Iron Maiden- Virtual XI Jæja.
Iron Maiden er ein af mínum uppáhaldshljómsveitum… en hvað voru þeir að pæla hér!? Fékk Blaze Bayley að ráða miklu á þessum disk? Èg trúi ekki öðru. Og coverið er líka hrikalega ljótt! Fékk þennan merkisdisk í afmælisgjöf frá vini mínum fyrir nokkrum árum. Ekki slæm gjöf hehe!


Hér er lagalistinn:
1. Futureal (Bayley/Harris) - 2:55
2. The Angel and the Gambler (Harris) - 9:52
3. Lightning Strikes Twice (Harris/Murray) - 4:50
4. The Clansman (Harris) - 8:59
5. When Two Worlds Collide Murray / Bayley / Harris /6:17
6. The Educated Fool (Harris) - 6:44
7. Don't Look to the Eyes of a Stranger (Harris) - 8:03
8. Como Estais Amigos (Bayley/Gers) - 5:30


Futureal.

Geðveikt teiknimyndalegt lag eitthvað. “Do you believe what you hear?….. Can you believe.. .what is real Futureal hey!” Bara asnalegt lag sem á ekki heima með öðrum Iron Maiden lögum.

The Angel and the Gambler

Nokkuð fjörugt bara. Svo kemur kaflinn þegar Blaze fer að syngja: “Don´t you think I can save you, Don´t you think I can save your live” Og maður hugsar “NEI!” Byrjar ágætlega en “Don´t you think I can save you” kaflinn er lélegur.

Lighting strikes twice.
Byrjar á angurværu gítarspili. Svo byrjar lagið. …“Is it the roar in the thunder that scares you… but all I know I sit in a corner alone it takes me back to my childhood again” Svo byrjar hann eftir nokkrar línur. “Maybe lightning strikes twice!” Og þvílíkt sóló í framhaldi. Þetta er fínasta lag :)
The clansman
Hehe greinilega nýbúnir að sjá Braveheart hér. Byrjar rosadramantískt og heldur áfram þannig og til að toppa allt þá hrópa þeir: “freedom freedom!” “No no we can´t let them take anymore we´re the land of the free!” Hehe voru þeir ekki að djóka!?

When two worlds collide

Hér bregður Baley sér í hlutverk stjörnufræðings. ÒNEI!
“Now I can´t believe it´s true and I don´t know what to do for the hundredth time I check the declination…. there are no errors in the calculation” Shit hann uppgötvar að einhver pláneta er að fara að klessa á okkar ástkæru Jörð! “When two worlds collide, the anger and the pain of all those who remain!” (huhh ég héld að enginn myndi lifa af) Bráðfjörugt lag.


The Educated fool

Hér ræður dramatíkin ríkjum…. Èg skil ekki alveg hvað Baley er að rugla hér. “I want to see and feel my world turn” Ì þessu lagi kemur svona hópsöngur eins og í Clansman: “Time will go and I will follow!” Og að sjáflsögðu taka þeir geðveik sóló hér. Hó hó!

Don't Look to the Eyes of a Stranger

Harris samdi hér texta um það hvernig maður á að hegða sér er nóttin skellur á. “..Don´t look to the eyes of a stranger, somebody´s watching when the night goes down” Og hversu dramatískir geta drengirnir verið! Með einhvert orgel og læti! “Don´t look to, Don´t look to, Don´t look to, Don´t look to!!!” Gítarsóló! Svo hægist lagið aftur.. og Baley með sama textann aftur og aftur. En bestur er endirinn “Don´tlooktotheeyesofastranger!(í einu orði nánast)

Como estais amigos

Hmm hverjir sömdu þetta lag? Jú Blaze Baley og Janick Gers! Glatað lag alveg! Fyrir utan gítarsólóið náttúrulega. Hér eru þeir að prófa sína frábæru spænsku. ”No more tears, No more tears, if we live for a hundred years amigos no more tears!" Heh kemur mér alltaf í gott skap að heyra asnalegan texta.

Virtual XI fær **(*) (eina fyrir asnalegheit og skemmtanagildi).

-Kreato
“spurningin er ekki hvad maður getur… heldur hvað maður gerir!” (Purrkur pillnikk, Einar Örn)