Opeth - Orchid
Þessi diskur er gefinn út árið 1995 af Candlelight reccords. En tekin upp Mars 1994,
Opeth hafa lengi verið þekktir fyrir frábæra tónlist, virkilega vönduð, vel samin, og falleg lög. Ljúfar gítarmelódíur sem sveima um undir þungum undirleik. Það mætti bera tónverk Opeth saman við tónskáld í gamla daga, sem lögðu allt í, að gera tónlistina
fullkomna, tjáningarmikla og eftirminnilega.
Þessi fyrsti diskur Opeth er engu síðri en aðrir diskar þeirra félaga. Pælingarnar í lögunum eru ótrúlegar. Hver einasti tónn er úthugsaður og tær. Lög Opeth eru hver frábrugðin öðru, og gera þar með diskinn endingarbetri. Sum lög Opeth eru ólýsanleg.
Og með þannig lagi byrjar þessi diskur, “In Midst she was standing”. Þetta er eitt af þeim lögum sem eru tónfræðilega
snilld. Allt frá hröðum svörtum köflum í ljúfa kassagítarmelódíu, drungi og fegurð, Þetta lag er frábært, 14 mínútna lag sem þú getur hlustað á aftur og aftur, og aldrei þurft að spólað að áhveðnum kafla því allir kaflarnir eru á sinn hátt snilld og ómissandi partur heildarinnar. Þetta er lýsandi dæmi um lög Opeth. Þessa hljómsveit mætti lýsa sem Pink Floyd þunga rokksins. Nær til flestra geira tónlistarinnar, svartmálmur, dauðarokk, doom metal, progmetal, ofl. og blandar þessu í stórkostlega veislu.
Ég mæli með þessum disk til allra. Þetta er fyrsti diskur Opeth og er meistaraverk með meiru. Stórkostlega melódíur, frekar
róleg tónlist, með sinn einkennandi drunga. Sem er í fyrstu erfitt að melta en þegar þú ert búnað kyngja þessu meistarastykki ofaní þig. Þá muntu ekki sjá eftir því.
Lagalisti,
01. In Midst she was standing
02. Under the wheeping moon
03. Silhouette
04. The twilight is my robe
05. Requiem
06. The apostle in triumph
Bónus lag
07. Into the frost of winter
Ég ætla ekki að gefa ykkur fleiri upplýsingar um þennan disk. Þessi orð mín eru aðein smjörþefur af snilldini sem mér fynnst
þessi diskur vera.