Hér ætla ég að fara í gegnum sögu Dream Theater, því mér hefur fundist vanta umræðu um þessa snilldarhljómsveit.
Saga Dream Theater hefst árið 1986. Á þeim tímapunkti sóttu vinirnir John Petrucci og John Myung nám við Berklee tónlistarskólann í Boston. Þeir höfðu lengi gælt við þá hugmynd að stofna hljómsveit, en aldrei kýlt á það. Einn daginn í tónlistarskólanum rákust þeir á trommarann Mike Portnoy. Þeir urðu hrifnir og fóru að tala við hann. Þeir þrír urðu góðir vinir og ákváðu að kýla á þessa hugmynd, að stofna hljómsveit. Hljómsveitin fékk nafnið Majesty.
Line-up Majesty: John Petrucci (gítar)
John Myung (bassi)
Mike Portnoy (trommur)
Chris Collins (söngur)
Kevin Moore (hljómborð)
Fimmmenningarnir byrjuðu að spila á fullu, semja lög og þess háttar. Þeir tóku upp demo-tape sem innihélt 8 lög og fékk nafnið Majesty demos. Þessu dreifðu þeir um borgina til underground-gauranna á svæðinu. Þetta demo-tape seldist hins vegar fáránlega vel og þeir eignuðust þónokkra aðdáendur. Þetta var fjölfaldað endalaust og haldið áfram að dreifa og er vel hægt að ná sér í eintak enn þann dag í dag í gegnum netið og þess háttar.
Það kom að því að Chris Collins hætti í bandinu. Majesty menn héldu áfram að semja sem óðir án söngvara, og urðu lögin því öll instrumental. Þarna voru víst samin lög sem áttu eftir að verða mörg af þekktari lögum Dream Theater um ókomna tíð. Tíminn leið og árið 1987 fann Majesty nýjann söngvara. Það var Charlie Dominici. Þeim dauðlangaði að gefa eitthvað út af þessum haug af efni sem þeir áttu nú, þannig að þeir skrifuðu undir við Mechanic Records, og byrjuðu að vinna að sinni fyrstu plötu, When Dream and Day Unite. Þeir hófu upptökur á plötunni, en þeir komust ekki langt áður en það var hringt í þá. Annað band sem hét Majesty hafði víst verið til lengur en þeir og neyddust þeir því að skipta um nafn. Eftir miklar vangaveltur, margar hugmyndir og slatta af nöfnum sem fóru í ruslið, kom faðir Mike Portnoy með hugmyndina sem þeir áttu eftir að nota. Hann stakk upp á nafninu Dream Theater, sem var nafn á kvikmyndahúsi í Californiu sem búið er að rífa. Þeir gáfu plötuna When Dream And Day Unite út undir því nafni. Hún varð allvinsæl meðal underground-prog senunnar og seldist vel. Þessi plata var endurútgefin 2002 í takmörkuðu magni og inniheldur miklu betri hljómgæði en upprunalega útgáfan.
Eftir útgáfu plötunnar vildu þeir fara að spila um Bandaríkin, en fengu aðeins að spila á litlum klúbbum og börum þar sem Mechanic Records var svo lítið fyrirtæki, og vantaði fjármagn til að koma á fót almennilegum tour. Þarna vildu þeir byrja aftur á ferskum byrjunarreit og losuðu sig við Mechanic og ráku Dominici einnig.
Þeir prufuðu fjölda söngvara, en þeir áttu enn eftir að finna þann eina rétta. Þeim barst loks hljóðdæmi frá Kevin LaBrie, sem var þá söngvari í bandi frá Canada sem hét Winter Rose. Þeir urðu yfir sig hrifnir og ákváðu að koma honum til New York til frekari prófunar. Þeir höfðu yfir 200 söngvara til að velja úr og þeir völdu að lokum LaBrie.
Þeir æfðu sig mikið næstu misseri og tóku upp plötuna Images & Words. Hún kom út 1990 og er að mínu mati algert meistaraverk. Með þessari plötu höfðu þeir vonast til þess að komast á kortið eins og sagt er. Lagið Pull Me Under fékk mikla spilun og platan seldist framar þeirra vonum. Þeir eignuðust fjölmarga aðdáendur úr underground heiminum til viðbótar og allt gekk vel.
Eftir velgengni Images & Words touruðu þeir útum allt á Music In Progress tournum. ATCO, sem var útgáfufyrirtækið þeirra, og hafði meðal annars gefið út Images & Words fyrir þá, vildu gefa út live plötu. Tónleikar voru hljóðritaðir á þessum tour og gefnir út. Live At The Marquee var gefin út árið 1993, og var hún tekin upp á Marquee klúbbnum í London. Live in Tokyo tónleikarnir voru svo gefnir út á myndbandsspólu.
Eftir að þeir luku Music in Progress tournum byrjuðu þeir að vinna að sinni þriðju plötu. Þeir luku upptökum í Júlí 1994 og það var þá sem Kevin Moore, hljómborðsleikari bandsins sagði skilið við þá. Hann vildi einbeita sér að sínum eigin hugmyndum og hóf sólóferil sinn. Platan Awake kom út við mikla hrifningu Dream Theater aðdáenda, og Dream Theater fóru að leita sér að nýjum hljómborðsleikara. Þeir réðu Derek Sherinian til að fylla í skarðið á Waking up the World tournum. Þegar honum lauk prófuðu þeir nokkra hljómborðsleikara en ákváðu að halda Derek áfram.
Eftir mikla eftirvæntingu aðdáenda eftir nýrri plötu neyddust Dream Theater menn til að gefa eitthvað út til að halda þeim rólegum. Næsta plata þeirra varð mjög sérstök. Þeir fóru í stúdíó og tóku upp eitt lag. Það lag ber nafnið A Change Of Seasons, og er 23 mínútna langt snilldarverk sem allir ættu að kynna sér. Þetta lag var þó nokkuð gamalt, eða frá árinu 1989 um það leiti þegar þeir gáfu út Images & Words. Lagið var samið þá en ekki sett á Images & Words af einhverjum ástæðum, og ég giska á að lengd lagsins hafi haft töluverð áhrif á þá ákvörðun. Þeir gáfu út plötuna A Change Of Seasons, sem innihélt þetta eina lag og live upptökur af litlum tónleikum sem voru hljóðritaðir í Janúar 1995 á Ronnie Scott’s Jazz Club í London. Á þessum tónleikum spiluðu þeir lög eftir listamenn sem höfðu hvað mest áhrif á þá sjálfa. Á plötunni má heyra lög eftir Led Zeppelin, Deep Purple, Elton John, Pink Floyd og Queen, ásamt fleirum í flutningi Dream Theater. Platan kom út og voru aðdáendur afar glaðir með úkomuna. Dream Theater menn tóku lítinn tour í kjölfar útgáfunnar, og fóru svo í nokkura mánaða hlé.
Þeir komu saman aftur endurnærðir og byrjuðu að vinna að nýju efni. Þeir sömdu helling, og fyrr en varir voru þeir komnir með nægt efni til að gefa út tvöfalda plötu. Elektra, sem var labelið þeirra þá og er enn, vildu ekki gefa út tvöfalda plötu og neituðu því. Árið 1997 gáfu þeir því út plötuna Falling Into Infinity, og hún varð einföld, en frábær plata engu að síður. Afganginn af efninu geymdu þeir. Þeir fóru að sjálfsögðu í tour um heiminn í kjölfar plötunnar og eftir það ævintýri tóku þeir sér annað hlé. Raunin varð samt sú að þeir fundu sér bara eitthvað annað að gera meðan að þetta hlé varði. John Petrucci og Mike Portnoy spiluðu í hljómsveit sem hét Liquid Tension Experiment. Þar spiluðu þeir með Jordan Rudess og Tony Levin. Jordan Rudess sá um hljómborðið og Tony Levin spilaði á bassa. Derek Sherinian, John Myung og James LaBrie spiluðu líka í öðrum hljómsveitum.
Á meðan á þessu stóð kom platan Once In A LIVEtime út árið 1998 og varð hún tvöföld. Þeir gáfu einnig út videoupptökur af hinum og þessum tónleikum ásamt fleiru. Árið 1999 byrjaði hins vegar með því að Dream Theater mennirnir ráku Derek, og Jordan Rudess tók stöðuna á hljómborðinu í stað hans. Dream Theater höfðu lengi reynt að fá Jordan í hljómsveitina en hann var alltaf upptekinn af öðrum verkefnum. Þarna var kominn sú mynd á Dream Theater eins og hún er í dag.
Núna var komið að því eftir langan tíma að Dream Theater hófu upptökur að nýrri stúdíóplötu. Í þetta sinn gaf Elektra Dream Theater 100% frelsi til að gera hvað sem þeir vildu. Þessi plata átti líka eftir að verða rosaleg. 1999 gáfu þeir út rokk-óperuna Scenes From A Memory. Þessi plata er algert meistaraverk, er í leiðinni besta plata þeirra Dream Theater manna að mínu mati, og einnig besta plata sem ég hef nokkurn tímann hlustað á og eignast. Fyrir ykkur sem hafið ekki kynnt ykkur Dream Theater, þá mæli ég sterklega með þessari plötu.
Að sjálfsögðu fylgdi stór world-tour í kjölfarið. Árið 2001 leit fyrsta DVD-útgáfa þeirra dagsins ljós, og það voru tónleikarnir Metropolis 2000:Scenes From New York. Á þessum tónleikum fluttu þeir Scenes From A Memory í heild sinni ásamt eldri lögum þeirra. En fyrir aðdáendur sem áttu ekki DVD spilara, ákvað Mike Portnoy að gefa tónleikana líka út á cd. Þrefaldur tónleikadiskur, Live Scenes From New York kom á markaðinn. Áætlaður útgáfudagur var 11 September, 2001, sem varð hörmulegur dagur eins og allir vita. En þeim tókst að gera illt verra, þar sem á coverinu á þessum þrefalda tónleikadisk, Live Scenes From New York, var mynd af World Trade Center brennandi. Þetta var að sjálfsögðu alger tilviljun að þessi diskur skyldi koma út 11 September 2001, og það með þessu algerlega óviðeigandi coveri, og var diskurinn kallaður til baka hið snarasta. Diskurinn kom hins vegar út aftur með breyttu coveri.
Aftur fóru Dream Theater í stúdíó til að taka upp sína sjöttu stúdíóplötu. Útkoman varð tvöföld plata sem bara nafnið Six Degrees Of Inner Turbulance. Annar diskurinn inniheldur 50 mínútur af styttri lögum, en hinn diskurinn inniheldur 42 mínútna “syrpu”. Þessi syrpa er þannig að hún er í rauninni bara eitt lag, en er skipt niður í kafla. Plötunni var tekið afar vel af aðdáendum, enda einstakt snilldarverk.
Í dag bólar ekkert á nýjum útgáfum frá þeim Dream Theater mönnum, og verður maður bara að bíða spenntur.
Line-up Dream Theater: James LaBrie (söngur)
John Petrucci (gítar)
Mike Portnoy (trommur)
John Myung (bassi)
Jordan Rudess (hljómborð)