Dimmu Borgir - Enthrone Darkness Triumphant
Lagalisti:
1. “Mourning Palace” 5:13
2. “Spellbound (By the Devil)” 4:08
3. “In Death's Embrace” 5:42
4. “Relinquishment of Spirit and Flesh” 5:32
5. “Night Masquerade” 4:25
6. “Tormentor of Christian Souls” 5:39
7. “Entrance” 4:47
8. “Master of Disharmony” 4:15
9. “Prudence's Fall” 5:56
10. “Succubus in Rapture” 5:59
1. “Mourning Place”
Eitt af tveim lögum plötunnar sem er með tónlistarmyndband. Lagið byrjar með þessu príðis hljómborðsleik , og blandast síðan í þennan brútal “Víkingatón” þeirra, með flottum gítar og nóg af öskri.
***
2. “Spellbound (By The Devil)
Byrjar með þessum frábæra hljómborðsleik enn á ný, í þetta skiptið er eins og munkavíkingakór. Fer út í flottan gítarleik, virkilega grípandi lag ef maður hefur ekki heyrt í Dimmu Borgir áður. Rosalega flott gítarspil að venju, nær þessum ”Víkingatón“ alveg frábærlega. Þess má geta að þetta lag er líka með tónlistarmyndband, sem er live að þessu sinni.
***1/2
3. ”In Death's Embrace“
Örlítið einhæf byrjun, heldur sma taktinum í c.a. 45 sec, en fer síðan út í alvöru lífsins. Þegar um ein og hálf mínúta er búin af laginu, fer þetta út í rómantískan, norskan stíl, eins og Dimmu Borgir eru svo þekktir fyrir. Fínustu melódíur í þessu lagi, og prýðis sóló.
***
4. ”Relinquishment of Spirit and Flesh“
Byrjar með munkasöng sem fer svo út í rosalega dimmt lag. Ekki beint uppáhalds lag mitt á þessari plötu, erfitt að átta sig á takti á pörtum og soldið chaos þarna fyrst.
**
5. ”Night Masquerade“
Rosalega mikill víkingatónn í þessum disk, eins og sjá má á þessu lagi. Byrjar í hraða, róar sig svo niður í þennan áðurnefnda víkingatón. Ágætis lag, kannski ekki það besta sem ég veit með þeim, en alveg nokkuð grípandi.
***
6. ”Tormentor of Christian Souls“
Hatur til guðs. Titill þessa lags segir það, og ekki skjátlast honum. Víkinga lag, hér er smá brot úr texta þess:
I could drag you to my chambers
and strip you naked in darkness
I could pull out your fingernails one by one
and rape you till you find no hope
I could rip your guts out
and let you watch me
sacrifice your unborn child
I could leave you to starve
and even bring you to total silence
But I won't
For I find no pleasure in your physical pain
I want your christian soul to crumble
Your fucking soul
Eins og þið sjáið, uppskrift að píningu á kristnum manni, pant'ekki að elda hana. :)
7. ”Entrance“
Meiri háttar gott lag, það ásamt Spellbound, það sem mér finnst vera bestu lög plötunnar. Þetta lag svipar til Spellbound, notar svipaða byrjun, en verður svo mikið mikið rómantískara en Spellbound þegar lengra er liðið á lagið. Mjög grípandi ef þú hefur ekki heyrt í Dimmu Borgir áður.
****
8. ”Master of Disharmony“
Master of sin
Take my cursed heart
Bring me where I can find salvation
For I am the damned
Master Of Disharmony, got that right. Svipar aðeins til Tormentor of Christan souls.
9. ”Prudence's Fall“
Gott lag, á skilið meira hlust frá mér, hef ekki verið neitt rosalega duglegur við að hlusta á það. Byrjun er lík Tormentor Of Christian Souls.
10. ”Succubus in Rapture"
Rómatískt lag, góður endir á disknum. Fallegar melódíur að venju.
Í heildina finnst mér þetta vera einn besti diskur með þeim, fíla þennan Norræna stíl alveg í botn.
***/****