Mig langar að kynna ykkur aðeins fyrir mínum uppáhalds tónlistarmanni, snillingnum Devin Townsend.
Devin er fæddur í kanada árið 1972 og er án nokkurs vafa einn hæfileikaríkasti tónlistarmaður í metalsenunni.
Ferill hans byrjaði fyrir alvöru þegar hann sendi inn demo teip með hljómsveit sinni Grey Skies til plötuútgáfufyritækis (man ekki nafnið..), en gítarleikari nokkur að nafni Steve Vai, sem var á þessu leibeli, heyrði upptökurnar og leist það vel á Devin að hann bauð honum stöðu sem söngvari og bakkupp gítarleikari á nýju plötu sinni og komandi túr. Þá var Devin aðeins 19 ára gamall. Ekki slæmt það.
Enn hann fann sig aldrei tónlistarlega séð með Steve og eftir að hann hætti hjá honum fór hann að vinna að eiginn efni og árið 1995 kom út hans fyrsta sólóplata, Heavy as a Really Heavy Thing, undir nafninu Strapping Young Lad. Platan stóð heldur betur undir nafni. Þvílíkur kraftur. Hann samdi, söng og spilaði á nánast öll hljóðfæri nema trommur auk þess sem hann pródúseraði gripinn. Önnur plata S.Y.L. kom svo út 1997 og heitir City. Þá var hann búinn að mynda hljómsveit í kringum sig, með Jed Simon og Byron Strout úr Zimmers Hole og trommusnillingnum Gene Hoglan (sem spilaði m.a með Death og Dark Angel). Þessi plata er algjör snilld, klikkaður kraftur og frábærar lagasmíðar. Sama ár kom svo út tónleikaplatan No Sleep till Bedtime.
Enn eftir það setti hann S.Y.L. í salt og fór að snúa sér að öðrum pælingum og 1997 kom út fyrsta plata hans undir eigin nafni, mestarastykkið Ocean Machine: Biomech. Á þessarri plötu kvað við allt annan tón en hið nýþunga S.Y.L. sánd. Þetta var hans sýn á að ef að hafið mundi lifna við og gera rokktónlist.
Árið 1998 kom svo út erfiðasta og flóknasta plata sem hann hefur gefið út og heitir Infinity. Þessi plata er hreint ótrúleg. Enginn gæti gert svona plötu nema hann. Hann hefur lýst henni sem “organic chaos record”. Fyrsta lagið Truth er hugsanlega flottasta opnunarlag ever, Bad Devil eitt hressilegasta metallag sem ég hef heyrt, Ants er eitt klikkaðasta lag sem ég hef heyrt og svona mætti telja. Enn þessi plata var svo erfið fyrir hann, að eftir að hafa klárað hana, sem tók hann meira en ár, hrundi hann á taugum og það tók hann annað ár bara að ná sér upp úr því.
Eftir að hann náði sér aftur upp fór hann svo að vinna að nýrri plötu sem kom svo út árið 2000, og heitir hún Physicist. Henni hefur verið lýst sem nokkurs konar S.Y.L light. Krafturinn frá S.Y.L en aðeins poppaðri lagasmíðar, mæli sérstaklega með lögunum Namaste, The Complex og Irish Maiden.
Næsta plata hans Terria kom svo út 2001. Á henni er hann kominn í ambient epic metal stílinn aftur sem hann var með á Ocean Machine.
O.M. var hafið en Terria jörðinn. Mæli með Earth Day (flottasta lag sem ég hef nokkurn tíma heyrt), Deep Peace (eitt flottasta gítarsóló allra tíma), Canada og The Fluke.
Svo í febrúar á þessu ári kom svo loksins út ný S.Y.L plata en hún heitir einfaldlega S.Y.L, og í mars kom út ný sólóplata með honum, Accelarated Evolution (já hann er workaholic).
Hann gefur allar plötur sínar út á eigin leibeli, Hevydevy records, til að fá fullkomið fresli yfir sköpun sinni.
Einnig hefur hann pródúserað plötur fyrir t.d. Soilwork, December, Lamb of God og Stuck Mojo.
Takk fyrir mig.