Þetta fer þannig fram að ég ákveð viðfangsefni, t.d. kjúklingaréttir, salöt, súpur eða eftirréttir og þið sendið mér uppskrifir, ekki fleiri en tvær á mann. Svo skoða ég uppskriftirnar og met þær eftir eftirfarandi reglum:
1. Virðist uppskriftin auðveld
2. Er hún vel sett fram
3. Er hún frumleg og spennandi
4. Er líklegt að hún bragðist vel
Sá/sú sem hlýtur hnossið fær svo þann heiður að uppskrift hans/hennar verður sett upp þar sem baunarétturinn er núna hérna fyrir neðan.
Eins og ég sagði þá vona ég að þetta verði eitthvað sem sem flestir taki þátt í og við getum þá reglulega skipt um siguruppskrift.
Fyrsta samkeppnin hefst hér með og er viðfangsefni hennar: Lambaréttir í skammdeginu
Skilafrestur er til 10. nóvember
Gangi ykkur sem best!
p.s. uppskrifir sendast til mín í gegnum einkaskilaboð eða tölvupóst
Bætt við 2. nóvember 2006 - 03:41
Ég viðurkenni að ég er ekki sú besta í html forritun en skil samt ekki af hverju þetta virkar ekki…
Just ask yourself: WWCD!