Um daginn gekk ég inní Skífuna og sá diskinn Images & Words með Dream Theater á
“2 fyrir 2200”. Ég hafði lesið góða hluti um þetta band og ákvað að skella mér á gripinn, og ég sé sko alls ekki eftir því.

“Line-uppið” á disknum er svona:

James LaBrie: Söngur
John Petrucci: Gítar
John Myung: Bassi
Mike Portnoy: Trommur
Kevin Moore: Hljómborð

Þessi diskur er hreint út sagt ótrúlega góður og ég hef hingað til aldrei heyrt jafn flókna tónlist á æfi minni. Hver einasti hljóðfæraleikari er ótrúlegur! En nú ætla ég að gera grein fyrir lögunum á disknum.


1. Pull Me Under (8:11)

Þetta lag er víst fyrsti “singull” Dream Theater. Ótrúlega flott gítar intro og seinn versið er frábært, LaBrie fer á kostum… Whats the sparrow falling… hehe.
Lagið allt er frábært, með betri lögum disksins.

2. Another Day (4:22)

Flott og rólegt lag, hálfgert dægurlag, með saxafón og allt. Ég var dáldið hissa þegar ég heyrði það, en þetta lag er mjög flott.

3. Take The Time (8:21)

Frábært lag, eitt allrabesta lag disksins. Mjög fjörugt og skemmtilegt lag. Ég fæ oftar en ekki gæsahúð í viðlaginu, sem er eitt skemmtilegasta viðlag sem ég hef heyrt. Lagið inniheldur einnig einhvern funk/rokk/eitthvað kafla, mjög skemmtilegan. Frábært lag!

4. Surrounded (5:28)

Right… þetta lag er sísta lagið á disknum finnst mér, ætla ekkert að lýsa því frekar.

5. Metropolis Part 1 “The Miracle and The Sleeper” (9:30)

Vááááááááá! Líklega besta lagið á disknum. Þetta lag er algjörlega ólýsanlegt! Það eru ekki til orð sem geta með nokkru móti lýst þessu lagi. Vááááá! Þegar ég hlusta á þetta lag þá hugsa ég “hvernig í fjandanum er þetta hægt???”. Þetta er laaaaang flóknasta lag sem ég hef heyrt og auk þess er það ólýsanlega flott. Portnoy fer á kostum sem og allir hinir meðlimirnir. Snarklikkað lag! Vááá!

6. Under A Glass Moon (7:02)

Helvíti gott lag, nokkuð mikið rokk þarna á ferðinni og langt gítarsóló. Samt ekki jafn klikkað og sum önnur lög plötunnar, en þó helvíti gott lag!

7. Wait For Sleep (2:31)

Stutt lag, bara píanó. Ekkert mikið um það að segja, en flott lag.

8. Learning To Live (11:30)

Jæja, þá er komið að öðru snargeðveiku lagi. Ótrúlega svalt lag. Þegar um rúmar 8 mínútur eru liðnar af því kemur píanókafli, sem er einn svalasti kafli sem ég hef á ævi minni heyrt. Lagið endar einnig á flottri bassalínu sem þróast út í snarbrjálaðan kafla. Petrucci með skemmtilegt delay þarna á ferðinni. Snarbilað lag.


Og þá er þessari grein lokið, þessi diskur er vægast sagt snarbilaður, einkunn 9,5!
Dream Theater er ein besta hljómsveit sem ég hef heyrt í, og Portnoy er ótrúlegur, og líka Petrucci og Myung og LaBrie og Moore! Vá! Dream Theater eru ótrúlegir!
Mæli sterklega með honum og það má til gamans geta að hann er á tilboði í Skífunni.

Takk fyrir. (fjúff verð að ná mér niður) :D