Fyrir þá sem ekki vita, þá er austurríska dauðarokksbandið Cadaverous Condition væntanlegt til landsins í lok maí og mun spila á tvennum tónleikum í Reykjavík. Þeir munu spila á Sólmyrkva metalfestinu, en 31. maí verður einmitt náttúrulegur sólmyrkvi á norðurhveli jarðar.

Fyrri tónleikarnir verða haldnir á Grand Rokk föstudaginn 30. maí og lænuppið þar verður:

Myrk
Shiva
Sólstafir
Cadaverous Condition
Forgarður Helvítis

Byrjar kl: 23.

Seinni tónleikarnir verða haldnir í Hinu Húsinu laugardaginn 31. maí og verður því ekkert aldurstakmark á þeim tónleikum. Þar koma fram:

Diminished
Lack of trust
Potentiam
Dark harvest
Changer
Cadaverous condition
Forgarður Helvítis

Byrjar kl 18 og stendur til 22.

Þess má geta að Shiva er að spila á sínum öðrum tónleikum síðan þeir komu saman aftur um síðustu helgi. Þeir spiluðu þá á tónleikum á Akureyri, ásamt Sólstöfum, Changer, Myrk, Dark Harvest og Delta 9.
Resting Mind concerts