Darkthrone

Darkthrone var stofnuð árið 1987 eftir að hljómsveitir eins og Mayhem voru að gefa út plötur sem mótuðu það sem er í dag þekkt sem black metal. Darkthrone inniheldur aðeins þrjá meðlimi, Fenriz, Nocturno Occulto og Zephyrous.

Eins og margar aðrar góðar hljómsvetir, brutust Darkthrone út úr norsku black metal senuni á seinni hluta níunda áratugarins. Fyrst hétu þeir Black Death og spiluðu mest thrash og death metal, en voru undir miklum áhrifum frá hljómsveitum eins og Mayhem og Venom. Rétt áður en þeir skrifuðu undir samning hjá Peaceville fyrirtækinu skiptu þeir um nafn og breyttu nafninu í Darkthrone og byrjuðu að spila death metal.

Árið 1990 gaf Peaceville út Soulside Journey, þeirra fyrstu plötu, sem var tekin upp í Sunlight Studios í Svíþjóð, og pródúseruð af meðlimum sæsnku death metal hljómsveitinni Nihilist (heitir núna Entombted). Sama ár fá þeir svo leið á öllu þessu trendi sem snerist í kringum death metalið og fara að spila black metal, eftir að vera teknir undir væng hins mikla Euronymous í Mayhem. Einu ári síðar gáfu þeir út plötuna A Blaze In The Northen Sky, sem var aftur gefinn út af Peaceville. A Blaze In The Northen Sky er talin mikilvægasta black metal plata sem kom út á eftir Deathcrush MLP með Mayhem nokkrum árum áður, það er að segja ’87. Með þeirri plötu kom einnig þessar kenningar um hvernig hatursfullt black metal átti að vera, skítasánd og brutal músik, samsvarar helgispjöll í formi satanísku þungarokki. Eftir að Under A Funeral Moon kom út ári seinna þróuðust þær kenningar út í öfgar, enda var platan miklu hráari en A Blaze In The Northen Sky og samhengið var meira í kringum satanisma frekar en fyrri verk þeirra. Peaceville fyrirtækið þurfti að þola harða dóma fyrir að gefa út slíka tónlist, enda var þetta ekki í fyrsta skiptið sem Peaceville lendi í vandræðum með útgáfumál sín, eins með Autopsy plötuna Acts of the Unspeakable. En í fyrsta skipti þurfti Peaceville að gefa frá sér frétta yfirlýsingu varðandi slík mál, fyrir útgáfu fjórðu plötu Darkthrone, Transilvanian Hunger. Upprunalega átti að standa á bakhlið plötu umslagsins Norsk Arisk Black Metal og vandræði þóttu að Count Grishnack átti þátt í að semja texta fyrir plötuna. Breyta þurfti plötuni svo um munar til að Peaceville gat gefið út Transilvanian Hunger, sem kom út seint árið 1993. Platan er ein sú hráasta sem hefur verið gefin út, og er erfitt að venjast. Grishnack samdi meira efni fyrir Darkthrone meðan hann var í fangelsi, sem þeir notuðu á Panzerfaust plötuni, sem kom út 1994 í gegnum Moonfog útgáfuna, en eftir Transilvanian Hunger lauk þeirra fjögra plötu samningi við Peaceville.

Þessar fjórar plötur eru taldnar klassískar Darkthrone plötur, og voru mjög áhrifamiklar á senuna. Panzerfaust er talin sú síðasta Darkthrone platan þar sem þeir spila það sem kallast True Norwegian Black Metal. Árið 1995 söfnuðu Fenriz og Nocturno Occulto saman textum eftir mikilvæga aðila í black metal senuni og sömdu tónlist við, sem var notuð á plötuni Total Death, sem vakti þrátt fyrir það mikil vonbrigði hjá hörðustu Darkthrone aðdáendunum. Eftir að Total Death kom út spiluðu Darkthrone loka show með Nocturno Occulto, og eftir það hætti hann um tíma. Ári síðar var Goatloard gefin út, en Goatlord er rehersaltape sem þeir tóku upp fyrir mörgum árum, stuttu eftir Soulside Journey. Á meðan hann hætti Darkthrone hékk Nocturno Occulto mikið upp í fjöllum í Noregi, og sótti þar nýjan innblástur fyrir textana sína. Hann tók þátt í að spila sem live gítarleikari fyrir hljómsveitina Satyricon árið 1998, og gekk svo aftur í Darkthrone sama ár. Með þetta nýja texta concept tóku Darkthrone að þróast frá fyrri verkum þeirra, og gáfu út plötuna Ravishing Grimness, sem er ekki talin neitt sérstaklega betri en það sem Darkthrone voru að gera fyrir. Darkthrone taka svo upp á því að veita viðtöl í fyrsta skipti í sögu bandsins, og spila meira af tónleikum en nokkru sinni fyrr, og það gekk á alveg fram á seinni hluta ársins 2000, þar sem þeir tóku upp plötuna Plaugeweilder, sem bætti vel fyrir vonbrigðin sem Ravishing Grimness og Total Death ollu. 2001 var Plaugeweilder gefinn út, og Peaceville endurútgaf fyrstu fjórar Darkthrone plöturnar, sem voru allar löngu out of print. Darkthrone eru núna að vinna að nýrri plötu sem á að heita Hate Them, sem þeir tóku upp á 26 klukkutímum, en hann á að koma út í Mars. Peaceville mun gefa út fyrstu fjóra diskana aftur seinna á árinu 2003, með sérstöku DVD aukaefni sem þeir eru að taka upp um þessar mundir, og mun Transilvanian Hunger innihalda upprunalega plötuumslag sem var áður bannað.