Holy Wood (in the Shadow of the Valley of death) Marilyn Manson, “The unholy antichrist”, sem hefur verið að messa yfir heiminum í rúm 9 ár og er rétt að byrja, gaf úr óheilaga ritningu árið 2000 að nafni Holy Wood (in the Shadow of the Valley of death).


1. Godeatgod

byrjunarlagið, “Godeatgod” er mjög dimmt og fullt af hatri í garð guðs. Það vekur ótta innst innra með manni og gefur manni gæsahúð. Diskurinn hefst eiginlega þegar laginu lýkur. Smáveigis intro, en samt ekki….

2. Love Song

Vanmetið lag, að mínu mati. Lagið inniheldur þokka, tign og ógeð. Viðlagið er áhrifaríkt þar sem MM byður fólk um að líta í eigin barm og gá hvort það trúir á það sem það vill trúa á (mín túlkun). Ást okkar á trúnni.

3. Fight Song

Fyrsta smáskífulag plötunnar. Eitt mesta “rebel” lagið á plötunni þar sem MM syngur til unglinga (eins og svo oft áður) og hvetur þá til uppreisnar gegn trúnni. MM gefur það sterklega í skyn að guð, og sé lygi og öllum til ógeðs. “I'm not a slave, to a god, who doesn't exist”, allt sem segja þarf.

4. Disposable Teens

Sterkt “followup” af Fight Song og einnig annað smáskífulag plötunnar. MM syngur til guðs og skammar hann fyrir heimsku sína og þröngsýni(?) á meðan hann hvetur unglýðinn til frekari voðaverka. Einnota táningar. Snilld.

5. Target Audience (Narcissus Narcosis)

Það er hreint ótrúlegt að þetta lag sé ekki smáskífulag. Sterkasta hlið lagsins er textinn. Svo fullur af hatri og svo fullur af fyrirlitningu. Fólkið er vitlaus eining og “God's just a copy of an imitation” ég fæ fokkin gæsahúð…

6. President Dead

Síðast lag fyrsta hluta disksins sem leggur áherslu á uppreisn. Frekar óljóst lag, það er eins og MM syngi til hins látna John F. Kennedy (ekki spyrja). MM minnir fólk á að lífið sé tilgangslaust og fúlt. Lagið gæti verið hvatning til sjálfsmorðs á meðal sjúskaðra og áhrifagjarnra unglinga (eins og svo mörg önnur lög MM)ööö.

7. In the Shadow of the Valley of Death.

Titillag plötunnar og upphafslag miðkafla disksins. “In the Shadow of the Valley of Death” er megnt drunga og hroll. Lagið er ótrúlega fallegt og kemur út tárunum á mér í annað hvert skipti sem ég hlusta á það. Það minnir á að við erum aumir maðkar og eigum okkur enga von. Ég fæ hroll.

8. Cruci-fiction in space

Ótrúlegt lag. Þetta er er enn eitt lagið sem ætti að koma út á smáskífu. Svipaður boðskapur og í “Fight Song” fyrir utan skilaboðin til unglinga. Lagið býr yfir ótrúlegum þokka og endist að eilífu.

9. A Place in the Dirt

Fyrsta lag síðasta kafla disksins. Lagið fjallar um dauða og vonleysi eins og næstu 10 lög (að einhverju leyti). Það lýsir fullkomnri stjórnun guðs á hugsunum okkar og gjörðum og að hann, og liðsmenn hans getið fundið okkur “a place in the dirt” hvenær sem þeim þóknast og sýnist.

10. The Nobodies

Þriðja og síðasta smáskífulag plötunnar. Ótrúlega grípandi og glæsilegt lag sem tekst að halda athygli manns allan tíman. Það hefur mjög svipaðann boðskap og “A Place in the Dirt” að öllu leyti. Þetta lag fangaði mig algjörlega þegar ég hlustaði fyrst á Holy Wood, enda alls ekki að ástæðulausu.

11. The Death Song

Fullkomnun hinnar vanheilugu þrenningu, (The Love Song, The Fight Song og The Death Song) Enn á ný snýr MM sér að unglingum og hvetur þá beinlínis til sjálfsmorðs eða a.m.k. þunglyndis (hann náði mér). MM hrækir í átt að guði í þessu lagi, snilld.

12. Lamb of god

Viðbjóðsleg og heillandi lag. MM Ítrekar enn að við séum ekkert, minna en ekkert. Aðeins skuggar látinni manneskja sem fæddust sem skuggar annarra. Ekkert fær breytt heiminum eins og hann er og ekkert mun koma til með að bæta neitt að neinu leyti. Af hverju tekur þú ekki í gikkinn, af hverju ekki. Hví. Ég þarf alltaf að taka mér pásu eftir að ég hlusta á þetta lag.

13. Born Again

Saltinu er nuddað í sárið. VIÐ erum EKKERT. ÉG er VONLAUS eins og ÞÚ og er aðeins fæddur til þess að taka við hlutverki forvera míns, sem ég mun aldrei koma til með að kannast við, hvorki í lífi né dauða (ef eitthvað slíkt sé til).

14. Burning Flag

MM syngur til guðs í þessu lagi. Við erum öll fallegar stjörnur á brennandi flaggi almættisins. Svo vonlausar og svo undankomulausar. Tónlistarlega séð er þetta lag reyndar einungis tilraun til að fylgja á eftir fyrri lögum plötunnar. Það er hugsanlega “versta” lag plötunnar en það hefur samt fullan tilverurétt sem lag.

15. Coma Black

Coma Black er tvíburalag. Bróðir “Coma White” sem er smáskífulag af fyrri plötu MM, “Mechanical Animals”. Coma Black er mitt persónulega einka lag sem ég set helst á alla mixdiska sem ég bý til og ég held mjög mikið upp á. Lagið, eins og öll lög þessa hluta plötunnar fjallar um dauða og minnir okkur enn og aftur á skilaboð MM til umheimsins.

16. Valentine's Day

Fegurð. “Valentine's Day” hefur einn mesta þokka og hógværð sem ég hef heyrt í lagi. Það er erfitt að átta sig á boðskapi lagsins, en hann er samt örugglega til staðar, maður heyrir það. MM tönnslast á frasanum: “In the Shadow of the Valley of death” í laginu…

17. The Fall of Adam

The Fall og Adam er sterkt “followup” af Valentine's Day. Laginu er skipt í tvo aðskilda hluta. Geðklofi? Dularfullt lag.

18. King Kill 33

King Kill Thirty-Three!! Mjög djöfullegt lag. Platan “Holy Wood” deyr í seinni kafla “The Fall of Adam” og KK 33 eru dauðakippirnir.

19. Count to Six and Die

Dauði, myrkur. Maður heyrir myrkrið í laginu. Þú hefur ekki lengur áhyggjur af dauðanum. Þú ert dauður. Það var ekkert sem þú gast gert og það er ekkert sem þú munt koma til með að geta gert í Framtíðinni/Fortíðinni………


Ég vill taka það skýrt fram að allar þær túlkanir á verkum Marilyn Manson sem komu fram eru mínar og einskis annars. Ef einhver saklaus sem les þetta snýst í vörn gegn guði og leggst í þunglyndi þá er það hans vandamál…..
Sprankton