Jæja, jólatónleikar dordinguls.com búnir og ég er ennþá að jafna mig, kl.03:15.

Eitt það fyrsta sem ég tók eftir var það að það voru frekar margir, reyndar mjög margir og kom mér reyndar ekki á óvart. Þetta var auglýst alls staðar.

Málið er bara að tónleikar sem haldnir voru fyrr á þessum vetri (þá er ég að meina þeir tónleikar sem voru auglýstir á dordingull.com) voru frekar illa sóttir, kannski í mesta lagi hálfur salurinn. Þannig að mér fannst frábært að sjá svona marga saman komna til að hlusta á þær snilldarhljómsveitir sem spiluðu.

Spildog byrjuðu kvöldið um korter í átta með ljúfum tónum. Þessi hljómsveit hefur verið í uppáhaldi hjá mér meðal íslenskra hljómsveita alveg síðan ég heyrði í henni fyrst. Þeir spiluðu melódískan “experiment-metal” en ég held að það sé það nærsta sem get sagt um þessa stefnu allavegana, þessi tónlist hljómar vel í mínum eyrum.

Vígspá komu síðan næstir og satt að segja hafði ég ekkert heyrt um þá (ég er greinilega bara svona dofinn) en mér fannst þeir rokka. Mér finnst þetta samt ekki vera þannig tónlist sem ég gæti hlustað á hvern dag en það er bara ég.

Næstir komu snillingarnir í Andlát og metalhausar sem hafa heyrt í þeim áður geta ekki annað en dáðst að þessari tónlist. Mér finnst það alltaf geðveikt flott þegar Valli spilar byrjunina í Locked away (gítartapping dauðans).

I adapt voru næstir á dagskrá en ég fylgdist ekki með þeim. Ég fór út með vinum mínum á meðan þeir voru til að fá mér eitthvað að éta. Ég er ekki að fíla I adapt sérstaklega mikið þótt ég viðurkenni að þetta er mjög góð hljómsveit. Hún hefur bara ekki náð til mín. That´s all :-/

Þá er komið að aðalhljómsveitinni; Heaven shall burn. Ég var búinn að hlakka til að heyra í henni því að ég missti af þeim þegar þeir komu síðast. En ég varð fyrir vonbrigðum. OK, fyrstu lögin voru hressandi og flott riff og góður fílíngur, en síðan þegar þeir voru búnir með 4-5 lög þá fékk ég á tilfinninguna að lögin voru öll frekar keimlík, þannig að mér byrjaði að leiðast og það eina sem hélt mér inni var vonin um að þeir myndu koma með eitthvað nýtt. Því miður varð það ekki svo.

Overall voru þetta alltílagi tónleikar, Spildog og Andlát eru alltaf þess virði að koma og heyra en hinar sveitirnar má þræta um.

Ps. Þetta er bara hvernig ég upplifði þetta og ég er ekki að reyna að móðga neinn.

Weedy