IRON MAIDEN Hér koma einhverjar staðreyndir um Iron Maiden. Helst um diskana og uppsetningu hljómsveitarinnar. Ég vona að ykkur líki þetta og að það séu engar villur.


Iron Maiden eru: Bruce Dickinson(söngur), Adrian Smith(gítar), Dave Murray(gítar), Janick Gers(gítar), Steve Harris(bassi, mest allur texti) og Nicko McBrain(trommur). Þeir eru “heavy metal” hljómsveit frá Englandi sem eru búnir að starfa síðan 1975.

Steve Harris stofnaði hljómsveitina með Dennis Wilcock (söngur), Dave Murray og Doug Sampson (trommur) en árið 1977 kom Paul DiAnno í stað söngvarans Dennis Wilcock. Árið 1979 komu Tony Parson (gítar) og Clive Burr (trommur) og Doug Sampson hætti. Þá komu út einhver demo með þeim og þeir hættu öllum öðrum vinnum sínum til að einbeita sér að tónlistinni. 1980 hætti gítarleikarinn Tony Parson og í stað hans kom Dennis Stratton en Stratton hætti fljótt og í stað hans kom Adrian Smith og þeir gáfu út diskinn “Iron Maiden”.

1981 gáfu þeir út diskinn “Killers” en þá hætti söngvarinn Paul DiAnno og í stað hans kom Bruce Dickinson.

1982 gáfu þeir út diskinn “The Number Of The Beast” en þá fær trommarinn Clive Burr einhvern sjúkdóm og Nicko McBrain kom í stað hans.

1983 gáfu þeir út diskinn “Piece Of Mind” en árið 1984 gefa þeir út diskinn “Powerslave” og þeir byrjuðu að hafa risastórt lukkudýr á tónleika en lukkudýrið Eddie var í raun rótari þeirra held ég.

1985 gáfu þeir út live diskinn “Live After Death” en árið 1986 gáfu þeir svo út diskinn “Somewhere In Time” og svo gáfu þeir út diskinn “Seventh Son Of A Seventh Son”.

1990 hætti svo gítarleikarinn Adrian Smith og í stað hans kom Janick Gers og þeir gáfu út
diskinn “No Prayer For The Dying”.

1992 gáfu þeir svo út diskinn “Fear Of the Dark” en árið 1993 hætti söngvarinn Bruce Dickinson en í hans stað kom svo Blaze Bayley og þá gáfu þeir út live diskana “Live At Donington” og “A Real Live/Dead One”.

1995 gáfu þeir út diskinn “The X Factor”, 1996 gáfu þeir út diskinn “Best Of The Beast” og svo 1998 gáfu þeir svo út diskinn “Virtual XI” en þá hætti Blaze.

1999 gáfu þeir svo út tölvuleikinn “Ed Hunter” sem er svon 3D action leikur.

2000 gáfu þeir svo út “Brave New World” með Bruce Dickinson og Adrian Smith og árið 2002 gáfu þeir svo út live diskinn “Rock In Rio” ásamt “Edward The Great: Greatist Hits” og “Eddie´s Archive: 25th Anniversary Metal Casket”.

Árið 2003 munu þeir gefa út “Eddie´s Head” og nýja plötu.