Árið 1981 var hljómsveitin Slayer stofnuð. Kerry King gítarleikari, Tom Araya söng/bassaleikari, Jeff Hanneman, og seinna trommarinn Dave Lombardo. Þeir byrjuðu að spila á. litlum stöðum og skólum. Ég las í Metal Hammer að Kerry King ætti fullt af myndum og vídeóum af þessum giggum, en hann er eitthvað tregur við að gefa þau út.
Boltinn fór verulega að rúlla hjá þeim árið 1983. Á meðan þeir voru að spila á bar sem nefndist “Woodstock”, var maður að nafni Brian Slagel að hlusta á þá. Brian var eigandi Metal Blade Records og fór baksviðs til þeirra eftir tónleikana, til að gera þeim tilboð. Hann vildi fá lag eftir þá á safnplötuna “Metal Massacre III”.
Þeir féllust á þetta ef Brian myndi hjálpa þeim við að gefa út plötu. Slayer sömdu þá lagið “ Agressive Perfector” fyrir safnplötuna.
Fyrsti diskurinn þeirra, Show no mercy, kom út 1984, ( já, sama ár og kill'em all með Metallica) og er að mínu mati ágætis diskur. fínn eighties speed metall. Þeir hefðu nú samt getað vandað sig betur í að mixa diskinn.
Diskurinn hlaut mikla lotningu hjá metal hausum í Bandaríkjunum, en margir gagnrýnendur einfaldlega hlógu að þeim.
Það fyrsta sem kom fram hjá Slayer var það að þeir gátu allir spilað mjög vel á hljóðfærin sín. Á slaytanic.com kemur meðal annars fram að einn metal gagnrýnandi hafi sagt: “Dave Lombardo is a far better drummer than Lars Ulrich”. No Shit!
Seinna, eða árið 1985, kom út platan “Hell Awaits” og var hún líka pródúseruð af Brian Slagel. Nú fóru stóru útgáfufyrirtækin að taka eftir Slayer.
Á “Hell Awaits” kemur í ljós að þeir voru líka góðir í að semja hæga tónlist og voru ágætis lagasmiðir. Þeir höfðu greinilega þróast síðan “Show no Mercy”.
Rick Rubin, Pródúsent hjá hip hop leibelinu Def Jam náði í Slayer, og var það fyrsta metal sveitin sem hann gaf út.
Árið 1986 kom út platan “Reign in Blood”.
Vááá…. Hvað annað getur maður sagt? Platan byrjar á meistaraverkinu “Angel of Death” og er að mínu mati besta lagið á disknum ásamt “Raining Blood”. Á þessum disk heyrist greinilega hvað trommarinn er klikkaður! Hann er án efa uppáhalds trommarinn minn.
“Reign in Blood” seldist í rúmlega 500.000 eintökum, og nældu Slayer sér í fyrstu gull plötuna sína. Nú virtist allt ganga svo vel hjá þeim í Slayer, en það voru einhver persónuleg vandamál á milli Dave Lombardo, trommara og Kerry King.
Loks kom Dave aftur og Slayer fóru að túra einhversstaðar.
“South of Heaven” kom út árið 1988. Slayer menn vissu að það var ekki séns að jafnast á við hraðann á “Reign in Blood”, og komu því út með mun, mun hægari plötu. Uppáhaldslagið mitt er “Mandatory Suicide”, en þar á eftir kemur titillagið, “South of Heaven”.
Textarnir á South of Heaven snúast ekki jafn mikið um satanisma eins og á “Reign in Blood”. Þeir eru einhvernveginn miklu meira pólitískir, og að mínu mati betur hugsaðir. Ég mæli með því að allir lesi textann við “Mandatory Suicide”.
Árið 1990 kom “Seasons in the Abyss” út. Persónulega hef ég ekki hlusað mikið á hann, en ég hef samt heyrt titillagið, og það er með betri lögunum sem ég hef heyrt frá Slayer. Um þetta tímabil var Kerry King duglegur við að rífa kjaft (sem hann er enn) við Megadeth, og einu sinni spiluðu Slayer og Megadeth saman, og þegar Megadeth stigu á svið, öskruðu allir Slayer! Slayer!.
Eftir þetta hafa Slayer og Megadeth ekki verið bestu vinir og þeir tala oft illa um hvorn annan i viðtölum.
Árið 1993, (held ég) var Dave Lombardo sparkað. Það var eitthvað vesen með bakið í Dave, og hann æfði ekki eins mikið og venjulega með Slayer. Þeir tóku því eitthvað nærri sér og einfaldlega ráku hann.
Paul Bostaph kom í staðinn fyrir Dave Lombardo, og Kerry King var greinilega svo reiður út í Dave, að hann gaf Paul gullplötur sem Dave hafði unnið með þeim að, og sagði svo við Dave, að ef honum langaði í gullplötu, gæti hann bara keypt sér eitt stykki sjálfur.
Nú hurfu Slayer um tíma. Ég veit ekkert hvað varð um þá, en svo loks komu þeir aftur uppá yfirborðið með nýja plötu, “Divine Interventions”, og þar með vígðu Paul sem trommara. Ætli Dittohead sé ekki uppáhaldslagið mitt.
Nú voru Slayer aftur farnir að bögga aðra hljómsveit. Sepultura. Eftir að Sepultura höfðu sakað Slayer um að vera nasistar (örugglega útaf laginu SS-3) sögðu Slayer að Sepultura væru að reyna stela sándinu sínu.
1998 kom út platan “Diabolus in musicaa”, og olli svolitlum vonbrigðum miðað við hvað margar plötur seldust. Mér finnst diskurinn fínn, en samt ekki næstum því eins góður og gamla stöffið.
Árið 2001 kom út platan “God hates us All” og fer nú virkilega að bera á andkristnipælingum og er Kerry King strax farinn að bögga Korn og fleiri hljómsveitir (hehe). Matt hyde gerði plötuna með þeim, og Paul Bostaph, trommarinn, ákveður skyndilega að hætta í hljómsveitinni.
Nú er Dave Lombardo víst kominn aftur, og vinur minn sagði mér að Slayer væru komnir aftur í stúdíó að taka upp aðra plötu :D
Slayer eru án efa með betri hljómsveitum sem til hafa verið, og ég bíð spenntur eftir nýju plötunni.