Mikið hefur bólað á hljómsveitir tileinki sér svokallað rapp metall, þar sem söngvarinn rappar undir þungum takti rokksins. Hvernig finnst ykkur þetta? persónulega finnst mér of mikið af þessu, það er fullt af þessu sem er helvíti skemmtilegt og tel ég Limp Bizkit ekki eitt af þeim böndum. Það er fullt af böndum sem hafa náð að blanda rokki og rappi vel saman, þar á meðal, Rage against the machine, Downset, Biohazard, Stuck mojo, og ég gæti haldið áfram endalaust…. en spurningin er finnst ykkur eitthvað varið í þetta. Ég veit að það er verið að vinna að einn einum rapp/rokk disknum þar sem rokk bönd taka lög eftir þekktar rappgrúbbur.. á þeim disk verða bönd á borð við Candiria, E-Town Concrete, The MovieLife, Skarhead, Bad Luck 13, On The Rise, Clocked In, No Redeeming Social Value, Stretch Armstrong, Walls Of Jericho, Throwdown, Diehard Youth, Most Precious Blood, Shutdown.

Nýlega var einnig gefin út diskur undir nafninu LOUD Rocks, þar sem bönd eins og Sick of it all, Incubus, kóngurinn Ozzy, Tom Morello, Static X og fleiri taka þekkt rapp lög með einhverjum rapp guttum. Haldið þið að þetta sé framtíðin (þó að þetta sé nú búið að vera til lengi, samanber Run Dmc/Airosmith og Anthrax/Public enemy hafi gert þetta fyrir meira ein 10 árum síðan).

Verður þetta framhaldið? eða er þessi tónlistarstefna að deyja eins og Ross Robinson heldur fram (en hann pródúseraði bönd á borð við Korn, Limp Bizkit, Slipknot, Glassjaw og marg fleira).

valli