![MUNKY](/media/contentimages/7500.jpg)
Áður en hann byrjaði í KoRn var hann í hljómsveitinni LAPD með vinum sínum Brian (Head), David og Reginald (Fieldy). Hann komst í hljómsveitina aðallega út af því að hann var með mikið hár.
Hann var kallaður Munky út af því að þegar hann breiðir úr tánum þá líkist það apahendi. Hann var oft í gömlum bláum galla á sviði því honum fannst það vera svo „trashy,“ „dirty“ og „sick”. En þegar hann er á sviði finnst honum hann vera allt sem hann hatar við sjálfan sig. Svo fór hann að vera í hvítum galla með svörtum Xum niður og núna er hann bara í misjöfnum fötum, held ég.
Hann keypti sinn fyrsta 7-strengja gítar, Ibanez Universe (UV7), snemma á níunda áratugnum eftir að hafa heyrt snillinginn Steve Vai nota hann. Svo fékk hann Head til að spila líka á hann og þá getum við sagt að KoRn hljóðið var búið til. Nú nota þeir helst Ibanez K7 og hann er stilltur (A D G C F A D) í staðin fyrir venjulega stillingu 7-strengja gítara sem er ( B E A D G B E ).
Hann er með tvö tattoo. Gælunafn hans MUNKY á handleggnum hans og lítið KoRn merki á neðri hluta baksins.
James er giftur Stephanie Rouch. Þau giftust 15. janúar árið 2000 og eiga nú dóttur sem heitir Carmela Star, en hún fæddist 23 júní árið 2001.