Annihilator - Never, Neverland Jæja, enn ein plötuumfjöllunin frá mér. Þetta er fimmta gagnrýnin sem ég hef skrifað á huga.

Allavega, ég ætla ekki að skrifa neitt um hvenær þeir urðu til, hvað þeir hafa gefið marga diska út etc. Því ég skrifaði heila grein um það sem hægt er að lesa hér.

Hér kemur lagalistinn:

The fun palace: Byrjar kröftuglega með sinn skammt af yfirtónum (ég elska að gera svoleiðis á rafmagnssgítar) og breytist í geðveika melódíu. Schnilld!!!!!!!!!!! Söngvarinn byrjar síðan að syngja og þetta er svona chorus-verse-chorus með smá undantekningum því það eru flottir millikaflar og síðan eitt af flottustu sólóum á þessum disk (það eru samt flottari á þessum disk). Sólóið minnir soldið á sólóin sem voru gerð um 1970-80 en þessi diskur var gefinn út árið 1991 þannig að þetta er flott comeback. Geðveikt lag.

Road to ruin: Mér finnst þetta lag hafa að geyma mörg vinsælustu riffin í deathmetal í dag. Kæmi mér ekki á óvart þótt sumar deathmetalhljómsveitir hlustuðu mikið á þessa gaura. Fullt af taktbreytingum og momentum þegar lagið stoppar og byrjar aftur sekúndubroti seinna (veit ekki orðið yfir það). Sólóið kemur síðan og hefur þessi jazz/blús áhrif síðan Jeff Waters lærði á gítar. Endar síðan skemmtilega, eins og bíll klessi.

Sixes and sevens: Þetta er bara svo spooky byrjun að það er yndislegt! Vá! Hreinlega elska það. Lagið fer síðan í þetta thrash-form, nema þetta er melódískara en annað thrash, enda vildi Jeff hafa gítarinn melódískari en þeir í Slayer og Metallica gerðu. Textinn er líka soldið flottur, sérstaklega chorusinn: Sixes and sevens/destroyed earth´s battle´s control! (þetta er reyndar mjög tæp ágiskun, en ef þetta er rétt, þá þýðir þetta: geðveiki, eyðilagði hernaðarjafnvægi jarðarinnar (eða eitthvað í þá veru). Á vel við ástandið í dag. Lagið hefur að geyma mikið af kaflabreytingum sem er frábært og manni finnst þetta lag vera lengra en rúmlega fimm mínútur því þetta hefur svo mikið af riffum og pælingum og öllu saman.

Stonewall: Þetta er eitt af uppáhaldslögunum mínum á þessum diski. Aðalástæðan fyrir því er rólegi kaflinn sem kemur stundum inn í og blandast svo vel við overdriven gítarriff em koma eftir það. Þessi kafli er sona týpa sem maður myndi spila á klassískan gítar en myndi ekki detta í hug að nota í metal. En þeim tókst það! Lagið er reyndar því miður ekki meira en verse-chorus-verse en síðan koma millikaflar sem lappa aðeins upp á það en samt sem áður þá hrífur melódían í þessu á mann eins og kaffi þegar maður er nývaknaður (fyrir þá sem drekka kaffi).

Never, Neverland: Ég var að pæla í því um daginn, hvor var að stela frá hverjum? Annihilator eða Metallica? Ég meina, hugtakið Never, Neverland kemur fyrir í báðum diskunum og þeir eru gefnir út sama árið. Niðurstaðan mín úr þessu er að þetta hafi verið hreinasta tilviljun, eða þetta komin fyrir í einhverju ævintýri (annað en Pétur Pan, því þar heitir það bara Neverland). Ég hef ekki hugmynd. Anyway. Lagið byrjar á clean gítar með sona spooky delay og eitthvað. Síðan fer það strax í overdrive með sama stefi og síðan breytist örlítið (frekar erfitt að lýsa þessu, verður eiginlega bara að hlusta). Síðan róast aftur í laginu og maður býst við að þetta verði ballaðan í disknum, svipað og Metallica gerðu alltaf, hafa eitt rólegt lag. En síðan lifnar þetta allt við og kemur þessi deathmetall í ljós. Síðan fer það aftur í rólega stefið, en síðan þegar maður heldur að þungi kaflinn komi aftur, þá kemur sona spooky endir sem er ekkert ósvipaður byrjunninni.

Imperiled eyes: Snilldarlag út í gegn! Maður tekur eftir því að undirspil hjá Annihilator er oftast flóknari heldur en í samanburð við t.d. Slayer. En allavega, lagið gengur síðan lalalala og það kemur alltaf eitthvað nýtt í ljós því oftar sem maður hlustar á þetta. Síðan kemur að sólóinu. Þetta ER flottasta sólóið á disknum. Smári Tarfur var að sýna mér hvernig ætti að taka þetta sóló, síðan þegar hann reyndi að taka það eins hratt og hann gat, þá reyndist það ekki nógu hratt. Pælið í því!

Kraf dinner: Nú er farið að síga á lélegri lögin. Ekki léleg, heldur lélegri en fyrri. Þetta lag giska ég á að sé ekki til að taka alvarlega, heldur bara með húmor. Þetta er um hversu gott er að borða og maður er svona bara í góðum fílíng þegar maður hlustar á þetta. Síðan er endirinn mjög fyndinn en þá segir söngvarinn með stelpulegustu rödd sem ég hef heyrt: Everything is full of love and butter :-)

Phantasmagoria: Snilldarbyrjun á semi-góðu lagi. Minnir soldið á Metallica á tímum Kill’em all. Það er reyndar ekki mjög mikið um þetta lag að skrifa þannig að ég sleppi því.

Reduce to ash: Keimlíkt Kraf dinner. Ég er ekki hrifinn af þessum lögum sem eru síðast enda skrifaði ég ofar að þetta er hlutinn með lélegri lögum. Hins vegar þá er sólóið illilegar flott og Jeff Waters sýnir það að hann er betri en margur gítarleikarinn. Ég verð að viðurkenna að hann er betri en idolið mitt, Kirk Hammet. En það er allt í lagi því ég get alveg haft tvö idol. Hehe.

I am in command: Þeir gátu greinilega ekki látið þetta lag í friði. Ehh, ég fíla ekki þetta lag. Of mikið eins og hin.

Síðan eru tvö lög í viðbót en þau eru demó þannig að ég ætla ekki að skrifa um þau.

Diskurinn í heild sinni er algjör snilld sem síðan versnar á endanum, því miður. Annars er þetta vel heppnaður diskur miðað við að þetta er annar diskurinn þeirra og ég held mikið upp á þennan disk.

Stjörnugjöf: 3 stjörnur af 5

Ps. Ég vil endilega sjá fleiri plötuumfjallanir, mér finnst einsog það sé of lítið af þeim.

Weedy