Eftir svolitla leit rakst ég á áhugavert hulstur úr pappa. Það var blátt og á því var dauf mynd af kastala. “On thorns I lay” stóð, skrifað með fögru letri. Mér datt í hug að þetta væri metall og það kom í ljós þegar ég sá svartann límmiða. Á límmiðanum stóð “LIMITED EDITION DIGIPACK”, “Atmospheric Nostalgic Death Metal with dreamy female vocals and voluptuous keyboards”. Aftan á disknum var lagalisti og titill útgefandans, “HOLY RECORDS”.
Húrra, ég hafði fundið metal disk. Diskurinn kostaði rúmar þúsund krónur og ég keypti hann án þess að vita nokkuð um hljómsveitina nema það sem stóð á svarta límmiðanum. Eftir velheppnaða verslunarferð (keypti Earth Crisis - Destroy the Machines þarna líka, svo fjölmarga rokk diska í hagkaup og dvd myndir) gekk ég frá smáralind og að strætóskíli. Biðin eftir strætó var nokkur og brá ég þá á það ráð að skella nýkeypta disknum í ferðageislaspilarann minn sem ég hafði með mér í bakpoka.
Diskurinn byrjaði og í eyrum mér ómaði hljómur hafs og óp úr fólki í miklum hamförum. Lagið titlast “Atlantis I” og er fyrsti partur í þriggja parta seríu laga sem fjallur um ja, Atlantis. Borgina sem á að hafa sokkið í haf. Ein lína í textanum er “Atlantis on the bottom of the ocean” og er hún í viðlaginu sem er nokkuð grípandi. En já, þetta lag einkinnist af flottum melódíum, þungum gítar og söng kvennmanns og karlmanns sem gruntar. Reyndar eru flest öll lögin þannig, bara mismunandi melódíur og textar. Lagið er 6:15 mínotur.
Næsta lag, er ekki hefðbundið lag heldur bara svona hálfgerð slökunartónlist með gaum hafsins í bakgrunni. Það titlast “The Song of the Sea”. Ekkert er reyndar sungið í því. Lagið er 1:39 mínotur.
Þriðja lagið titlast einfaldlega “Oceans”. Kvenn og karlmannsrödd synga saman og sitt á hvað textan sem fjallar eins og þið hafið vonandi getið ykkur til um, hafið. Mest grípandi setningin í söngnum er örugglega “The great oceans far away, the great oceans far away from days of hatred and despair”. Lagið er 6:34 mínotur.
“In heaven's Island” titlast fjórða og að mínu mati besta lagið á disknum. Óskup rólegt lag með dramatískum melódíum. Það byrjar á nyð fljótandi ár og fuglasöngi. Það fjallar um þrár um að vera á einhverjum fantasíu stað. Lagið er 4:24 mínotur.
Fimmta lagið er annar hluti Atlantis trilógíunar og titlast einfaldlega “Atlantis II”. Það byrjar á miklum trommuslátti einum og sér. Inn í hann blandast svo þungur bassi. Lagið er 7:06 mínotur.
Strax á eftir og eiginlega blandað við “Atlantis II” fylgir “Atlantis III”. Í því er ekkert sungið og er það líkt og “The Song of the sea” hálfgerð slökunartónlist. Lagið er 2:36 mínotur.
Sjöunda lagið titlast “If I could fly” og fjallar um löngun manna til að geta flogið. Gott lag sem er 5:15 mínotur.
Áttunda og næstsíðasta lagið titlast “Aura” og fjallar um einghverskonar áru og draumtengdar tilfinningar. Mest grípandi laglínan er án efa “Like waking up from a deep sleep… I feel the aura !”. Lagið er 5:42 mínotur.
Síðasta lag disksins titlast “The Blue Dream” og fjallar um rómantíska drauma og þrár. Lagið er 8:11 mínotur.
Öll lögin á þessum prýðisdisk eru svipuð og keyra mörg saman. Þaes, eitt lagið byrjar í öðru. Þið hafið örugglega öll tekið eftir að þema disksins er hafið. Inni í hulstrinu stendur “Written trough the hot greek nights of summer 96'. This is the reason that all lyrics speak about seas, oceans and of course lost islands like the dreamy Atlantis. I hope that they can touch your soul as mine…” og er það skrifað af söngvara og bassaleikara On thorns I lay, Stefanos Kintzoglou.
Heildarlengd disksins eru 47 mínotur og 42 sekúndur. Hann er tekinn upp á rúmum fimm mánuðum í grikklandi (enda er hljómsveitin grísk) og gefinn út af franska fyrirtækinu “Holy Records”. Ég gef disknum 6 af 10 í einkun.
En ég ætla að segja ykkur aðeins frá hljómsveitinni sjálfri. Eins og áður sagði syngur Stefanos Kintzoglou og spilar á bassa. Chris Dragmestianos spilar á gítar, Fotis á trommur og Roula spilar á hljómborð og syngur. Annars hef ég lesið um einhver manna skipti, þannig að þetta er kannski ekki alveg rétt. Orama er önnur breiðskífa On thorns I lay, af alls fimm breiðskífum. Fyrri breiðskífa er Sounds of beatyful experience (1995), breiðskífur eftir Orama eru svo: Crystal Tears (1999), Future Narcotic (2000), Angeldust (2002). Hljómsveitin var stofnuð árið 1992 og hét fyrst Phlebotomy.
Mortal men doomed to die!