Þar á að standa: Masterplan - Nýtt project með meðlimum úr Helloween/Ark/Malmsteen
Ætlaði bara að nefna þetta stuttlega… var að fá þetta sem promo, því diskurinn kemur ekki út fyrr en í janúar.
Line-up'ið er:
Roland Grapow - gítar - ex Helloween
Uli Kusch - trommur - ex Helloween
Jørn lande - söngur - Ark/Beyond Twilight/Yngvie Malmsteen
Jan S. Eckert - bassi - ex Iron Savior
Axel Mackenrott - keyboard
og bandið er að fara á tónleikaferðalag um Evrópu með Hammerfall núna í janúar/febrúar
Fyrir þá sem ekki þekkja Jörn Lande, þá hefur hann verið nefndur David Coverdale endurborinn, enda maðurinn með ekkert smá rödd. Tónlistin er melódískt metal, kannski ekki svo ósvipað Helloween á köflum, en annars oft þyngri, meira doomy í átt við Beyond Twilight.
Ég er búinn að hlusta á þessa plötu núna í sífellu síðustu daga og bara get ekki hætt… Þetta er alveg hrikalega góð plata, þar sem flest ef ekki öll lögin er mjög solid og án efa alveg 5-6 meiriháttar lög á plötunni.
Hér er t.d. eitt lag (fyrsta smáskífan, Enlighten Me):
http://www.metal.it/mp3legali/MASTERPLAN%20-%20 Enlighten%20Me.mp3
Meira info á http://www.master-plan.de
Resting Mind concerts