Shit maður! Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi Evergrey, en vá!! þetta er þyngra, flottara og betra en nokkuð sem þeir hafa látið frá sér.
Coverið sést hérna: http://www.progart.com/bands/evergrey_recreation/noren. jpg
og það besta er að þeir munu endurtaka leikinn í næstu viku, næsta laugardag um svipað leyti (líklega um 20-21 leytið eins og núna) og spila allan diskinn aftur. Þá verður Michael bassaleikari Evergrey í chattinu… áhuginn núna varð nefnilega slíkur að það gátu færri hlustað en vildu (þetta er einungis netradio) og live-feed rásarinnar varð mettað… s.s. færri komust að en vildu.
Ég legg til að fólk hérna kíki á málið næsta laugardag.
Á meðan er hægt að nálgast eldra efni með þeim á http://www.evergrey.net
í öðrum fréttum af bandinu má nefna að það er að fara til USA í júní að spila á metalhátíðinni “Brave Words and Bloody Knuckles 6 Pack” sem er skipulögð af tímaritinu Brave Words and Bloody Knuckles. http://www.bravewords.com
Bönd sem eru staðfest eru:
TROUBLE
NEVERMORE
JAG PANZER
HYPOCRISY
ELEGY
WOLF
KATAKLYSM
BEYOND THE EMBRACE
EVERGREY
og fleiri eiga eftir að bætast við.
Resting Mind concerts