Það er greinilega fólk hérna sem neitar að hætta!
Ég hélt að ég hafði sagt að ég nennti ekki að rífast um þetta lengur, því enginn var að fá neitt út úr því.
Þessvegna var ég hissa að sjá þrjú ný skilaboð sem öll leiddu mig hingað.
Enn nú þegar er búið að draga mig hingað get ég alveg eins svarað þessum frumstæðu ásökunum sem hafa verið lagðar mér á hendur.
“Það er einmitt svona óþroskað fólk eins og Jakob sem móðgast ef einhver segir einhvað um hans uppáhalds hljómsveit”
Ok, ég get sætt mig við þetta, enn…
“þú ert bara allgjör hálfviti sem hefur ekkert vit á tónlist og vonandi brennur þú og þín skíta vanmetna bestasta tónlist í helvíti”
… Ég býst við að þessi fullyrðing gildi ekki yfir fólk sem er sammála þér?
Þegar ég tala um að Black Sabbath séu ofmetnir, þá er ég ekki að tala um:
Útgáfu ár,
fræg nöfn,
hegðun
eða þá staðreynd að þeir náðu fyrstir manna að troða Metal senuni niður í kokið á fólki, þannig að það sætti sig við það.
Þegar ég dæmi hljómsveitir, geri ég það út frá tónlistinni, sem ekki margir hafa minnst á, í þessari deilu.
Þegar allt kemur til alls, þá finnst mér ekki að Black Sabbath geri skemmtileg lög.
Þannig að þegar ég sé fólk slefa yfir þessari hljómsveit öllu hæpinu í kringum það, þá get ég með hreinni samvisku flokkað hana sem ofmetna.
Svo til að komast inní þessa bassa-umræðu, þá las ég að bassaleikari RockBitch, væri talin besti núlifandi bassaleikari.
Þær telpur eru nú frægari fyrir sviðsframkomu, heldur en tónlist, en ég hef heyrt soldið með þeim, þar sem bassin var áberandi góður.
En hvort um besta núlifandi bassaleikara er um að ræða, er ég ekki alveg viss.
Annars er D´arcy Wretzki Brown og Steve Harris í miklu uppáhaldi hjá mér.
Svo var það einhver sem spurði hvað ég hlustaði á, sem gæti fengið Black Sabbath til að hljóma eins og hjólbeinótt útgáfa af Justin Timberlake.
(var kannski ekki orðað alveg svona)
Enn, héna er stuttur listi fyrir ykkur að fussa yfir:
Smashing Pumpkins (í miklu uppáhaldi)
James Iha (sólóferill)
Zwan
Djali Zwan (acoustic version af Zwan)
Billy Joel (klassík)
Candlemass
Elton John (önnur klassík)
Paradise Lost
Immortal (takmarkaður áhugi)
Pink Floyd (snilld)
Led Zeppelin (snilld nr. 2)
Iron Maiden
Metallica
Apokalyptika (Basicly bara Metallica aftur)
Deftones
Sigurrós
Fantomas (steeeeeik)
Bruce Dickinson
Yngwie Malmstien (eini maðurinn sem ég hef séð, sem hefur slegið Jimmy Hendrix í hraða)
Hammerfall (hetjurokk eins og það gerist best)
Mozart (getur tekið Beethoven, hvenær sem er)
Nobuo Uematsu
Dream Theater
Bon Jovi
Staind (þeir hafa sýnt það og sannað að þeir geta lifað af án hjálpar Fred Durts)
The Who
Cheap Trick
Uriah Heep
Procol Harum
Whitesnake
Evergray
pixies
The Doors (Jim Moorison var í miklu uppáhaldi)
U2
Def leppard
Styx
Soundgarden
Jack Bruce (sólóferill, eftir Cream)
ZZ top (bad to the Bone)
Scorpions
The Cure
The Beatles
Eagles
Queen
Tenacious D
Yanni (betri útgáfa af Kenny G)
Edward Grieg (fyrsti þungarokkari mannkynssögunar)
Rammstein
Kenny G (verri útgáfa af Yanni)
Slade
Eric Clapton
Kaare Norge
Ringo Starr (sólóferill)
Cream
Everclear
Van Halen (báðir)
Marilyn Manson
Ravel
Placebo
Skunk Anansie
Radiohead
Cardigans
Nirvana (ofmetnir, en fínir)
Oasis
Creed… já ég sagði Creed
Carpenders
Miracle Mile
Supertramp
Guns n´ Roses (hata að vísu Axl Rose)
In Flames
Skin (sóló)
A Perfect Circle
Judas Priests
Kittie (með því grófasta stelpu rokki sem finnst)
Fear factory
pixies
House of pain
Eric Jhonson
Vivaldi
Death
No doubt
Fleetwood Mac
Massive Attack (Nafn passar ekki við tónlist)
Strumpastuð 1 og 2
Longwave
Styx
Soundgarden
Megadeath (með fyrrverandi gítarleikara Metallicu)
Godhead
Meat Loaf
Disturped
Alanis morisette (frábærir textar)
Soundgarden
Bursum
(brennir kirkjur, drepur Mayhem gaura, situr inni næstu 20 árin, en gerir samt þokkaleg lög)
Pearl Jam
Mobi Angel
Motorhead
Red hot chili Peppers
Deicide
Bob Dylan
Children of Bodom
Ske
B.B. King
Björk
D.A.D. (Disneyland After Dark)
Rage Against the Machine (mest póletískir)
Badly Drawn Boy
Faith no more
Sting
Brain Police
Foo fighters
Abba (sama hvað fólk segir, var þetta snilldar band)
Mogwai
Dimmu Borgir (sumt gott, annað crap)
…
Man ekki meira í bili, kannski ég pósti því, þegar ég man.
Ég tel mig nú hafa frekar breiðan tónlistar-smekk, fyrir persónu sem hefur ekkert vit á tónlist og mun áreiðanlega brenna í helvíti
(ef spár ykkar eru réttar)
Jæja núna get ég farið að sofa með góða samvisku og nett glott, sem gæta pirrað jafnvel, Draco Malfoy.
Jako
Rephrase: “nei, seinast þegar ég vissi, var ég ekki með andlegan galla sem hindraði vaxandi þroska.”
“Nei, seinast þegar ég vissi, var ég ekki með galla sem hindraði andlegan þroska.”
Whatever…
OK.
Vá flottur listi. Ég sé Jakob að þú ert soldill Smashing Pumpkins fan býst ég við. Hvort fílaru meira ballöðurnar eða þetta harða? Allavega, þá hefur Billy margoft sagt að öll gítartækni hans sé komin frá Jimmy Page en allt þetta harða sé komið frá Black Sabbath. Metallica og Iron Maiden eru bein afleiðing Black Sabbath. Ef þú lest eða hlustar á gömul viðtöl, þá nefna þeir yfirleitt Poison eða eitthvað álíka, Judas Priest og svo öskrar einhver af þeim BLACK SABBATH!!! Fyrst voru Black Sabbath, svo komu allir hinir sem að tóku skrefið enn lengra: Metallica og Iron Maiden, eftir þeim koma TOOL.
Black Sabbath voru alltaf að reyna að gera betur en Led Zeppelin. Eins og þegar þeir auglýstu tónleika stóð: “Louder than Zeppelin!”
Þú fílar Rage segiru, þeir eru mjög pólitískir segiru. Black Sabbath voru einnig mjög pólitískir, hlustaðu á War Pigs og Wicked World!
Nánast allt rokk sem maður hlustar á er undir áhrifum af einhverju tagi frá BS, sama hvort það er Deftones, Metallica, Smashing Pumkins, Marilyn Manson, Pantera, Soundgarden (sem þú nefnir nokkrum sinnum á listanum þínum), Busted (hahaha ég varð að segja þetta) eða bara whatever! Þeir eru einnig undir áhrifum frá öllum hinum hljómsveitunum, allt sem var gert í fortíðinni hefur einhver áhrif.
Talandi um Marilyn Manson, hann er snillingur. Hefur einhver hérna séð Bowling for Columbine? Það er ekkert lítið hvað maðurinn kemur vitsmunalega fram þar, hann er vægast sagt mjög þenkjandi maður, og ALLS EKKI einhver heimskur rokkari!
Já og þú segir Brain Police. Þeir eru nottla besta rokkbandið á landinu …og þeir dýrka Black Sabbath!!! Spurðu þá bara! Ef þú spyrð þá hver er þeirra HELSTI áhrifavaldur, þá mundu þeir allir segja Black Sabbath. Nema kannski Jenni (hann mundi örugglega segja Chris Cornell!) Höddi elskar Geezer, sem er einmitt langt um betri bassaleikari en Paul McCartney nokkurn tíma. Og Bill Ward er betri trommari en Ringo Starr nokkurn tíma. (Þetta er ekki allt til þín Jakob!) Paul McCartney var betri lagahöfundur heldur en bassaleikari.
Hmm var það eitthvað fleira?
Já fyrstu tveir diskarnir með Black Sabbath voru ekki undir áhrifum frá svarta galdri. Nornakrossinn aftan á Black Sabbath var settur af útgefandanum, sem vildi skapa eitthvað spúkí við hljómsveitina. Þeir hafa aldrei verið djöfladýrkendur eða neitt slíkt. Reyndar voru þeir allir alltaf með krossa um hálsinn. Ef þið hlustið á lagið Black Sabbath þá heyrið þið eitthvað um Satan og Big Black Shape with eyes of Fire, Figure in Black, Satan's coming round the bend og fleira í þessum dúr. Þeir voru að syngja um hversu slæmt þetta væri og hræðsluna sem fylgir þessu. Þetta lag er undir áhrifum frá hryllingsmyndinni Black Sabbath sem Geezer horfði á og samdi textann út frá. Svo var hljómsveitin skýrð eftir laginu.
En Jakob ef þú einfaldlega fílar ekki hljómsveitina og lögin hvernig lögin þeirra eru og hljóma er náttúrlega ekkert hægt að gera í því
…nema kannski biðja fyrir þér ;-)
Jæja þetta er orðið ágætt!
Hey vissuð þið að uppáhalds hljómsveit Jónsa í Sigur Rós er Iron Maiden? Og fyrsta lagið sem hann lærði á gítar er lagið Wrathchild?
P.S. enginn má fara að segja eitthvað: “já þessi og þessi eru nú meiri áhrifavaldar *PRUMP*” Bara plís.
0
Já og Brain Police ætluðu að spila á Black Sabbath tribute kvöldinu sem var haldið einhvern tíma, en þeir þurftu að aflýsa því vegna stúdíóvinnu. Þeir voru samt alveg að farast yfir því! Þeir vildu helst halda annað stuttu seinna til að taka þátt.
Jakob þó að þú fílir tónlistina þeirra ekki, þá hafa margir af mestu tónlistarmönnum dagsins í dag, t.d. margir af þeim sem þú hlustar á, séð ástæðu til að gera tónlist vegna Black Sabbath og þess vegna hlýtur tónlist þeirra að skipa stóran sess í tónlistarheiminum og verður seint talin “ofmetin”
Og hana nú!
Bill Ward er líka betri söngvari en Ringo Starr! Maður heyrir það í It's Alright.
Ozzy hætti í Black Sabbath áður en Never Say Die var fullkláruð og þess vegna létu þeir Bill Ward syngja þar eitt lag og skelltu held ég inn einu instrumental til að fylla í skarðið.
0
0
Nei reyndar lét toni reka ozzy úr bandinu vegna þess að þeir hötuðu hvor annan. (tony lagði Ozzy i einelti)
In such a world as this does one dare to think for himself?
0
þetta var nú sona meira það að ozzy var alltaf handónýtur og þeir gátu ekki unnið með honum
þetta með að tony lagði ozzy í einelti var eikkað sem gerðist í barnaskóla
0
Jú það er reyndar rétt hann hætti ekki hann var rekinn. Hann var hættur að geta mætt á tónleika og lá alltaf handónýtur upp á hótelherbergi. Ég held að hefði Ozzy ekki verið rekinn, væri hann ekki á lífi í dag!
0
Sammála, en annars er “It´s Alright” á Technical Ecstasy, ekki Never Say Die… skiptir samt engu
0
já ég veit þetta kom soldið vitlaust út. It's alright er á Technical Ecstasy, svo var hann látinn syngja síðasta lagið á Never Say Die sem heitir swinging the chain, og lagið á undan því er instrumental!
0
Það re bara staðreynd að tony lagði ozzy ekkert bara í einelti í barnaskola. Hann fékk aldrei að ráða neinu í hljómsveitinni og þeir léku sér oft að því að berja hann. Hann bara þorði ekki að hætta í hljómsveitinni vegna þess að hann elskaði tónlistina og svo átti hann enga vini utan hennar. En þetta einelti gerði hann svo þunglyndan að hann byrjaði að drekka og dópa meira en nokkru sinni fyrr og þá fékk tony loksins góða afsökun fyrir því að reka hann vegna þess að hann vildi alltaf losna við Ozzy. Einfalt mál
In such a world as this does one dare to think for himself?
0