Gömlu mennirnir í Judas Priest eru að nálgast sextugt, en þeir gefa þeim yngri lítið eftir og tónlistin verður þyngri með hverri plötu. Hér er brot af sögu þessarar sveitar sem er búin að starfa svo lengi og hefur haft áhrif á svo margar aðrar hljómsveitir.
Hljómsveitin Judas Priest var stofnuð í Birmingham árið 1969, af söngvaranum Alan Atkins. Nafnið var fengið úr lagi Bob Dylan The Ballad of Frankie Lee and Judas Priest. Atkins var í samstarfi við hina og þessa þar til hann kynntist Ian Hill bassaleikara og KK Dowing gítarleikara Hill og Downing spiluðu þá saman í bandi sem hét Freight. Þeir ákváðu að slaufa því nafni og teka upp Judas Priest í staðinn. Þeir réðu trommara eftir trommara en gekk ekki að halda á neinum enda var bandið ekki að spila mikið. Hljómsveitin spilaði rokk í anda Deep Purple og Black Sabbath sem voru vinsælar á þessum tíma. Raunar voru Sabbath líka frá Birmingham og Atkins hafði verið dálítið í samskiptum við þá. Árið 1973 gafst Atkins upp á eymdinni og ætlaði að meika það annarsstaðar. Þeir sem eftir voru í Priest fengu að halda nafninu og þeir réðu í staðinn sem söngvara Rob Halford, en hann var mágur Ian Hill. Halford var á þessum tíma ljósamaður í leikhúsi og söng með hljomsveit sém hét Hirosima. Þeir bættu öðrum gítarleikara við árið eftir. Það var Glenn Tipton.
Eftir að Halford kom til sögunnar fór allt að ganga mun betur og hann kom líka meiri alvöru í málin. Skipulagði ferðalög til að spila og kom á sambandi við plötuútgefendur. Það virkaði að einhverju leyti því að þeir fengu plötusamning það sama ár (1974) og gáfu strax út fyrstu plötuna. Hún hét \“Rocka Rolla\” og framan á henni var mynd af kóktappa þar sem stóð Rocka Rolla í stað Coca Cola. Platan fékk bæði slaka dóma og daufar viðtökur. Þeir gáfust samt ekki upp og gáfu út aðra plötu árið eftir. Sú hét \“Sad Wings of Destiny\”. Sú plata fékk bæði góða dóma og spilun í útvarpi, bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi. Lög af þessar plötu eru enn á prógrammi sveitarinnar eins og Ripper og Victim of Changes.
Í kjölfar Sad Wings fengu þeir gott díl við CBS. Fyrsta platan undir þeim merkjum var \“Sin After Sin\”, sem kom út 1977. Roger Glover bassaleikari Deep Purple próduseraði hana og hún fékk góða dóma. Á henni var útgáfa þeirra af lagi Joan Baez, Diamonds and Rust. Platan fékk þokkalegar viðtökur kaupenda, en þeir náðu samt ekki alveg að brjóta ísinn. Pönkið hafði nú náð fótfestu í Bretlandi og bönd eins og Priest voru álitin gamaldags og úldin.
Næsta plata \“Stained Class\” kom 1978. Af henni bar hæst lögin Exciter og Beyond The Realms Of Death. Hún seldist betur en hinar fyrri og tónlistin hjá þeim var að byrja að mótast og Þeir unnu hægt og sígandi á þó að vantaði töluvert á að þeir næðu alveg að slá í gegn. Á þessum tíma voru hljómleikaferðirnar ennþá bundar við Evrópu og plötusalan mest í Bretlandi
Árið 1979 kom plata sem gaf þeim tölæuverðan byr. Hún hét \“Killing Machine\” í Evrópu en var gefin út í Bandaríkjunum undir nafninu \“Hell Bent for Leather\”. Á henni var skipt dálítuð um gír og keyrt af meiri krafti en áður. Með þessari plötu náðu þeir ennþá meiri hlustun og þeir fengu að túra vítt og breitt og spiluðu m.a. í Bandaríkjunum og Japan. Á þessari plötu tóku þeir aftur cover-lag, í þetta sinn gamla Fleetwood Mac lagið Green Manalishi. Það var upphaflega bara á bandarísku útgáfunni en var síðar bætt inná aðrar útgáfur. Annað lag, Take on the World náði að komast á topp 20 vinsældalistann í Bretlandi. Á þessari plötu trommaði Les Binks og það var í fyrsta sinn sem þeir höfðu sama trommarann á tveimur plötum í röð. Binks þótti gefa hljómsveitinni miklu þéttari grunn er forverar hans.
Sama ár þ.e. 1979 var gefin út hljómleikaplatan \“Unleashed in the East\”. Sú var tekin upp í Japan fyrr á árinu. Hún fékk fékk fínar viðtökur, enda nutu Priest sín best á hljómleikum. Á þessum túr afhjúpaði Halford í fyrsta sinn mótórhjólið góða sem hann ók jafnan um sviðið undir lok hljómleikanna. Þessi plata varð sú fyrsta frá Priest sem seldist í meira en milljón eintökum. Skömmu eftir útgáfu hennar hætti Les Binks og í stað hans var Dave Holland ráðinn á trommurnar. Hann var með Priest næstu 10 árin. Þeir prestarnir vissu að næsta plata myndi ráða framtíð þeirra og hana þyrfti að vanda. Nú var Heavy Metal að ná sér aftur á strik í Bretlandi eftir pönkárin og ýmsar hljómsveitir í þeim geira að skjóta upp kollinum eins og Def Leppard og Iron Maiden.