Dissection
Þessi grein er tileinkuð black metal goðsögnunum í Dissection. Hljómsveitin gaf út aðeins tvo diska í fullri lengd, en komust samt á sama stig og Dimmu Borgir, Emperor og Cradle Of Filth komust á með mörgum útgáfum og erfiðis vinnu. Sennilega er ástæðan fyrir því hvað Dissection var gera black metal á frábrugðin hátt og hinar hljómsveitarnar. Þeir hafa lítið breytt um stíl frá því að þeir byrjuðu eins maður getur heyrt á gömlu demóum bandsins.
Dissection var talin ein af tveimur mikilvægustu sænsku black metal hljómsveitunum, með duoinu Abruptum, og þessar tvær hljómsveitir héldu uppi mikil tengslum við hvor aðra. Dissection myndaði í kringum sig mikla aðdáun í kinrgum sig, og margir reyndu að sanna sig fyrir þeim, bæði með að stofna hljómsveitir sem hljómuðu svipað og Dissection, meðan aðrir vanhelguðu grafir í þeim tilgangi að sanna sig fyrir framan meðlimi bandsins. Hljómsveitin var annars stofnuð árið 1989 af söngvaranum og gítarleikaranum Jon Nödtveit, og vini hans John Zweetslot, einnig á gítar. Þessir tveir voru mikilvægustu meðlimir bandsins, og aðal lagasmiðir bandsins líka, meðan Nodveit samdi textana eins og skáld af satanas náð, samdi Zweetlot mest af tónlistini sem heyrðist á demo upptökum Dissection, og á fyrstu plötu þeirra, The Somberlain, sem var gefin út 1993. Síðar bættust við bassaleikarinn Peter Palmdahl og Ole Öhman. Með þetta fullkomnaða line-up fyrir þessa fullkmonu hljómsveit, tók Dissection upp sit fyrsta demo, The Greif Prophecy, árið 1990. Smáskífan Into Infinite Obscurity var gefin út ári síðar, og með því var nýr hljómur til, sem heyrist nær eingöngu á þessum demóum, og á The Somberlain plötuni. Árið 1992 komst hljómsveitin á samning við No Fashion fyrirtækið, og tók upp The Somberlain á um það bil þrem vikum, en á meðan því stóð var fyrirtækið keypt upp og útgáfu The Somberlain frestað, vegna lélegra rekstar hæfileika eiganda fyrirtækisins – Tomas Nyquist, sem átti líka Putrefaction tímaritð sem varpaði ljósi á flest það sem var að gerast í underground heiminum í Svíðþjóð, og var Dissection þar oft í sviðsljósinu.
Hljómsveitin lét samt sem áður ekki bjóða sér upp á þetta og gerði einnar plötu samning við House Of Kicks fyrirtækið, bara í þeirri von um að gefa plötuna út. Hún kom út snemma árið 1993, og eftir þetta þurftu Dissection ekki að hafa áhyggjur varðandi plötu útgáfur framar, vegna allrar þeirrar athygli sem þeir fengu fyrir plötuna, sem hljómaði að mestu leyti eins og Iron Maiden að spila black metal í mjög dimmum stíl.
Athyglin sem þeir fengu fyrir The Somberlain jafnaðist samt sem áður engan vegin við þá athygli sem þeir fengu fyrir plötuna Storm Of The Light’s Bane, sem kom út tveimur árum síðar, í gegnum Nuclear Blast útgáfuna, og sú athygli má þakka fyrir alla þá kosti sem platan hefur nú, 8 lög, eitt intro, eitt outro og 6 venjuleg, sem eru öllum hverjum betri, ekkert léglegt lag á plötuni, sem er eitt mesta meistaraverk black metal senunar. Allt sem black metal band getur dreymt sig um varð í vegi Dissection tveimur árum síðar, góðir dómar allstaðar, sölutíðnir upp úr öllu valdi og stór tónleikaferðalög hér og þar, meðal annars á Dynamo, Wacken og Gods Of Darkness.
Árið 1997 gáfu þeir út smáskífu fyrir lagið Where Dead Angels Lie, eitt af bestu lögum Storm Of The Light’s Bane, og sama ár gáfu þeir út demo safnið The Past Is Alive – The Early Misicheif (held ég). Ári seinna var Nodtveit sakfelldur fyrir morð á homma, ásamt vini sínum og hlaut um það bil átta ára fangelsi fyrir vikið. Palmdahl og live trommarinn Tobias K. Erlandsson (held ég), stofnuðu nýja hljómsveit sem hét Soul Reaper (eins og eitt af bestu lögum Storm Of The Light’s Bane). Nodtveit hélt áfram að semja sína ljóðrænu texta um mykrið og kaldan dauðan, og mun ganga til liðs við Dissection þegar honum verður sleppt á þessu ári, meðan Bard nokkur Eithun úr Emperor (sem var sleppt út í Desember 2002, eftir að sitja inn í um það bil níu og hálft ár fyrir kaldrifjað morð á homma) mun sitja á bak við trommusettið þegar Dissection munu stíga fram á sjónarsviðið á ný. Þangað til mun Nuclear Blast gefa út live plötuna Live Legacy þann 24. Febrúar næstkomandi, sem mun innihalda upptöku frá tónleikum þeirra á Wacken 1996, í fullkomnum gæðum að sögn Nuclear Blast, en þeir endurútgáfu Storm Of The Light’s Bane í fyrra, með endurbættu coveri, endurbættum hljómgæðum og aukalögum.