrkunn.
Ég hef lesið stóran hluta úr satanísku biblíuni og fannst ekki mikið koma til “Eye for an eye” kenningar, hans Antons. (stofnanda satanísku kirkjunar)
Svo verður maður líka að taka það í mál að rithöfundur (Anton) þessarar “Biblíu”, er sami maður og hélt því fram að hann væri fyrrverandi “Boy toy´ið”, hennar Marilyn Monroe. Ég held að ég get sagt fyrir hönd allra Monroe aðdáenda að maðurinn er klárlega ekki með réttu ráði.
Svo var það “Hamrotten” ef ég man rétt, sem að quótaði spurningu frá mér og sagði að hún hljómaði asnalega, í stað þess að svara henni.
Hann á ennþá eftir að útskýra fyrir mér, afhverju hann hatar kristni, ef það er ekki út af því “að norskir gaurar í leðurbuxum segja honum það”
…Afhverju þá???
Ein spurning að lokum. Ef þið fyrirlítið biblíuna og allt sem hún stendur fyrir, Afhverju þá að trúa á persónu úr henni, sem er jafn mikill uppspuni og Guð? Ef þið trúið á fyrrverandi engilinn Lucifer, þá hljótið þið líka að trúa á Guð, því það er þaðan sem “hinn fagri” eða ljósberinn" kom…
Jakob
Ps. Ætla að láta fólk vita að ég er yfirleitt ekki sá fyrsti til að taka hanskann upp fyrir kristni. Enn þar sem það virðist ekki vera neinn annar á þessu áhugamáli sem er tilbúinn að sjá hlutina frá öðru sjónarhorni, neyðist ég víst til að vera “Illmennið”, sem tek að mér þetta starf.
Ég er það sem Dungeons n´ Dragons nördarnir myndu kalla “True Neutral”