Ég er að sjálfsögðu að tala um geðveikina Madfest, sem haldin var á Akureyri núna um helgina, bæði föstudags- og laugardagskvöld.
Þarna voru skráðar hljómsveitirnar; Andlát, Elexír, Snafu, Spildog, Korridor Zion's, Ópíum og Prozac. Ég fór af stað niður á Madhouse, þar sem að þetta var haldið, um 19:30 á föstudaginn (tónleikarnir átu að hefjast 19:00). Þegar niðureftir var komið þá var búið að seinka tónleikunum um klukkutíma og áttu þar afleiðandi að hefjast klukkanb 20:00. Jæja eftir bið sem virtist heil eilífð þá tóku Andlát sig til og hömuðust til andskotans fyrsta lagið þar sem enginn var að slamma með. En eftir fyrsta lagið var fólkið komið á gólfið. Andlát stóð saman af söngvara, gítarleikara, bassaleikara og trommara… bara þetta venjulega. Mér fannst alveg frábært að sjá hvernig söngvarinn lét, hann var alltaf með hendina fyrir aftann bak og var með hreyfingar sem minntu á að hann væri að stinga einhverju beittu upp í afturendan á sér og öskra af sársauka :) Þrátt fyrir það þá gef ég hljómsveitinni Andlát 3 og 1/2 stjörnu af 5 mögulegum fyrir góða slamm frammistöðu :)
Jæja nú var ég farinn út í sígó og hambó og þegar ég kom aftur inn þá varou Elexír búnir að ljúka sér af í bili og Snafu að stíga á stokk.
ok.
Persónulega finnst mér að Snafu hefðu átt að vinna Músíktilraunir síðast. Þeir komu svo sterkir til leiks, náðu góðum tökum á áheyrendum og spiluðu þétt og vel. Vel gert Snafu, vona að þið haldið áfram þessari snilld, 4 og 1/2 stjarna.
Elexír stilltu sér svo aftur upp og hófu sitt show. Elexír tóku þetta þétt og vel og sýndu að þeir ættu sitt 3 sæti á músíktilraunum. 3 og 1/2 stjarna þar á ferð. Svo kom Spildog, sem að ég missti af (sígó og sjóveikistöflur:P) en mér var sagt að ég hefði ekki verið að missa af miklu… ég gef þeim enga einkunn því að ég missti af þeim. Svo komu Elexír aftur minnir mig og svo einhverjar og einhverjar (var svo fullur mar:) Svo kom hljómsveitin Korridor Zion's. Ef að Þeir hefðu tekið þátt í síðustu músíktilraunum þá hefðu þeir ÁTT 2 sætið (ég tek ekki bönd eins og rottuvæluhundana í mál). Það er kannski ósanngjarnt að láta mig dæma svona því að ég þekki þessa stráka þónokkuð, en þrátt fyrir það þá eru þeir alveg brilliant. Ég fór og ætlaði að slamma eins og ég hefði aldrei slammað fyrr.. en nei…neeeeiii.. ég fékk þennann agalega svima maður… smá viðværun, ef að slamm er í nánd… EKKI taka sjóveikispillur
:)
Allavegana þá gef ég Korridor Zion's 4 stjörnur.
ég fór síðan heim eftir þetta og Mætti ekki á Laugardagskvöldið vegna peníngaleysis. Ég hvet alla metal fans að mæta að ári á Madfest því að þetta er sjúkt og meira en það.
-mystic-
nossinyer // caid