Þar sem ég sit hérna klukkan hálf fimm á miðvikudegi með ekkert betra að gera ákvað ég að skella saman einu stykki grein um það sem ég er að hlusta á dagana.
#1 Atreyu - Suicide Notes and Butterfly kisses
Suður Kalifornískt Harcore eins og það gerist best.
Var bent á þessa sveit af bandarískum kunningja mínum sem hljóp heim til sín af tónleikum með þeim til að benda mér á þá, ég ákvað að skella mér á gripinn og guðir mínir almáttugir ég hef varla getað hætt að hlusta á hann.
Hann byrjar af krafti, blandar síðan saman melódíu á mjög skemmtilegan og að mér finnst frumlegan hátt og nær að halda dampi út hinn 10 laga disk.
8,5/10 mögulegum hér
#2 Norther - Mirror of Madness
Finnar eru kannski ekki sú þjóð sem manni dettur fyrst í hug þegar maður hugsar um skandínavískan metal, en það er einmitt þjóðin sem verpti út úr sér Norther.
Ég hef verið aðdándi þeirra síðan ég hlustaði fyrst á fyrri disk þeirra “Dreams of an endless war”, og brást þessi diskur mér engan vegin, þvert á móti byggði hann á því sem þessir Finnsku Thrash-arar höfðu byrjað á með fyrri breiðskífunni þeirra.
Gott production, kyngimögnuð riff og hrá öskur, allt sem ég þarf til að vekja mig á morgnana.
8/10 mögulegum
#3 Naglfar - Sheul
Verð nú að viðurkenna að þegar það kemur að black metal (eða blackdeath eins og þeir kjósa að kalla sig) er ég enginn rosa aðdándi. Þessi plata gerði lítið til að breyta áliti mínu á því.
Frá fyrsta sekúndu heyrði ég ekkert sem ég hef ekki heyrt 100x áður, sömu riffin, sama trommu takturinn. Eftir tvö lög var ég farinn að geispa og pæla hvar ég hafði set Atreyu diskinn.
Samt held ég að þeir sem fíli þessa tegund metals verði ekki fyrir þeim vonbrigðum sem ég varð fyrir og fyrir þá er þetta hinn eigulegasti gripur.
6/10 mögulegum
<a href="http://www.atreyurock.com“> Atreyu </a>
<a href=”http://www.norther.net/“> Norther </a>
<a href=”http://naglfar.rocks.it/"> Naglfar </a>
Aðalástæðan með þessari grein er álit ykkar með-hugara á þessum annars ágætu hljómsveitum.
Allt sem á undan er komið er einungis mitt álit og er ég engan vegin fær um að dæma hluti frá öðru sjónarhorni en mínu eigin.
Kveða
WoG