Ég ákvað að skrifa um þessa hljómsveit af því að ég komst í kynni við hana mjög nýlega og er að dýrka hana. Þetta er hlómsveit sem á eftir að vera ofarlega í huga mér mjög lengi.

Hljómsveitin var stofnuð einhverntímann um 1983-4 af Jeff Waters, John Bates og fleirum í borginni Ottawa á vestanverðu Kanada. Jeff er af flestum álitinn vera sá sem gerir hljómsveitina eins og hún er, hann er gítarleikari, söngvari og textasmiður og virkasti meðlimurinn.

Waters byrjaði á gítar þegar hann var sjö ára, en foreldrar hans keyptu risastórann kassagítar handa honum og Jeff byrjaði í gítarnámi í nokkur ár. Hann lærði nokkur ár á klassískann, síðan eitt og hálft ár í djass en svo flæktist hann eitthvað í hokkí og lét gítarinn frá sér í smátíma.

Augljóslega var hann ekki orðinn metalhaus þá en það átti eftir að breytast þegar hann heyrði fyrst þessi hráu blús riff hjá Angus Young í AC/DC. Þetta dugði honum því fljótlega eftir það keypti hann sér rafmagnsgítar og vissi alveg hvað hann vildi verða þegar hann yrði stór.

En aftur að Annihilator. Fyrst þegar þeir voru að spila þá fengu þeir innblástur frá AC/DC en síðan bættust við Judas Priest, Iron Maiden, Scorpion og Accept, en Jeff Waters uppgötvaði bráðum underground thrashmetal hljómsveitir sem höfðuðu betur til hans eins og Slayer, Exodus, Venom, Razor og Metallica. Annihilator fundu það út að þeir vildu gera sömu hluti og þessir snillingar, en með meiri melódíu í gítarnum.

Þegar Annihilator var nýstofnuð var Jeff mjög alvara um þessa hljómsveit, stundum eins og þetta væri það eina í hans lífi sem hann einbeitti sér að. Hann var vanur að stjórna æfingunum eins og þetta væru fangabúðir.

Ári seinna tók Annihilator upp sítt fyrsta demo sem ber nafnið “Welcome to your death”. Þetta var fimm laga uppskera sem voru fyrri útgáfur af lögum sem síðan komu fram á fyrstu breiðskífu þeirra fjórum árum seinna, “Alice in hell”. Á þeim tíma var uppröðun á hljómsveitinni þannig að Waters var gítarleikari, Paul Malek var trommari, Dave Scott var bassaleikari og John Bates var söngvari.

Næstu árin var hljómsveitin að taka upp demó og byrjuðu að leita að plötuútgefendum sem hefðu áhuga. Roadrunner fengu áhuga á þeim og árið 1988 var kominn samningur á borðið þótt Annihilator voru byrjaðir á breiðplötu árinu fyrr. Hljómsveitin segir að spennan við upptökurnar á plötunni þeirra var ekki eins mikil og ella, aðallega vegna þess hversu langan tíma það tók að gera plötuna og lélegar vinnuaðstæður sem hljómsveitin hafði. Það jákvæða samt við þetta var að þótt þeir höfðu ekki efni á að gera plötuna, tókst þeim að fá styrk frá kanadíska ríkinu upp á 20.000$.

Hljómsveitarmeðlimirnir segja að upptökurnar voru mjög erfiðar, þeir þurftu að vera til taks 24/7 til að taka upp plötuna, sem þýðir að ef stúdíóið var laust um fjögum að nóttu til, að þá yrðu þeir að nota tímann til að taka upp. Annað vandamál var það að þeir höfðu engan söngvara í hljómsveitinni. Jeff Waters reyndi að syngja og röddin hljómaði vel en byrjaði að versna eftir hálftíma. Það þýddi að þeir þurftu að fara að leita. Þeir voru búnir að leita í þónokkurn tíma þar til þeir fundu Randy Rampage sem var þá bassaleikari í hljómsveitinni D.O.A. Hann var ekki sérstakur söngvari eins og heyrist í “Alice in Hell” en “attitjúdið” var rétt.
Nú gátu þeir klárað plötuna.

Roadrunner hefðu verið ánægðir ef “Alice in Hell” hefði selst í um 15.000 eintökum. En platan fór betur í fólk en maður bjóst við og seldist í 250.000 eintökum og var það stærsta uppskera hjá Roadrunner á þeim tíma.

Eftir þessa plötu varð allt auðveldara fyrir Annihilator og eru þeir ennþá að og hafa gefið út níu plötur og er tíunda bráðum að koma.

Hljómsveitin er núna uppskipuð svona:

Jeff Waters - gítar og söngur
Russell Bergquist - bassi
Ray Hartman - trommur
Dave Scott Davis - gítar

Þetta eru plöturnar sem þeir hafa gefið út frá upphafi.

Alice In Hell (1989)
Never, Neverland (1991)
Set The World On Fire (1993)
King Of THe Hill (1994)
Bag Of Tricks (1994)
Refresh The Demon (1996)
In Command (live) (1996)
Remains (1997)
Sonic Homicide (1999)