1990-1991
Eftir mikla velgegni síðustu ára ákáðu Helloween að fara inn í stúdíó til að taka upp nýja plötu með sínum nýja gítarleikara.
En þá fór allt í háaloft!!!
Helloween hafði skrifað undir sammning hjá plöturisanum “EMI” og þeir hjá “NOISE” urðu eitthvað ósáttir. Helloween sakaði “NOISE” um að hafa verið að féflétta þá.
Eftir rúmlega ár í réttarsalnum urðu Helloween að játa sig sigraðan!! Ekki einungis þurftu þeir að greiða “NOISE” háar skaðabætur heldur var þeim bannað að gefa út efni fyrir utan Evrópu og Japan. Þannig að sumir aðdáendur(aðallega í USA) héldu að jörðin hefði bara hreinlega gleypt bandið!!!
En árið 1991 kom út platan “Pink Bubbles Go Ape”. Platan fékk slaka dóma og seldist frekar illa. Platan var líka dýr í framleiðslu þannig að Helloween tapaði þónokkuð af peningum á henni. En þó að platan hafi fengið slaka dóma að þá mæli ég samt eindregið með henni. Frekar róleg en alveg brilliant lagasmíðar.
1991: “NOISE” gaf út safnplötu með Helloween sem að kallaðist “The Best The Rest The Rare” sem að innihélt bæði lög af stúdíó plötunum og sjaldgæf B-Sides lög.
1993 gáfu Helloween út örugglega einu plötuna sem að mér finnst leiðinleg með þeim!! Hún kallaðist “CHAMELEON”. Platan var virkilega aurvísi!! Rosaflóknar lagasmíðar en lögin bara hæg og leiðinleg. Eina góða við plötuna er upptakan er alveg frábær og svo er 3-4 lög á henni sem að eru mjög góð. En platan fékk ennþá verri dóma en “Pink Bubbles Go Ape”.
Á þessum tíma var mórallinn orðinn frekar lélegur innan bandsins. Ingo var á kafi í neyslu fíkniefna og gat lítið sem ekkert spilað á tónleikum með bandinu sökum þess og veikinda og þurfti þá að fá mann í hans stað svona af og til.
Ingo var geðklofi sem að neitaði að taka lyfin sín og dópaði þess í stað og byrjaði að missa tökin á lífinu. Honum var eiginlega sparkað úr hljómsveitinni á “Chameleon” túrnum.
Michael Kiske söngvari ákvað síðan að hætta í hljómsveitinni út af eigin ástæðum og tónlistarlegum ágreiningi.
Þá var kominn tími fyrir eftirstandandi Helloween meðlimi að fara að leita sér af nýjum söngvara og trommuleikara.
Framhald síðar…….