Dream Theater   Iron Maiden. - Dream of the Beast Síðastliðinn október spilaði Dream Theater tvenna tónleika í París á tónleikaferðalagi sínu um Evrópu. Seinni tónleikarnir voru svolítið sérstakir, því þar vottuðu þeir Iron Maiden virðingu sína með því að spila plötuna Number of the Beast frá upphafi til enda. Á tónleikaferðalagi þeirra í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári byrjuðu þeir á þessari tradition þegar þeir spiluðu Master of Puppets með Metallica á nokkrum tónleikum. Dream Theater spila án upphitunarhljómsveitar á þessu tónleikaferðalagi og spila þ.a.l. í einhverja 3 tíma hverju sinni og skipta hverjum tónleikum niður í 2-3 sett. Í þeim borgum þar sem bandið er bókað tvö kvöld í röð hafa þeir svo haft þá venju á að gera s.s. þetta. Fyrra kvöldið eru venjulegir tónleikar en seinna kvöldið, fyrir utan að spila 2 tíma af eigin efni, spila þeir einnig s.s. þessa plötu sem um ræðir. Sérlega skemmtileg venja hjá þeim og alveg ljóst að menn bíða alltaf spenntir að sjá hvaða plata í tónlistarsögunni fái yfirhalningu ala Dream Theater.

Franski aðdáendaklúbburinn var nátturulega á staðnum í október og er að bjóða fólki að downloada þessum bootlegg eins og hann leggur sig.

Hérna er þetta elsku vinirnir:

http://sfam.free.fr/

scrollið aðeins niður og clickið á “boot of the month” í textanum.

Have fun

Þorsteinn
Resting Mind concerts