Fyrst heyrðist í Marilyn Manson árið 1989 í Suður-Flórída, Marilyn Manson heitir réttu nafni Brian Warner en hann og kollegi hans Daisy Berkowitz stofnuðu hljómsveitina Marilyn Manson and the Spooky Kids.Nöfnum þeirra var breytt og heitir Brian (Manson) eftir leikkonunni góðkunnu Marilyn Monroe og eftir fjöldamorðingjanum Charles Manson, Hljjómsveitin var fyrst skipuð svona : Manson (söngur) , Daisy Berkowitz (gítar) , Gidget Gein sem heitir eftir grafræningjanum geðveika Ed Gein spilaði á bassa og að lokum Madonna Wayne Gacy sem kom í staðinn fyrir gamla hljómborðsleikarann sem er ekki vert að telja upp því hann var svo stutt með Marilyn Manson and the Spooky Kids. En nú velta sumir fyrir sér “Var enginn trommuleikari ?”, svarið er nei ekki til að byrja með en þegar MM&tSK byrjaði þá var notaður svokallaður “trommuhaus” eða “Drum head” á ensku. MM&tSK opnuðu tónleika fyrir N.I.N eða Nine Inch Nails hljómsveitina góðkunnu og N.I.N voru mjög hrifnir og hjálpuðu þeim á svo marga vegu eða með því að redda tónleikum ofl.. Árið 1991 kom maður að nafni Sara Lee Lucas og kom í staðinn staðinn fyrir trommuhausinn. Marilyn Manson and the Spooky Kids urðu að nafninu sem við þekkjum Marilyn Manson. En um það tímabil urðu þeir fyrst frægir og unnu tvisvar í röð verðlaunin “Band of the Year”. Singlarnir Dope Hat, Lunchbox og My Monkey urðu frægir.
Árið 1993 var mjög annasamt ár þeir fengu samning frá útgáfufyrirtækinu Nothing og fengu að fara með N.I.N á tónleikaferðalag. Einnig gaf Marilyn Manson út fyrstu plötuna “Portrait of an American Family”. En Trent Reznor var producerinn. Í endann á 1993 gat Gidget Gein ekki meira á bassan því hann var orðinn of háður dópi og var orðinn tja aumingji ? En þeir fengu gott í staðinn þeir fengu Twiggy Ramirez, sem heitir réttu nafni Jeordie White og er frá Florida. En áður en Twiggy kom í Marilyn Manson var hann í Amboog-A-Lard sem var hljómsveit sem var á tónleikaferðalagi með Manson og N.I.N fyrir löngu. En já, Twiggy varð hægri-handar-maður Manson.
1994 var merkilegt ár fyrir Manson fjölskylduna, tónleikaferðalög með N.I.N um heiminn og fleira. Marilyn Manson var bannaður í Salt Lake City og var það í fyrsta sinn á ferli Warners sem hann var bannaður en hann hefur verið bannaður á ýmsum stöðum. En Brian Warner fékk að hitta Dr. Anton Szandor LaVey sem er svokallaður djöflaprestur eða biskup sem gerði Brian Warner að djöflapresti.
Árið 1996 hætti Daisy Berkowitz og í staðin kom maður sem verður héðan í frá minnst sem ZimZum. Árið 1996 gaf Marilyn Manson út sína aðra plötu og fékk hún titilinn Anticrhist Superstar. Þetta er að mínu mati besta platan sem Manson familyan hefur gefið út. Hún fékk mikla athygli en mest neikvæða því margir krakkar frömdu sjálfsmorð í kjölfar lagsins The Reflecting God sem er eitt besta lag sem Manson hefur samið.
Eftir 2 ár með Marilyn Manson fannst ZimZum komið nóg og hætti hann 18. júlí 1998, en hann hafði átt í rifrildum við Brian Warner og fannst líka tími til kominn að færa sig um set. En í hans stað kom John Lowery, betur þekktur sem John 5. En John var þá gítarleikari fyrir David Lee Roths eða DLR Band en hann hefur unnið með böndum eins og Red Square Black, foSTted, Ryan Downe, Wilson Phillips, Night Rangers, Two, Ozzy Osbourne, Raven Payne, One Way, Salt ‘n’ Peppa, kd lang, Pepperland, Lita Ford, Leah Andreone. En hjá flestum sem stúdíó gítarleikari. John 5 er mjög hæfileikaríkur gítarleikari en fær ekki að njóta sín nóg í tónlistinni hjá Marilyn Manson. En stuttu eftir að ZimZum fór og John 5 kom gáfu þeir út sína 3 plötu og fékk hún heitið Mechanical Animals, en þarna urðu brautaskil í tónlistarsögu Marilyn Manson og fékk þetta líka titilinn “Nýji Manson” því hún var meira “happy” og með meiri glamúr og svona meiri kókaín-fílingur yfir henni. En líka í kjölfar plötunnar lögsótti Daisy Berkowitz Marilyn Manson og sagðist eiga eitthvað af þessu efni sem var á plötunni. En líka gáfu þeir út tónleikadiskinn The Last Tour on Earth og líka út á VHS, held líka á DVD
En árið 2000 gáfu þeir út sína 4 plötu og fékk hún titilinn Holy Wood (In the shadow of the valley of death) sem er mjög góð plata og í kjölfarið fylgdi DVD diskur sem ber heitið Guns, God and Government. Fékk líka Manson mikla gagngrýni á hulstrið sem sýnir hann Brian krossfestan og kjálkalausan. Og hefur platan verið bönnuð í ýmsum löndum.
En líka varð eitthvað vont að fylgja með og þá hætti Twiggy en það var á miðju árinu 2002 í miðjum upptökum á nýja disknum The Golden Age of Grotesque, en Twiggy sem gat ekki fundið sig sem part af þessu nýja stíl Warner's og hætti, en síðan eftir það fengu þeir bassaleikarann Tim Skold sem hafði verið með þeim örlítið í hljóðblöndum á plötunni.
Munið að diskurinn Golden Age of Grotesque kemur út 12.05.03 og ætla ég að verða einn af þeim fyrstu til að kaupa hann, það fylgir líka DVD diskur með bíómynd sem Brian skrifaði og leikstýrði sjálfur. Þið getið hlustað á diskinn hérna : http://www.skifan.is/skifan/default.asp?ArticleID=648&l ang=is en hljóðgæðin þarna eru ekkert til að hrópa húrra fyrir en ég ætla að var ykkur við að svona verður platan EKKI.
————————————
Takk fyrir,
BruskR