Jóla og áramótatónleikar dordingull.com Við rokkaranir getum nú aldeilis skemmt okkur á milli jóla og nýárs þar sem hljómsveitin Heaven Shall burn er á leið til landsins. Þetta er (eins og flest allir ættu nú að vita) ekki í fyrsta skipti sem sveitin heimsækir okkur, því að fyrr í sumar hélt hljómsveitin tvenna tónleika hér í Reykjavík við mikinn fögnuð. Að þessu sinni höfum við fengið hljómsveitirnar I adapt, Andlát, Vígspá og Spildog til að hita upp fyrir sveitina og má því eiga vona á heljarinnar skemmtun. Á þessa tónleika kostar aðeins 1000 krónur, og verða þeir haldnir föstudaginn 27. desember í Tjarnarbíói (frá klukkan 19:00). Allar nánari upplýsingar um þessa tónleika er að finna á heimasíðu tónleikanna: http://www.dordingull.com/tonleikar (þar sem meðal annars er hægt að kynna sér böndin aðeins nánar). Athugið að það er 16 ára aldurstakmark á þessa tónleika (eins og stendur) og ráðlegg ég því yngra fólki að plata foreldra (eða forráðamenn) fylgja ykkur á tónleikana. Ölvun ógildir aðgang!

HEAVEN SHALL BURN (Þýs)
I ADAPT
ANDLÁT
VÍGSPÁ
SPILDOG