Karsten(trommur) og Karl(bassi/söngur) byrjuðu að spila Viking Metal undir nafninu MITHOTYN veturinn 92/93. sumarið 93 gengu Schutz og Weinerhall(gitar) til liðs við þá félaga og svo rétt eftir upptökur á demoinu“Behold The Shields Of Gold” í mai'94, gekk Helene til liðs við þá líka.
Tvemur mánuðum seinna var “Meadow In Silence” tekið upp, snemma eftir uptökurnar var Schutz skipt út fyrir Rickard. svo var “Nidhogg” þeirra þriðja demo tekið upp í April 1995 og varð síðasta upptakan fyrir Helene, sem hætti vegna tónlistarágreinings. Á þeim tíma komu nokkur tilboð frá plötufyrirtækjum, en tilboðin voru víst ekki nógu góð fyrir þá félaga svo, þeir ákváðu að gefa út nýtt demo kallað “{Promo 96”) þá komu fleiri tilboð, þar til að þeir sömdu við þýskarana í Invasion's.
Þeirra fyrsti diskur “In The Sign Of The Ravens” var gefinn út í apríl 1997 sem innihélt bæði gömul og ný MITHOTYN lög. um árið '97 sömdu þeir ný lög sem þeir settu svo á “King Of The Distant Forest” með hjálp gitarleikarans Andy LaRoque.
Árið 1999 gáfu þeir út “Gathered Around The Oaken Table” sem er að mínu mati þeirra besti diskur sem inniheldur snilldar lög eins og “ The Old Rover”, “In The Clash Of Arms” og “Watchmen Of The Wild” .