heheh well ef þú værir búinn að vera lesa það sem ég er að pósta hér ættirðu að vita að ég þarf ekkert altnikk til að koma mínum skoðunum á framfæri. Það er nú svo einkennilegt með það að ég bara þekki þann sem er með þetta nikk hér á huga, já þetta er einkennilegt en fólk talar saman á öðrum stöðum en á huga.is…..má þar t.d. nefna Irc, kaffihús, síma, jólaboð, vinnustaði, bréfdúur og svo framvegis, ég vona að þú náir heildarmyndinni af því að við búum í frekar pínulitlu þjóðfélagi.
En það er þá bara greinilegt að það er ekki sama hvort að það er Jón eða séra Jón þegar er verið að nota huga.is og dugar þar að minnast á Scope sem dæmi um notanda sem ætti að vera löngu búið að loka á og þannig mætti telja áfram upp einhverja þursa sem hafa verið að pósta tómt krapp en sloppið nokkuð vel hingað til.
Ég vona bara að frelsi til að hafa aðrar skoðanir en þær sem vefstjórar hafa fái að halda sér og það verði opnað aftur á Chosen eða að þú komir með góð rök fyrir því að opna ekki aftur á hann.
Með vinsemd og virðungu ásamt óskum um farsælt komandi ár og þökkum fyrir liðnar stundir á árinu sem er að líða.
Kveðja
Jón Gunnar
ps. sjáumst svo sprækir uppí Ármúla 2.jan