“Gripping the wheel, his knuckles went white with desire! The wheels of his Mustang exploding on the higway like a slug from a 45. True death… 400 horsepower of maximum performance piercing the night… this is black sunshine…”
Leður-viskí-stera-bensín-bringuhára-þorramats-handl eggsbrjóti metall… Það yrði held ég bara til að æra óstöðugan að reyna að skilgreina tónlist White Zombie, Rob sjálfur orðaði það eitthvað á þessa leið “Ímyndaðu þér stórt skrímsli með tunguna hangandi úti, slefandi, að keyra stóran bíl…” jamm einmitt?!?!
Ég man ekki alveg hvenær ég heyrði fyrst í White Zombie (WZ héðan af), held það hafi annað hvort verið á Airheads soundtrackinu (JÚ VÍST ER AIRHEADS GÓÐ MYND!!!) eða á fyrri Nativity In Black tribute diskinum, hvort sem það var þá allavega fannst mér þetta mjög töff þannig ég pantaði mér La Sexorcisto frá kanaríkjunum. Long story made short þá hreiðruðu ofursvöl sömpl og grípandi töffara riff WZ liða um sig í heilahvelinu mínu og sitja þar sem fastast þrátt fyrir ítrekaðar árásir áfengis og lítillar notkunnar á gráa gummsinu. Þannig ég hugsaði með mér að fyrst ég hefði ekkert skárra að gera væri tilvalið að henda smá grein þeim til heiðurs á huga og fá þá kannski einhverja til að endurnýja kynni sín af þeim eða jafnvel fá einhverja af yngri metalhausunum til að kynna sér tónlistina þeirra… so let’s roll…
Rob Zombie (fæddur Robert Cummings, 1966, MA) flutti til NY daginn eftir útskrift úr framhaldsskóla og kynntist þar kærustunni sinni Sean Reynolds (sem fór seinna að kalla sig Sean Yseult, bassi) við vinnu hjá klámritinu Celebrity Sleath þar sem hann var að vinna við uppsetningu og ýmislegt. Hann vann líka við listræna stjórnun við Pee Wee’s Playhouse sjónvarpsþættina, ég las viðtal við hann þar sem hann sagði að Pee Wee hafi ekki oft verið að rúnka sér á settinu en ég trúi því ekki.
En þau stofnuðu allavega hljómsveitina árið 1985 og skýrðu hana eftir mynd frá árinu 1933 með Bella Lugosi (fyrir þá sem ekki vita þá er Rob mikill fan um gamlar hryllings og sci-fi myndir ásamt því að vera mikið fyrir teikimyndir). Þau fengu að lokum til sín gítarleikarann Tom Guay og Ivan de Prume á trommur.
Svona skipuð gaf hljómsveitin út eitthvað af sjitti, það fyrsta var plata sem hét “Gods On Voodoo Moon” (ep) sem kom út 85, þessi plata var gefin út í 300 eintökum á Silent Explosion en sagan segir að Rob eigi 200 eintök af þessum 300 heima hjá sér. 86 gáfu þau út “Pig Heaven” (ep)… B.T.W. þá kallaði Rob sig Rob Starker á þessum tíma og á plötu sem hét Psycho-Head Blowout, 87 (ep) þá er artworkið eftir hann á bakinu áritað “Starker”. Næst kom út LP plata með þeim á árið 87 sem hét “Soul-Charger”, hún hefur bara komið út á vínil og er að sjálfsögðu orðin löngu ófáanleg þannig ef þú átt hana þá óska ég þér bara til hamingju með það.
1989 var Tom rekinn á dyr og John Ricci fenginn sem gítarleikari en hann hætti fljótt þannig Rob fór að leita að nýjum gítarleikara og fann hann í gegnum afgreiðslumann í einhverri myndasögubúð… sá maður var Jay Noel Yuenger (oftast bara kallaður J).
Lokabreytingin á hljómsveitini var svo að Ivan de Prume var skotið á sporbaug um jörðu enda með hálfvitalegt nafn (allir í hljómsveitinni halda sig allavega fast við þá sögu að honum hafi verið skotið á sporbaug og ég sætti mig alveg við þá útskýringu). Í staðinn fengu þau John Tempest fyrrum trommara Testament, en hann spilar enn þann dag í dag með Rob.
Í þessu formi gaf hljómsveitin frá sér plötuna Make Them Die Slowly árið 89 á Caroline Records, Rob segir þessa plötu illa pródúseraðann viðbjóð og hún hafi í raun aldrei átt að fara eitt eða neitt, þetta hafi bara verið eitthvað crap sem þau voru þvinguð útí af útgáfufyrirtækinu án þess að vera með neitt efni og í raun frekar stefnulaus að reyna að vinna sig útúr NY noise senunni.
Eftir einhverjar sálarleitanir og samning við Geffen þá duttu þau greinilega niður á eitthvað merkilegt og árið 1992 kom út stórsnilldin “La Sexorcisto: Devil Music Volume One”… nógu mikið af sömplum til að gera hvaða lagadeild sem er óða af áhyggjum útaf höfundarréttamálum blandað við trukkfylli af þykku pungháragítarrokki sem gæti fengið eistun til að síga á hverjum sem er.
Í kjölfarið byrjuðu þau að spila á tónleikum eins og moððerfokkerar (ekki það að moððerfokkerar spili mikið mikið á tónleikum, allavega utan suðurríkjana, sérstaklega þar sem moððerfokker er tæplega orð). 350 tónleikar á 2 árum og mikil auglýsing í Beavis og Butthead urðu til þess að La Sexorcisto fór að seljast vel og WZ komst á spjöld metal sögunar.
"Astro-Creep 2000 – Songs Of Love, Destruction And Other Delusions Of The Electric Head” kom út 95 og ég gleymi því aldrei að mér leið eins og það hefði flutningalest komið og keyrt í gegnum stofuna heima, þvílík var upplifunin að hlusta á diskinn í fyrsta skipti… þarna voru þau búin að fullkomna hljóðið, fleiri sömpl, harðari metal, þetta virkaði allt! Platan rauk út, þau voru komin með grammy verðlaun og allt var að virka.
“Supersexy Swingin’ Sounds” kom svo út árið 96 og hafði að geyma remix á lögunum af Astro-Creep, að mínu mati ljómandi fín plata sem varð allavega að stórum hluta til þess að ég fór að gefa danstónlist séns… for better or worse.
En eins og með flest alla góða hluti þá hlaut þetta að taka enda og þau hættu og Rob fór sólo hin fóru bara aðallega norður og niður…
Rob Zombie fór reyndar að gera tónlist með Lionel Richie… VOTT ÐE F**K!
En sona í alvöru tala þá hef ég mikið álit á Rob Zombie bæði sem listamanni og tónlistarmanni og hlusta jafnvel á góðum dögum á fyrstu sólóplötuna hans og held að þeir sem ekki hafa kynnst White Zombie ættu að gera það sem fyrst því þeir eru að missa af miklu.
Örfáir puntkar um White Zombie:
- “Real Solution #9” á Astro-Creep var sungið í gegnum 10$ Power Rangers talstöð.
- “I’m Your Boogieman” lagið sem þeir lögðu til á Crow: City Of Angels soundtrackinu er cover á KC & The Sunshine Band lagi…
- Það er Iggy Pop sem talar inn byrjunina á “Black Sunshine”, þeir höfðu áður leitað til William Shatner, Christopher Lee o.f.l.
- Rob Zombie teiknaði ofskynjunar atriðið í Beavis & Butthead myndinni.
- Uppáhalds teiknimyndahetja Rob er The Thing, aðallega vegna þess að hann reykti vindil og átti sexy blinda kærustu.
- Rob Zombie action fígúran frá McFarlane Toys er ein mest selda varan þeirra.
Anyhow, vonandi hafði einhver það af að lesa í gegnum þetta og jafnvel hafði eitthvað gaman af. Lokaorðið fær Rob þar sem hann er að svara því hvað honum þætti um það að tónlistin hans væri leibeluð satanísk og hefði vond áhrif á ungt fólk: “A typical thing our government likes to do is to find something simple to blame and say, ´Ooh, satanic heavy metal – that’s the cause!´ Nothing to do with the kid being an alcoholic and crack user! IT’S HIS JUDAS PRIEST ALBUM!!!”
Heimildir:
www.robzombie.com
Heilabú höfunda