Fyrir einhverju tíma sendi ég á korkinn lista yfir bestu metall-diskum sem ég á. Núna ætla ég að skrifa smá grein um sama lista(nema að ég klippti 5 í burtu) og gefa stutta gagnrýni á hverjum disk fyrir sig.
1. Bruce Dickinson - Chemical Wedding
Að mínu mati besti metall diskur allra tíma. Ekki eitt lélegt lag og engin lög sem gefa eftir. Enginn galli og allt pörfekt. Söngurinn hjá Bruce D. Hefur aldrei verið jafn öflugur síðan 7th son of the 7th son. Samleikur gítarleikaranna Roy Z og Adrian er betri en þega Adrian og Dave Murrey spiluðu saman. Og prodúseringinn hjá Roy Z er með því besta sem gerist.
Semsagt 11/10
2. Blaze - Silcon Messiah
Blaze var góður í Iron Maiden. Hann var mjög góður. Það sem floppaði í Iron maiden var ekki hann heldur Steve Harris, sem fékk þá flugu í höfðuði að hann væri góður pródúser. En nóg um það. Söngröddin hjá honum Blaze er virkilega góð. Ekki jafn mikill breidd og hjá Bruce D. En passaði akkúrat við andrúmsloftið í X-Factor. En hér er hann komin með sitt eigið band, sitt eigið sánd og sína plötu. ÞEtta er diskurinn sem allir Blaze-elskendur og hatara ættu að kaupa. Þeir sem elskuðu hann í IM munu fá betri skilning yfir því af hverju hann var góður. Hatarar munu sjá að hann er GÓÐUR.
En nóg um það 10/10
3. Iron Maiden - 7th son of the 7th son
Besti IM diskurinn. Hér er allt fullkomið. Söngurinn, gítarleikurinn, bassaleikurinn, trommurnrar, textarnir, saga og koverið. Andrúmsloftið hér er æðislegt. Svona það er engin deila þetta er toppurinn í ferli IM og það er ekki hægt aðsegja meira um það.
10/10
4. Helloween - The Dark Ride
Lesið gagnrýni mína sem er hér einhvers staðar.
10/10
5. W.A.S.P. - Unholy Terror
We Are Saving People. Þetta er eðal hljómsveit með eðal disk. Þetta er diskurinn fyrir hugsandi Metal-aðdáendur. Blackie hefur aldrei verið jafnreiður. Og hér er toppurinn lögin Unholy Terror og Charisma. Það á að hlusta á þessi lög saman. En nóg um það. Það er bara eitt lélegt lag hér og það er ballaðan Evermore. annars
9.5/10