Árið eftir, 1986, breyttist svo hljómsveitin þar sem Marcus og Thomas fóru og í staðinn komu Christoff Theissen (gítar) og Hans-Peter Frey (trommur). Saman gáfu þeir út aðra demoplötu, Batallions of Fear, sem vakti mikla athygli í Þýskalandi og No Remorse útgáfufyrirtækið gerði við þá samning um útgáfu fyrstu plötu þeirra.
Nú mætti Thomas Stauch aftur á trommurnar og Marcus Siepen tók við af Christoff Theissen sem rytma gítarleikari. Þar var svo komin lokauppstilling hljómsveitarinnar sem stendur enn þann dag. Einnig breyttu þeir um nafn í Blind Guardian, sem þeim þótti eiga betur við miðalda-ævintýra texta þeirra. Nú gáfu þeir út plötuna Batallions of Fear sem innhélt öll lögin af af seinni demoplötunni ásamt laginu Halloween af fyrri demoplötunni en þeir breyttu nafninu í Wizard’s Crown. Platan kom út árið 1988 og vakti verskuldaða athygli sem sýndi vel hæfileika hljómsveitarinnar. Þessi plata er í miklu uppáhaldi hjá mér og þótt hún sé frekar hrá miðað við seinni verk er hún mjög þétt og inniheldur m.a. meistarverkið Majesty.
Ári seinni hófu þeir svo upptökur á annarri plötu hljómsveitarinnar sem bar nafnið Follow the Blind. Á þessari plötu var enginn annar en Kai Hansen, fyrrverandi gítarleikari Helloween, gestur sem var mikill áhrifavaldur á BG. Kai spilaði í lögunum Hall of the King og Valhalla ásamt því að syngja með Kursch á Valhalla. Valhalla varð svo fyrsti smellur hljómsveitarinnar og er eina lagið af fyrstu tveimur plötunum sem þeir taka á tónleikum í dag. Follow the Blind er mjög svipuð Battalions en er samt örlítið betri að mínu mati. Fyrstu tvær plöturnar skiptu hljómsveitina miklu og gerði hana að þekktu nafni í Þýskalandi og voru grunnur þess að sveitin gæti fært út kvíarnar.
Það var svo árið 1990 að þeir gáfu út sína þriðju plötu Tales from the twilight World. Hér bar við nýjan tón þar sem fóru úr hráum speedmetal í meiri melodíur, öflugri hópsöng og þéttari gítarriff. Hraðinn var þó hvergi farinn og þessi nýi stíll ásamt sérstökum söngstíl Hansi Kurch gerði þá þekkta um allan heim. Þetta var augljóslega þeirra besta plata hingað til þar sem hvert snilldarlagið rak á fætur öðru og ýmis ógleymanleg komu fram (t.d. ballaðan Lord of the Rings).
Margir biðu spenntir eftir næstu plötu snillinganna og veltu fyrir sér hvort þeir gætu haldið dampi. Það gerðu þeir vissulega og árið 1992 gáfu þeir út plötuna Somewhere Far Beyond undir nýju útgáfufyrirtæki, Virgin, sem þeir höfðu samið við i september 1991. Platan sló í gegn og BG lagði ennþá meiri áherslu á melodíur ásamt því að tengja heavy metal meira við klassíska tónlist. Þessi plata inniheldur mörg af þeirra bestu verkum og lagið The Bard's Song - In The Forest er ávalt sungið í gegn af aðdáendum á tónleikum. Það var svo í desember sama ár að þeir tóku upp live plötu í Japan sem bar nafnið Tokyo Tales.
Árið 1994 urðu svo breytingar þegar þeir skiptu um producer og fengu til liðs við sig fyrrum Metallica kempuna Flemming Rasmussen sem allir ættu að kannast við. Ári seinna gáfu þeir svo út plötuna Imaginations from the other Side. Á þessari plötu er ennþá lögð meiri áhersla á melodíur og hópsöng ásamt því að nota mikið acoustic kafla. Platan gerði BG heimsfræga og var oft það fyrsta sem fólk heyrði með þeim. Þessi plata er að mínu mati þeirra besta verk og sameinar vel allt sem þeir standa fyrir; öflugarn hópsöng, fallegar melodíur, kraftmikinn takt og stórkostleg gítarsóló.
Ári seinna, eða árið 1996 gáfu þeir svo út Forgotten Tales sem inniheldur ýmis coverlög og aðrar útgáfur af eldri lögum. Það var svo árið 1998 að þeir gáfu út plötuna Nightfall in Middle Earth sem byggð er á bókinni The Silmarillion eftir John Ronald Reuel. Þessi plata kemur sífellt á óvart þar sem engin tvö lög eru á svipuðum nótum ásamt því að á milli laga eru stuttir leiknir kaflar. Lögin eru frábær en þessir leiknu kaflar verða mjög þreytandi eftir nokkur skipti og það dregur plötuna dálítið niður að mínu mati. Það var þó eftir þessa plötu að BG fengu tækifæri til að spila í Suður Ameríku þar sem þeir fylltu fjölda tónleika. Eftir tónleikaferðina skaddaðist Hansi Kursch á eyra sem olli því að hann þurfti að taka sér frí frá tónlist í nokkurn tíma.
Um mitt ár 1999 hafði Kursch náð sér að fullu og fór að vinna að hliðarverkefni með Jon Schaffer gítarleikara Iced Earth. Saman gáfu þeir út plötu árið 2000 undir nýrri hljómsveit Demons & Wizards. Nú tóku BG svo upp þráðinn aftur og árið 2002 gáfu þeir út sína nýjustu plötu A Night at the Opera. Þeir hafa engu gleymt en samt kveður við aðeins nýjan tón og hraðinn ekki alveg eins áberandi ásamt því að aukinn symphonískur blær sé yfir lögunum.
Það er ekki nema um eitt og hálft ár síðan ég byrjaði að hlusta BG en í dag er þetta ein af mínum uppáhalds hljómsveitum og fékk mig til að hlusta á nýjan metal. Það sem stendur náttúrlega uppúr er frábær söngur Hansi Kursch og ótrúlegur trommutaktur Thomas Stauch. Ég er kominn á þá skoðun að Thomas Stauch sé bara sá besti trommuleikari sem ég hef heyrt í og hraðinn hjá honum er hreint ótrúlegur, sérstaklega á bassatrommunum. Síðan má ekki gleyma gítarsnillingunum Andre Olbrich og Marcus Siepen sem taka saman mörg frábær gítarsóló.
Blind Guardian er topp metalband sem ég mæli með að allir sem fíla t.d. Iron Maiden, Queen og Helloween kíki á.
Heimildir:
http://www.blind-guardian.com
http://www.paticik.com
[utl]http://www .sing365.com
http://www.metalprovider.com
I WAS BORN FOR DYING!