Amen - We Have Come For Your Parents
Woooowww….. Kick in the ass tónlist!
Ég í rauninni asnaðist til að kaupa þennann disk, ég var
nebblega skítblankur og átti eiginlega engann pening. En mér
fannst gamli Amen diskurinn einfaldlega bara svo góður.
Þessi er ekki alveg jafn góður og sá gamli, en hann vex á
manni… svo ef þú hefur aldrei heyrt neitt með Amen mæli ég
með því að þú hlustir fyrst á hinn diskinn.
Fyrsta lagið heitir OK Killer og byrjar á svona örvæntingafullu
öskri/væli. Þá tekur gítarinn við, með keim af svona RAGE
sándi. Svo keyrist lagið í gegn á fullu blasti, og Amen stíllinn
kemur strax í ljós. Textarnir eru frekar harðir, og ég held að
Chasey Chaos hafi svolítið gaman af hnífum. Hann skýtur inn
orðum eins og “CUT OFF!” og “I´LL CUT YOU!”. En það er nú
allt gott og blessað og leiðir mann yfir í næsta lag,
Refuse Amen. Þetta lag er mjög þétt allann tímann, og
Chasey fær að njóta sín miklu meira. Þetta er ekkert
wünderlag, en samt stendur fyrir sínu.
Næsta lagið er uppáhaldslagið mitt á þessarri plötu, og ber
nafnið Justified. Gítarleikarinn spilar svo fast að hann afstillist
alltaf aðeins..
Kraftmikið og öflugt, og er aðeins öðruvísi en önnur Amen lög
sem ég hef heyrt.
The Price Of Reality heitir næsta lagið. Lagið er svosem
ágætt, en textinn er ekki alveg að virka. Chorusinn er mjöööög
flottur, fyrir utan textann..
Næsta lagið heitir Mayday og er eiginlega slappasta lagið á
disknum… Hef eiginlega ekkert um það að segja.
Under the Robe er ótrúlega flott lag. Dramatísk byrjun (hehe).
Chorusinn er frábær og textarnir eru kraftmiklir. Þetta lag fær
mann til að hrista hausinn.
Dead on the Bible heytir næsta lag og byrjar á mjög skræku
öskr sampli, svo flýtur lagið í gegnum mann. Ágætis lag.
Too Hard To Be Free byrjar mjög vel, leyðist inní svona týpískt
Amen riff, harðsoðið og hratt. Enginn gullmoli samt.
Ungreatful Dead. váááá…. ótrúlega flott lag. Geðveik lína sem
lagið byrjar á, og seinna í laginu kemur flottur hægur partur,
eitthvað sem er ekki algengt hjá Amen.
Hland vírus eða Piss Virus byrjar á einhverju svona syntha
ískri, og fer svo út í frekar hraða línu, eiginlega ekkert nýtt, en
lagið er samt sem áður djörfull flott. Chorusinn er mjög flottur
og ekki eins einhæfur og í hinum lögunum.
The Waiting 18 hljómar mjög mikið eins og eitthvað af gömlu
plötunni. Samt sem áður er eitthvað nýtt í þessu lagi, sem ég
hef aldrei heyrt áður hjá Amen.
Take My Head. Flott lag, ekki eins þrúgandi eins og hin lögin,
og leyfir manni aðeins að chilla inn á milli.
Næst síðasta lagið heitir In Your Suit. Textarnir eru helvíti
nettir.
Here´s The Poison er síðasta lagið á disknum, og endar
diskinn mjög vel…
Það sem mér finnst eiginlega verst við þennan disk er að
maður fær ekkert pláss til að anda. Hann er svo hraður allan
tímann og er frekar þrúgandi. En Amen er snilldar hljómsveit,
og þetta er náttúrulega annar diskurinn þeirra, og hann er víst
alltaf erfiðastur.
Ég veit ekki alveg hvernig ég á að flokka Amen sem
hljómsveit, en ég myndi segja að þetta væri Punk/Metall.
Söngurinn hjá Chasey Chaos er frábær. Textarnir fjalla um
Anti - Ameríku, Anti - trúarbrögð og eiginlega bara Anti allt. Þeir
eru mjög brútal og eru alls ekki fyrir hjartveikar ömmur.
*** 1/2