Physical Graffiti náði meiri sölu en flestar fyrri plöturnar og þegar hún kom út jókst aftur salan á hinum eldri. Um tíma náði hljómsveitin þeim einstæða árangri að vera með allar 6 plöturnar inná topp 100 sölulistanum í Bandaríkjunum. Hljómleikaferðin sem fylgdi var enn stærri en hinar og uppselt á flestum stöðum.
Í ágúst 1975 varð þó atburður sem klippti á allar frekari hljómleikaferðir, þegar Robert Plant og Maureen eiginkona hans lentu í alverlegu bílslysi á eyjunni Rhodos við Grikkland. Þau voru þar í stuttu fríi á milli hljómleikaferða. Bæði slösuðust alvarlega og eyddu nokkrum vikum á sjúkrahúsi. Plant var lengi að ná sér af völdum slyssins og hann var lítið með þegar næsta plata var undirbúin. Það er m.a. sagt að hann hafði ekki mikla vitneskju um hvernig lögin hljómuðu fyrr en hann heyrði þau í sinni endanlegu mynd. Hann söng inná plötuna sitjandi í hjólastól og síðan mixaði Page þetta allt saman. Það var í rauninni nokkuð undarlegt í ljósi aðstæðna að næsta plata kæmi út aðeins ári síðar en Graffiti. Platan kom út í mars 1976 og fékk nafnð “Presence”. Platan fékk hörmulega dóma gagnrýnenda. Það var margt að gerast í tónlistinni á þessum tíma og pönkið var það ferskasta sem hafði komið fram um langt skeið. Nú voru Zeppelin komnir með þann stimpil að þeir væru risaeðlur og spiluðu gamaldags tónlist.
Annað sem fór fyrir brjóstið á mörgum var að á Presence var lítið um tilraunamennsku og lögin flest frekar kraftmikið rokk með þungum takti og engir kassagítarar. Platan innihélt aðeins 7 lög og sum þeirra voru löng eins og Achilles Last Stand sem var tæpar 11 mínútur og Tea for One sem var um 9 mínútur. Það þótti benda til þess að Page hafi haft lítið efni til að moða úr. Platan fékk þrátt fyrir þetta góðar viðtökur plötukaupenda og rauk í fyrsta sæti bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum.
Það fylgdi engin hljómleikaferð Presence vegna þessa að Plant var ekki búinn að ná sér en í september þetta ár var tekin til sýninga kvikmyndin “The Song Remains The Same”. Hún var tekin upp í Madison Sq. Garden árið 1973. Nafnið var eftir lagi sem var að finna á Houses Of The Holy. Auk myndarinnar var gefin út tvöföld plata með tónlistinni úr myndinni. Myndin innihélt ekki bara hljomleikaupptökur, heldur var einnig bætt inn ýmsum, mismunandi vel útfærðum leiknum atriðum sem voru sum lítt skiljanleg, en áttu að tákna drauma þeirra í bandinu. Bæði platan og myndin fengu slæma dóma en sem fyrr ágætis viðtökur kaupenda. Menn gagnrýndu það m.a. að upptökurnar væru of gamlar og hefði átt að kom miklu fyrr, eða á þeim tíma sem hljómsveitin var á hátindindi sínum.
Vorið 1977 komst Led Zeppelin aftur af stað í hljómleikaferð um Bandaríkin. Hún gekk framar öllum vonum og það var ljóst að þeir félagar átt enn nóg inni. Þessi ferð reyndist verða síðasta hljómleikaferð Led Zeppeliln um Bandaríkin því að um miðjann júli lést Karac sonur Robert Plant skyndilega úr sýkningu. Plant flaug heim og ferðinni var hætt. Karac var 7 ára gamall, en Plant og eiginkona hans áttu að auki eina dóttur.
Dauði Karac lagðist skiljanlega afar þungt á Plant og fjölskyldu hans. Hann dró sig nær algerlega í hlé næsta eitt og hálft ár og margir bjuggust við að ferli hans og Led Zeppelin væri lokið. Í janúar 1979 eignuðust hann og kona hann hinsvegar annan son. Þetta virtist vekja Plant upp til lífsins að nýju og í apríl var tilkynnt að önnur plata væri á leiðinni. Hún kom út í ágúst 1979 og fékk nafnið “In Through The Outdoor”. Í titlinum mun vera vísað til þess að þrátt fyrir erfiðleika hafi hljómsveitin alltaf staðið á móti straumnum og haldið áfram. Platan var tekin upp í ABBA stúdíóinu í Stokkhólmi. Umslagið var nokkuð frumlegt, en platan var seld í bréfpoka og umslagið innan í pokanum innihélt myndir af manni sem sat á bar í suðrænu landi. Það voru hinsvegar til margar útgáfur af þessu umslagi og kaupendur vissu ekki hvaða útgáfu þeir fengu fyrr en bréfpokinn var rifinn upp.
Á ITTO voru eftir minnilegustu lögin In The Evening og All Of My Love sem Plant samdi til minningar um son sinn. Eitt lag skar sig úr öðrum og fékk blendnar viðtökur, en það var kántrílag sem bar nafnið Hot Dog. Menn gátu allaveg ekki sagt að Zeppelin rayndu eitthvað nýtt á þessari plötu. Hún ekkert sérstaka dóma gagnrýnenda, en flestir voru þó á einu máli um að hversu gott það væri að bandið væri komið aftur í gang. Þeir félagarnir voru hins vegar efins um hljómleikaferðir og um tíma var ekki ljóst hvort plötunni yrði fylgt eftir, því að bandið hafði ekki spilað opinberlega í meira en tvö ár og ýmislegt gengið á þann tíma. Það var þó að lokum ákveðið að byrja á Knebworth hátíðinni í Englandi um miðjann ágúst eða um það leyti sem platan kom út. Fyrst var samt talið æskilegra að prufukeyra bandið fyrir minni áhorfendahóp.
Ég hef aldrei fengið á því staðfestingu en á sínum tíma, skilst mér að hafi gengið sá orðrómur að umboðsskrifstofa þeirra hafi haft samband við aðila á Íslandi því að þeir hafi haft hug á að halda prufuhljómleikana hér á landi. Ekkert varð úr og sagt er að menn hafi bent hver á annan og því borið við að það væri vörusýning í gangi í Höllinni. Það veit kannski einhver sem les greinina hvort þetta er rétt eða ekki. Allavega þá fóru Led Zeppelin og spiluðu fyrir áhorfendur sem að stórum hluta voru blaðamenn í Falconer Teater í Kaupmannahöfn og fengu fínar viðtökur.
Salan á aðgöngumiðum á Knebworth margfaldaðist þegar ljóst varð að Zeppelin myndi eiga endurkomu sína þar. Það er til töluvert af bootleg útgáfum frá þessum tónleikum og það ekki annað að heyra en þeir hafi verið í fínu formi.
Það varð ekkert af frekari hljómleikum árið 1979, en árið eftir var bókuð ferð um Evrópu sem var farin í maí, júní og júlí. Henni lauk í Berlín 7. júlí og þá þegar ar búið að skipuleggja stóra ferð um Bandaríkin sem átti að hefjast í október.
Sú ferð var þó aldrei farin. Að að morgni þess 25 september 1980 lést John Bonaham á heimili Jimmy Page eftir að hafa setið að drykkju alla nóttina. Hann var 32 ára gamall. Í fyrstu var dánarorsök hans ekki gefin upp og það komst á sá orðrómur að hann hafi látist úr hjartabilun eða áfengiseitrun. En það komst að sjálfsögðu síðan upp að hann lést af köfnun vegna eigin ælu.
Félagar Bonzo í bandinu voru harmi slegnir vegna dauða hans. Í sjálfu sér kom dauði hans kannski ekkert sérstaklega á óvart. Bonzo hafði lifað skrautlegu rokkstjörnu líferni alla tíð. Hann drakk og neytti fíkniefna í miklum mæli, henti sjónvörpum útum glugga og ók á mótórhjólum um hótelganga og skemmti sér eins og rokkstjörnu sæmdi.
Í desember var tilkynnt að Led Zeppelin væru hættir samstarfinu og myndu ekki koma fram aftur opinberlega.
Síðan þá hafa þeir þó spilað tvívegis saman. Í fyrra skiptið á Live Aid 1985, en þá voru bæði Phil Collins og Tony Thompson á trommur, en síðara skiptið árið 1988 á 25 ára afmæli Atlantic Records, þar sem Jason Bonham sonaur Bonzo trommaði.
það hefur oft í gegnum árin verið orðrómur þess efnis að þeir myndu hefja samstarf að nýju og ýmsir verið nefndir sem væntanlegir trommarar. Page og Plant hafa starfað saman og tóku mörg af gömlu lögunum upp í unplugged útgáfu. Jones og Page hafa einnig starfað lítillega saman. Það mun alltaf hafa strandað mest á Plant að hefja samstarf að nýju undir Zeppelin nafninu, en hinir verið til í slaginn í um 1990 enda miklir aurar í boði. Sem dæmi má nefna að þó að hljómleikaferðir á eftir útkomu In Through The Outdoor hafi verið endasleppar þá voru þeir samt tekjuhæstu tónlistarmennirnir árið 1980. Lauslega áætlað drógu þeir saman rúmlega 20 milljarða það ár.
Plant er sá félaganna sem hefur verið langafkastamestur og hann gaf út 5 plötur á níunda og tíunda áratugnum. Page hefur gefið út eina sólóplötu og unnið að nokkrum plötum ásamt öðrum. Jones hefur einnig gefið út eina plötu sem vakti litla athygli.
Það verður að teljast fremur ólíklegt að þeir félagar komi aftur saman undir nafni Zeppelin úr þessu. Þeir hafa allir verið fremur lítið virkir síðustu árin og aldurinn hefur færst yfir þá. John Paul Jones verður sextugur á næsta ári, Plant árið 2006 og Page árið 2008.
En það er aldrei að vita hvað framtíðin berí skauti sér og eins og flestir vita eru hljómsveitir tregar á að hætta.