Útgáfa St. Anger seinkar á Íslandi! Nú er mér nóg boðið! Kemur fram á heimasíðu Metallica í gær (2. júní 2003) að það sé búið að flýkka útgáfudegi nýja diskins, St. Anger. Í staðin fyrir að hann kæmi út 9. júní í Evrópu og 10. júní alls staðar annarsstaðar er búið að setja hann á 5. júní allstaðar nema í Japan, þar sem hann kemur út 6. júní. Ég hafði samband við skífuni í dag og þar kannaðist engum við þetta! Meira að segja sölustjórinn hjá þeim hafði ekki hugmynd um þetta. Svo hef ég það eftir áræðinlegum heimildum að hann komi bara alls ekki til Íslands fyrr en eftir helgi. Þetta er skandall! Til hvers eru þeir að flýkka útgáfudeginum, “worldwide release date” eins og þeir segja nú á heimasíðunni, ef þetta á ekki að gilda um allan heiminn?! Ég hélt nú að Ísland væri fyrir löngu vaxið upp úr svona einangrun, en svo virðist ekki vera! Þetta er eins skírt dæmi og nokkur getur séð um það að þessi einokunarstefna Skífunnar og fákeppni sem ríkir á geilsadiskamarkaðnum á Íslandi gengur bara hreinlega ekki upp! Þetta verður líka til þess að ófáir einstaklingar sem geta ekki beðið eftir því að kaupa diksinn eftir helgi nái frekar í hann á netinu, frá fólki út í heimi sem eru búnir að kaupa diskinn, eða fá að skrifa hann hjá einhverjum sem nær í hann á netinu og sjá síðan enga ástæðu til þess að kaupa hann. Þetta er sorglegt, vægast sagt og vona ég svo sannarlega að ég hafi rangt fyrir mér og diskurinn verði kominn til landsins fyrir helgi.

Kveðja,

MightyMofo