Freak Kitchen er hljómsveit sem gítarsnillingurinn Mattias ?IA? Eklundh setti saman í byrjun síðasta áratugar. Mattias fékk til liðs við sig tvo aðra tónlistarmenn og saman gáfu þeir út sína fyrstu plötu, Appetizer, árið 1994. Þessari plötu var gríðarlega vel tekið af sænsku pressunni og var sveitinni veitt ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir hana. Þetta gerði það að verkum að haldið var út í stórt tónleikaferðalag, þar sem meðal annars var spilað á Hróarskelduhátíðinni árið 1995.
The Apple Horn
Hljómsveitinni var einnig gríðarlega vel tekið í Japan sem leiddi til þess að japanska gítarfyrirtækið Caparison Guitars setti sig í samband við Mattias og gerði við hann endorsement samning. Mattias á núna sinn eigin sérhannaða Caparison signature model gítar sem kallast ?The Apple Horn?.
Tengsl við Steve Vai
Mattias er mjög virtur gítarleikari og rekur sinn eigin gítarskóla undir heitinu Freak Guitar, sem er reyndar það sem spilastíllinn hans hefur einnig verið kallaður. Mattias er mjög eftirsóttur gítarleikari og kemur títt fram út um allan heim með sýnikennslu á gítarinn (hann heldur svokölluð guitar clinics) en 1995 gaf hann út kennslumyndband á gítar sem bar einmitt heitið Freak Guitar vol. 1.
Árið 1999 gaf hann svo út sólóplötu sem bar heitið Freak Guitar. Þessari plötu var mjög vel tekið og var sjálfur Steve Vai svo hrifinn af henni að hann ákvað að gefa hana út á sínu eigin hljómplötufyrirtæki í Bandaríkjunum sem kallast Favored Nations. Þess má geta að meðal hljómsveita á samning við það fyrirtæki eru t.d. The Yardbirds sem spiluðu hér á landi ekki alls fyrir löngu.
Útgáfumál
Freak Kitchen hefur gefið út fimm breiðskífur:
- Appetizer (1994)
- Spanking Hour (1996)
- Freak Kitchen (1998)
- Dead Soul Man (2000)
- Move (2002)
Eftir Mattias liggja svo eftirfarandi sólóverk:
- Freak Guitar vol 1, myndband (1995)
- Mr. Libido (1997)
- Freak Guitar (1999)
Hann er auk þess mjög vinsæll session gítarleikari og hefur leikið inn á nærlega 30 hljómplötur síðan 1987 með hinum ýmsu hljómsveitum/listamönnum út um allan heim.
Meiri upplýsingar
Heimasíða sveitarinnar. http://www.freakkitchen.com
Heimasíða Mattias IA Eklundh: http://www.freakguitar.com
Heimasíða Favored Nations: http://www.favorednations.com
Tóndæmi
af plötunni Move:
Nobody's Laughing - http://steini.skodun.is/hljod/Freak_Kitchen/Freak_Kitch en_-_Nobodys_Laughing-clip.mp3 (3,4 MB)
Propaganda Pie - http://steini.skodun.is/hljod/Freak_Kitchen/Freak_Kitch en_-_Propaganda_Pie-clip.mp3 (2,6 MB)
Video
Nobody's Laughing - http://steini.skodun.is/video/freak_kitchen_-_nobodys_l aughing.rm (Real Video, um 6,5 MB)
eða
http://www.eldh.com/nobodyslaughinghere.mov (Quicktime, 7,7 MB)
Resting Mind concerts