Það er þráður í korkunum hér á hugi.is/metal þar sem einhver kvartar sáran yfir því að ekki sé nein þungarokkshljómsveit á Íslandi. Þessi staðhæfing er e.t.v. ekki alveg úr tómu lofti gripin, því þungarokkshljómsveitir sem ekki tilheyra hardcore/harðkjarnasenunni hafa verið vandfundnar, þó svo að þær hafi nú líklega leynst hér og þar.
Mér datt því í hug að stofna hérna þráð með þeim íslensku þungarokksböndum sem ég man eftir í augnablikinu og vil ég endilega biðja sem flesta að bæta við þeim hljómsveitum sem þeir þekkja. Það sem um ræðir hérna er að lista upp allar þær hljómsveitir á Íslandi sem spila þungarokk, allt frá létt-þungarokki (hard-rock) ala Whitesnake/Sign og upp í argasta black- og deathmetal með viðkomu í melodic/thrash/grind/gothic/speed/hair og allt þar á milli. Skilgreiningin á hugtakinu þungarokk, sem er einfaldlega íslenska orðið yfir “heavy metal” nær nefnilega yfir allt þetta, er einhvers konar móðurheiti fyrir alla hina mismunandi undirflokka.
Ekki væri heldur verra að fá eins og 2-3 línur um hverja þá hljómsveit sem þið nefnið og e.t.v. link á heimasíðu…
Ég byrja:
Anubis frá Akureyri
Spila svona gothenburg style death metal, melódískt dauðarokk… 9. jan spila þeir í Hinu húsinu, ekki láta þig vanta!!
Heimasíða: ??
Changer
Svolítið Meshuggah style death metal. Eru alltaf að verða þéttari og betri spilarar en eru samt að vissu marki að gæla við harðkjarnasenuna, e.t.v. vegna þess að það koma svo ansi margir á slíka tónleika…
Heimasíða: http://www.veraldar.net/changer/
Exizt
Gulli Falk og félagar… ein af elstu og langlífustu hard rock/metal sveitunum okkar. Melódískt hard rock/metal hér á ferð.
Sign
Fyrir ofan Himininn, nýjasta plata þeirra, inniheldur allnokkur lög sem ekki er hægt að flokka öðruvísi en sem hard rock/metal ala hair-metal níunda áratugarins með svolítið öðruvísi sándi. Inniheldur nokkur virkilega góð lög en dettur niður í nokkrum.
Heimasíða: ??
Kalk
Eru yfirleitt nokkuð léttir og teljast varla þungarokk en detta inn í það af og til og eiga nokkra ágæta spretti inn á milli. Hafa það sem reglu á tónleikum að taka alltaf lagið Future World með Helloween
Heimasíða: http://www.kalk.is
Forgarður Helvítis
Flestir þekkja þessa hljómsveit líklega, er algjör kult-hljómsveit á íslensku senunni með Sigga Pönk í broddi fylkingar. Þetta er brutal death metal eða grindcore eða eitthvað svoleiðis. Lítið um melódíur (Það sem ég hef heyrt), heldur bara brjáluð keyrsla í yfirleitt stuttum lögum sem skila sínu.
Heimasíða: http://www.helviti.com/forgardur
Myrk
Blackmetal
H eimasíða: http://www.helviti.com/myrk
Potentiam
Blackmetal
Curse
Blackmetal, project að ég held frá einum af meðlimum Potentiam.
Múspell
Death metal af einhverri tegund að mig minnir.
http://www.helviti.com/muspell/
Sólstafir
Thrash metal eða eitthvað nálægt því.
XIII (þrettán)
Nú er nokkuð langt síðan ég hef heyrt í þeim, en þetta er ekkert svo voðalega þungt, þyngra en Whitesnake… léttara en Slayer. (skilgreining ekki á hreinu)
Klink
Grindcore… eitthvað rosalega þungt og brutalt. (skilgreining ekki á hreinu)
Brain Police
Eyðurmerkurrokk eins og þeir kalla það… Sver sig mikið í ætt við Stoner metal.
DUST
Einhver tegund af nu-metal. (skilgreining ekki á hreinu)
Heimasíða: http://www.dustrocks.com
Fleiri???
Resting Mind concerts