Pantera Seinni hluti. Ok við byrjum aftur árið 1990 eftir ósk annars notanda, en það var þegar Pantera gaf út “Cowboys from hell” sem var fimmta platan sem þeir gerðu. En áður en þeir gerðu hana þá skiptu þeir um plötufyrirtæki sem hafði áður verið í eigu pabba Vince og Dimebag, Jerry Abbot sem var einmitt kallað sama nafni og fyrsta platan þeirra “Metal Magic Records”. En þeir skiptu yfir í “Atco Records”. Það var sex árum eftir að þeir gáfu út fyrstu plötuna og voru þeir þegar þekktir um allt landið.

Svo kom “Vulgar Display of Power” sem var algjör snilld með lögin “Mouth for War” og “Walk”. En lagið “mouth for war” varð #1 á topp listanum og var þar með hærra uppi en “Enter Sandman” með Metallica. En Pantera var ekki lengur venjulegt band heldur eitt besta metal bandið í landinu.

Tveim árum seinna kom síðan út “Far beyond driven” en að sögn einhvers hálfvita sem stofnaði síðuna “Pantera Sucks” þá átti hún upprunalega að heita “Far Beyond Crap”. En hver trúir svoleiðis. En eins og Vince sagði í viðtali við Metal Hammer: “I just have to laugh at it when I see it, I think it is hilarious that this guy spent his own money, All I can think of is that somebody fucked his girlfriend along the way, or he got tossed out of one of our shows or something. Half the stuff he writes on this site is total bullshit!
En þessi plata var annað stórt skref fyrir þá í tónlistinni, með lögin ”becoming“ og ”I´m Broken“. Þessi plata er uppáhalds platan mín með Pantera og er með þessu hraða og grófa sándi. En þessi plata var fyrsta Metal platan sem varð #1 í Bandaríkjunum.

Árið 1996 kom út ”The great southern trend kill“ En hún var kall á móti öllum tilhneigingum og tískutónlistarfríkum sem sögðu að Heavy-Metall væri ekki lengur í tísku:/
Þar voru þónokkuð góð lög eins og ”the great southern trend kill“ og ”War nerve“ sem voru samin til þeirra. Eins og Phil segir í War nerve: ”For every fucking second the pathetic media pisses on me and judges what I am in one paragraph, Look here, Fuck you all!!!“

Einu ári seinna var gefin út plata sem var með fullt af live lögum og tveim studio lögum, en hún hét ”101 proof“
Samansafn af bestu Pantera lögunum sem voru tekin á tónleikum. En album coverið var hannað eftir limmiða af Jack Daniels viskí flösku en hún var 101 proof alcohol. En þeir hlutu fullt af gullplötum og ein Grammy.

Þrem árum seinna kom út síðasta platan en hún hét ”Reinventing the Steel“ en hún fór up í 4. sæti fyrstu vikuna. Bestu lögin mættu segja að væru ”Hellbound“ og ”Revolution is my name" en að sögn margra hefði þessi plata mátt vera betri.
Einnig hafa komið ít margar single plötur og dvd myndbönd með þeim live og í studio.

En sumir segja að þeir séu officially hætti, en trúi því ekki. Pantera er alltof gott band til að hætta. En Phil og Dime hafa víst ekki talað saman í tvö ár eða eitthvað svoleiðis og Dimebag vill bara spila með bróðir sínum Vince. Sumir segja að þeir séu á leiðinni í studio. Ég veit að þetta er ekki mjög ítarlegt hjá mér en ef þið hafið einhverjar betri upplýsingar endilega látið mig þá vita.

Takk Fyrir.
Rainmaker.
Unas Hath Taken Possession of the Hearts of the Gods.