Jæja ég var að koma af bestu tónleikum sem ég hef farið á lengi. Þeir voru í undirheimum FB, sem er frábært tónleikapleis, Mikið pláss, lítið og lágt svið, þannig að maður er í miklu meiri tengslum við hljómsveitirnar.
Fyrstir á svið voru SnaFu, sem hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér síðan mér áskotnaðist diskinn þeirra,Anger is not enough. Þeir voru með splúnkunýtt efni, og ég fílaði þá í botn.
Það er nú samt held ég alltaf erfiðast að vera fyrstur á svið, tæknimaðurinn að stilla tækin, lýðurinn rétt að hitna, og þar af leiðandi verða móttökurnar ekki jafn góðar. En, Snafu stóðu fyrir sínu og spörkuðu í rass.
Næstir á svið voru snillingarnir í I Adapt, sem er (að mínu mati) besta hardcore/tónleikasveit Íslands. Þeir voru náttúrulega með bæði nýtt efni, og glænýjann trommara, trommarann úr Molesting Mr. Bob held ég. Nýja lagið, Sparx (held ég að það heiti) var all svakalegt og ég býð eftir að fá það á plast.
Á meðan I Adapt spiluðu tók ég mér smá pásu úr Moshinu og tók eftir því að yngri hardcore aðdáendur höfðu límt sig á rúðurnar úti og fylgdust með þaðan.
Jæja á meðan I Adapt voru að stilla fór hann Birkir kallinn að tala um tónleika sem voru í Tónabæ fyrir nokkru, og talaði um gaur sem var mestallan tímann á hvolfi, og hefði verið algjörlega snarklikkaður. Ég er viss um að enginn vissi um hvern hann var að tala, en ég fattaði það þegar hann minntist á að hann hefði misst skóinn sinn…….
En allavega, næstir á svið voru aðalgaurarnir, alla leið frá San Francisco,
Artimus Pyle. Þeir voru klikkaðir! Þeir voru ekkert smá kraftmiklir og mer fannst best að sjá hvernig bassaleikarinn spilaði (hálf misþyrmdi) bassanum sínum. Hann í fyrsta lagi byrjaði á því að slíta G strenginn sinn, sem er ekki skrítið því gaurinn barði svo fast á strengina, og ég hef aldrei séð neinn brúka bassa á þennan hátt áður.
Svo voru ansi skemmtilegar taktpælingar hjá þeim. Á einum stað, í einhverju lagi, hoppuðu allir á vitlausum tíma. Það var mjög fyndið og það var bara góður fílingur hjá þeim.
Ég segi bara takk hér og nú fyrir þessa frrrrrábæru tónleika, við hvern þann sem stóð fyrir þeim.
…..og P.S, Birkir, takk fyrir skóinn minn;)