Tónleikar í Iðnó, miðvikudaginn 7. maí.

GIVE UP THE GHOST – USA, Boston Hardcore. Intense.
MAUS – Kóngarnir. Nýtt awesome efni.
I ADAPT – Hardcore ofvirkni. Riot.
ANDLÁT – Murder Metal
DYS – punk/hc, suddi og gleði.

Meiri upplýsingar í eftirfarandi texta.

Frá Birki Viðari, söngvara I Adapt:

Blessuð öll sömul. Djöfull er veðrið að meikaða!

Eins og allir vita, þá eru meistarar GIVE UP THE GHOST á leið til landsins. Ef þú vissir þetta ekki þá hefur þú væntanlega búið undir grjóti upp á síðkasti. Hér er um að ræða eitt af áhrifamestu hljómsveitum hardkorsins síðustu 5 árin. Mikill fengur í að fá svo alvöru band sem eru virtir um allan heim og þeim hlakkar fáránlega mikið til að spila fyrir okkur. Eins gott að allir mæti. Klikkað tónleikaband sem enginn ætti að vera svikinn af. Eitthvað fyrir alla sem fíla harða tónlist.

Diskurinn frá Give Up The Ghost – Year One, fæst hérna: gagnaugadhc@yahoo.com KAUPA!

Það er ansi mikið mál að halda svona tónleika, flytja inn erlent band og láta hlutina ganga upp. Þar komið þið inn. Án ykkar er svona framkvæmd hvorki fugl né fiskur. Það er mikilvægt að allir mæti og dragi sem flesta með sér svo þetta gangi. Þannig styrkjum við menninguna, tónleikahald og hljómsveitirnar ásamt því að koma Íslandi almennilega inn á kortið.

Til þess að þessu upplifun og þetta framtak gangi almennilega upp þá þurfum við ykkar hjálp!!
Það er auðvelt að hjálpa. Þarf ekki mikið til. Every effort counts! Hér að neðan eru leiðir til að gera gæfumuninn. Við vonum svo sannarlega að þið takið þátt í þessu.

1. Plöggið tónleikana með því að tala um þá í ykkar umhverfi. Segið öllum frá þessu og hvetjið fólk sem kemur venujulega ekki á “harða tónleika”, til að mæta og upplifa það sem okkur þykir svo vænt um. Reynið af fá sem flesta til að koma!
2. Ef þið eruð mikið á netinu, inn á spjalltöflum, ircinu, msn o.s.fr., látið fólk vita þar. Skrifið upplýsingarnar.
3. Ef þið eruð með ykkar eigin email póstlista/address book, sendið tilkynningu um tónleikana!
4. Ef þið haldið úti heimasíðu – plöggið þetta þar.
5. Ef þið eruð xtra áhugasöm… Gerið ykkar eigin auglýsingar. Be creative ;)
6. Og hérna kemur eitt af því mikilvægasta: farið á eftir farandi slóðir á netinu til að fá upplýsingar! Farið á þessar slóðir (fyrir neðan) og prentið út ykkar eigin plaggöt, prentið út dreifimiða, ef þið getið – ljósrita og fjölfalda… Þó að þið getið ekki prentað/ljósritað mikið, þá skiptir hver auglýsing/dreifimiði máli.

http://www.dordingull.com/tonleikar (upplýsingar, tóndæmi, plaggat/dryfimiði)

http://www.geocities.com/eva_hufa/flyer.html (plaggat/dreifimiði… flott)

http://www.dordingull.com/taflan/viewtopic.php?t=20 18&start=0 (upplýsingar, myndir, umræða)

http://www.dordingull.com/taflan/viewtopic.php?t=10 18&start=0 (upplýsingar, umræða)

VERIÐ DUGLEG AÐ PLÖGGA ÞETTA Í SKÓLUNUM


Hengið þetta upp í ykkar nánasta umhverfi (skólum!, vinnu, þar sem þið stundið ykkar áhugamál etc.) og prangið dreifimiðum að fólki og skiljið þá eftir á fjölförnum stöðum.

Þetta með prófin. Ok, það er leiðinlegt að vera í prófum. En engum er hollt að liggja inn í herbergi 24/7 og myggla í bókum. Í bók fá Mentamálaráðuneytinu varðandi námstækni þá er mælt sterklega með því að taka sér reglulegar og góðar pásur til að fá heilann í lag. Planið fram í tímann og takið ykkur pásu þetta kvöldið ;) Ekki missa af þessu. Og gangi ykkur vel í prófunum.


Þetta getur skipt sköpum og gert tónleikana af frábærri upplifun og allir verða sáttir! Svona styrkjum við menninguna/senuna og gerum okkur kleyft að láta fleiri og betri hluti gerast. Þetta á líka við um tónleika með einungis íslenskum hljómsveitum. Það er mikilvægt! Ef þetta heppnast þá munu hágæða hljómsveitir koma reglulega á vegum Gagnaugans og vonandi fleiri aðila, á sama tíma og við höldum þessu óháðu ytri peningaöflum.


The skinny:

GIVE UP THE GHOST – USA, Boston Hardcore. Intense.
MAUS – Kóngarnir. Nýtt awesome efni.
I ADAPT – Hardcore ofvirkni. Riot.
ANDLÁT – Murder Metal
DYS – punk/hc, suddi og gleði.

STAÐSETNING: Iðnó (leikhúsið) við Tjörnina, rétt hjá Ráðhúsi Reykjavíkur.

DAGSETNING: 7. maí, 2003

TÍMI: Hús opnar klukkan 18:00, byrjar ekki seinna en 19:00 – Allir ná í strætó og verða komnir á góðum tíma heim. Ekkert after midnight bull.

ALDURSTAKMARK: Fokk aldurstakmörk!!! Ekkert aldurstakmark!

KOSTAR: 1000kr,

FJÖLBREYTTIR TÓNLEIKAR!


KÆRAR ÞAKKIR. Vonandi verður vel tekið í þetta. Áframsendið þennan póst. Sjáumst öll, 7. maí!!

GAGNAUGAD
Resting Mind concerts