Line-Up:
Glen Benton: Söngur/Bass
Brain Hoffman: Gítar
Eric Hoffman: Gítar
Steve Asheim: Trommur
Plötur:
Deicide (1990), Roadrunner Records
Legion (1992), Roadrunner Records
Amon: Feasting The Beast (1993), Roadrunner Records
Once Upon The Cross (1995), Roadrunner Records
Serpents Of The Light (1997), Roadrunner Records
When Satan Lives – Deicide Live (1998), Roadrunner Records
Insineratehym (2000), Roadrunner Records
In Torment, In Hell (2001), Roadrunner Records
Upp úr ’86 til ’93 var thrash metalið dautt og “death” metal tók við, og urðu Flórída og Stokkhólmur á stuttu tímabili höfuðborgir dauðarokksins. Frá Stokkhólmi risu melódískari hljómsveitir en þær frá Flórída, en voru þær samt sem áður harðari en þær sem eru allsráðandi í sænsku dauðarokki í dag. Hljómsveitir á borð við Dismember, Entombed, Hypocrisy og Unleashed gerðu byltingu er plötur eins og ‘Left Hand Path’ með Entombed, ‘Like An Ever Flowing Stream’ með Dismember og ‘Where No Life Dwells’ með Unleashed kom út á sínum tíma. Er Entombed og Dismember stigu á svið gerðu þeir áhorfendur eins æsta og múgur getur orðið, en þegar Unleashed lögðu sviðið undir sig tók þá oft á milli laga meistarinn Johnny Hedlund, söngvari sveitari til máls um hvernig heiðið fólk ætti leggja kristna trú niður – og telja sumir metalhausarnir þetta vera uppsretta heiðni í þungarokki (þó að ég telji Bathory vera upphafsmenn þess). Þegar söngvari Hypocrisy, Peter Tagtgren dvaldist í Flórída í stuttan tíma ´87-’88 sneri hann aftur til Svíþjóðar gjörbreyttur og ákveðin í að feta í fótspor Chuck Schuldiner og aðra leiðtoga Flórída senunar og stuttu síðar kom hann á fót með nokkrum öðrum aðilum í Svíþjóð byltingu í þungarokki. En þetta hófst allt saman í Flórída nokkrum árum áður þegar hljómsveitir eins og Morbid Angel (er þeir gáfu út ‘Altars Of Madness´1988), Possessed (er þeir gáfu út ‘Seven Churches’ 1985), Death (er þeir létu í sér heyra með ´Scream Bloody Gore’ árið 1987) og seinna Deicide (með fyrsta demo sínu, ‘Amon: Feasting The Beast’ og fyrstu þrem plötum þeirra, ‘Deicide’ (1990), ‘Legion’ (1992) og ‘Once Upon The Cross’(1995)) létu fyrst í sér heyra.
‘Once Upon The Cross’ er fyrsta plata Deicide sem hefur frábært sánd, en tekst samt að halda sér frá allri markaðssetingu sem yfirtók senuna snemma á tíunda áratugnum. Eins og fyrri verk þeirra, er ‘Once Upon The Cross’ slétt undir 30:00 mínutur á lengd og er það ótrúlegt hvernig tónlist getur náð manni svo vel á svona skömmum tíma. ‘Once Upon The Cross’ er einnig fyrsta tilraun Deicide inn á alþjóðlega markaði, en Deicide var hjá stærsta fyrirtækinu miðað við aðrar death metal hljómsveitir, Roadrunner Records – en hrátt sánd fyrstu tveggja platana og yfirlýsingar Glenn Bentons, söngvara og bassaleikara hljómsveitinnar sem studdu ofbeldi gegn dýrum voru miklar hömlur í vegi Deicide inn í stórar plötubúðir. Beðið var eftir ‘Once Upon The Cross’ með svolitli eftirvæntingu, vegna þess að hljómsveitinn túraði ekki fyrr en eftir að hafa gefið út seinni plötu sína ‘Legion’, árið 1992. Á fyrstu vikum túrsins spiluðu þeir í Osló, Noregi, og margir í ‘The Black Circle’, eða ‘Svarta Hringum’, samtök sem samanstóðu af Black Metal hljómsveitum í Noregi (þekkt fyrir að hafa átt aðild að morðum á saklausu fólki og komið af stað bylgju sem hefur leytt til eyðileggingju á meira en 80 kirkjum víðast hvar í heiminum), mættu á tónleikana og samdi þeim ágætlega við Benton. Nokkrum dögum síðar spilaði hljómsveitinn í Svíþjóð. Fáeinum mínutum áður en hljómsveitinn átti að stíga á svið, sprakk sprengja á sviði meðan opnunarhljómsveitinn Gorefest var að klára - enginn meiddist alvarlega, en margir særðust þó eitthvað. Í fyrstu voru meðlimir í samtökum ´Svarta Hringsins’ í Svíþjóð grunaðir um aðild að atvikinu, annaðhvort með meintri áras gegn Benton, en líklegra var þó að þeir beintu árásini gegn Gorefest, sem er politically-correct death metal hljómsveit. Stuttu síðar fékk Benton hótunarbréf frá róttækum anti-vivisectionist (dýraréttinds-sinnðum) samtökum, Animal Militia. Fyrstu orð bréfsins voru : “Stockholm was just a taste of what is to come”. Benton gerði margvíslegar tilraunir til að leita til lögreglunar, en það gekk mis-vel fyrir sig, vegna þess að Benton var þekktur sem sannur satanisti sem var sagður stunda dýra-fórnir í djöfulegum-athöfnum sínum. Animal Miltia voru semsagt ekki að gera þetta upp úr þurru en ekkert fleira hefur heyrst frá samötkunum í garð Bentons, og er málið óleyst í dag.
Platan sjálf finnur næstum því upp á nýjum tónlistarstíl, því að á ‘Once Upon The Cross’ heyrist margt sem hafði ekki heyrst áður – double bass tromman er stöðug og gítar-tempoinn er öll makalaus og gerir plötuna svolítið ólíka fyrri verkum Deicide. Tónlistarlega séð hafði hljómsveitinn þrokast á flestum sviðum, en texta-fóðrið sjálft hafði breyst lítið alveg síðan á demo dögum bandsins – ef litið er á suma titla plötunar, ‘Christ Denied’, ‘When Satan Rules His World’, ‘Kill The Christian’, ‘Trick Or Betrayed’, ‘They Are The Children Of The Underworld’ og ‘To Be Dead’ (ef maður bætir við titlaginu og lögunum ‘Confessional Rape’ og ‘Behind the Light Thou Shall Rise’ er lagalistinn fullkomanður). Deicide komast hér upp með margt. Enginn hljómsveit gæti sloppið með skrekkin svona léttilega með svona gróft plötu-cover, og sloppið við ásakanir um að vera “sell-out” með svona fínt sánd. Deicide er samt sem áður ein af þeim:
01. ‘Once Upon The Cross’
Eitt besta lag plötunar, lag sem hljómar örugglega vel live og lag sem er örugglega gaman að covera einhvern tíman. Kemur manni vel af stað inn í það sem koma skal á disknum.
02. ‘Christ Denied’
Eitt af fáaum Death Metal lögum sem mundi kallast grípandi, en gitarriffið er jafn grípandi og það er þungt (virkilega grípandi mundi ég þá segja).
03. ‘When Satan Rules His World’
‘When Satan Rules His World’ er sennilegast lagið sem einkennir Deicide best. Með þessu lagi sem singul létu Deicide frekar af sér vita en þeir höfðu áður gert, og þó að mamma og pabbi vita sennilegast ekki hverjir þeir eru (ef litið er framhjá Stokkhólms atviknu sem var eitthvað í fjölmiðlum), ættu flestir sem eru óháðir tónlistarsmekk annara að kannst við þetta lag.
04. ‘Kill The Christian’
Leiðinlegasta lagið á plötunni að mínu mati, en samt er þetta fallegur boðskapur. Það er alhæfing að segja að dauðarokk sé bara öskur, en þetta lag gerir lítið til að afsanna það.
05. ‘Trick Or Betrayed’
And-Kristið lag. Byrjar vel og endar ennþá betur, með flottum texta líka, (“Rip Up Their Bible Before It’s Too Late”!).
06. ‘They Are The Children Of The Underworld’
Án efa eftirminnilegasti death metal chorus sem ég hef heyrt. Mjög gott lag, eitt það besta á plötunni og eitt það besta sem Deicide hafa samið.
07. ‘Behind the Light Thou Shall Rise’
“Disemboweled on the altar jesus christ, Entrails in the pentagram circle, Spill his blood and reversing catholic humn, Invocate the onslaught of Satan”. Sjúkt, ekki satt ? :)
08. ‘To Be Dead’
Um þetta lag og ‘Confessional Rape’ get ég lítið sagt um, nema að snýst út á hatur gagnvart guði. Amen!
09. ‘Confessional Rape’
Týpiskur loka-sprettur. Gott lag og er lítið um það að segja.
Hvort sem maður fílar Deicide eða ekki, getur maður ekki annað en dáðst að þeim vegna þess hversu sterktu taki þeir halda í rætur sínar, og hversu sannir þeir eru. Þó hefur þeim hrakað með nýjustu plötu sinni, ‘In Torment, In Hell’ (2001), en eldra efni sveitarinnar mun alltaf vera mér og vonandi öðrum mikils virði.